Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar 1. desember 2025 11:33 Forsætisráðherra var gestur í Sprengisandi á liðnum sunnudegi þar sem hún lét að því liggja, með beinum og óbeinum hætti, að ferðaþjónustan væri ekki lengur sú atvinnugrein sem Íslendingar ættu að byggja framtíð sína á. Af orðræðu hennar mátti ráða að ferðaþjónustan væri nær eins konar samfélagsmein, haldið uppi með almannafé, og að réttara væri að beina kröftum þjóðarinnar að nýsköpun, lyfjaframleiðslu og hugbúnaði þar sem laun væru hærri og „alvöru verðmæti“ yrðu til. Þessi tónn er ekki nýr. Hann endurspeglar viðhorf sem lengi hafa heyrst úr röðum Samfylkingarinnar. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessi málflutningur er endurtekinn aftur og aftur þrátt fyrir að staðreyndirnar segi annað. Ferðaþjónustan er ekki dragbítur á íslenskt efnahagslíf, heldur ein af meginstoðum þess. Þrátt fyrir að hluti starfa teljist almenn þjónustustörf eru meðallaun í greininni langt yfir lágmarkslaunum, og störfin eru fjölbreytt, sérhæfð og dreifð víða um landið. Þúsundir fjölskyldna byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, ekki bara af hugsjón, heldur vegna þess að hún skapar raunveruleg verðmæti og raunverulegar tekjur. Ferðaþjónustan er jafnframt stærsta atvinnugreinin í Reykjavík. Það er því nánast með ólíkindum að sá stjórnmálaflokkur sem hefur stýrt borginni áratugum saman skuli leggja sig fram um að gera lítið úr þeirri atvinnugrein sem heldur uppi stærstum hluta atvinnulífs borgarinnar. Á sama tíma er kallað eftir því að horfa til „annarra greina fyrir hámenntað fólk“ eins og ferðaþjónusta og nýsköpun geti ekki farið saman. Slík annaðhvort–eða hugsun er bæði gamaldags og hættuleg. Samhliða er óþarfi að fórna einni sterkustu tekjugrein þjóðarinnar. Fullyrðingar um að ferðaþjónustan hafi hamlað vexti annarra atvinnugreina standast heldur enga skoðun. Þvert á móti hefur hún verið drifkraftur í vexti fjölda annarra greina: samgangna, byggingariðnaðar, verslunar, veitingareksturs, fjármála- og tækniþjónustu. Á landsbyggðinni er ferðaþjónustan víða forsenda byggðar og grunnþjónustu, hvort sem um ræðir verslanir, eldsneytisstöðvar, samgöngur eða veitingarekstur. Án ferðamanna væri þessi þjónusta víða einfaldlega ekki til staðar. Þá stenst heldur ekki sú fullyrðing að ferðaþjónustan hafi sogað til sín erlent vinnuafl umfram aðrar atvinnugreinar. Tölur sýna að byggingariðnaður, ýmis iðnaðarstörf, umönnun og heilbrigðisþjónusta hafa til dæmis laðað að sér ekki síður og oft meira erlent vinnuafl en ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan hefur hins vegar gert eitt sem engar aðrar atvinnugreinar hafa gert í sama mæli: hún hefur fjölgað neytendum og þar með skattgreiðendum á Íslandi stórlega. Að meðaltali eru um 40.000 erlendir ferðamenn á landinu á hverjum degi allt árið sem samsvarar íbúafjölda í stóru sveitafélagi á íslenskan mælikvarða. Þetta fólk greiðir virðisaukaskatt, eldsneytisskatta, gistináttaskatt og fjölmörg önnur gjöld í gegnum daglega neyslu. Þetta eru rauntekjur sem renna beint í ríkissjóð, en teljast ekki alltaf með þegar stjórnvöld tala um „skattspor ferðaþjónustunnar“. Ferðaþjónustan byggir á því sem Ísland á dýrmætast: náttúru, menningu, sögu og orðspori þjóðarinnar. Hún laðar að skattgreiðendur án þess að þeir fái aðgang að velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu eða innviðum til langs tíma. Ríkið innheimtir skattana, en ber aðeins takmarkaðan kostnað. Engin önnur atvinnugrein skilar slíkri samsetningu tekna með jafn litlum beinum skuldbindingum. Þá má ekki gleyma grundvallarmun á ferðaþjónustu og mörgum þeim útflutningsgreinum sem forsætisráðherra virðist telja „betri kost“. Ferðaþjónustan er staðbundin. Hún fer ekki úr landi. Hægt er að loka verksmiðju. Hægt er að flytja hugbúnaðarteymi milli landa. Eignarhald á hátæknifyrirtækjum helst ekki endilega hérlendis. Það hefur sagan margoft sýnt, meðal annars á sviði lyfjaframleiðslu og matvælatækni. En ekki er hægt að flytja Gullfoss, Geysir, Jökulsárlón eða norðurljósin. Að tala niður ferðaþjónustuna ber því ekki merki um framsýni, frekar um skammsýni. Hún er ekki fullkomin, hún þarfnast stöðugrar uppbyggingar og skynsamlegrar stýringar, en hún er og getur verið áfram ein sterkasta undirstaða íslensks efnahagslífs. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var gestur í Sprengisandi á liðnum sunnudegi þar sem hún lét að því liggja, með beinum og óbeinum hætti, að ferðaþjónustan væri ekki lengur sú atvinnugrein sem Íslendingar ættu að byggja framtíð sína á. Af orðræðu hennar mátti ráða að ferðaþjónustan væri nær eins konar samfélagsmein, haldið uppi með almannafé, og að réttara væri að beina kröftum þjóðarinnar að nýsköpun, lyfjaframleiðslu og hugbúnaði þar sem laun væru hærri og „alvöru verðmæti“ yrðu til. Þessi tónn er ekki nýr. Hann endurspeglar viðhorf sem lengi hafa heyrst úr röðum Samfylkingarinnar. Það sem vekur athygli er hins vegar að þessi málflutningur er endurtekinn aftur og aftur þrátt fyrir að staðreyndirnar segi annað. Ferðaþjónustan er ekki dragbítur á íslenskt efnahagslíf, heldur ein af meginstoðum þess. Þrátt fyrir að hluti starfa teljist almenn þjónustustörf eru meðallaun í greininni langt yfir lágmarkslaunum, og störfin eru fjölbreytt, sérhæfð og dreifð víða um landið. Þúsundir fjölskyldna byggja afkomu sína á ferðaþjónustu, ekki bara af hugsjón, heldur vegna þess að hún skapar raunveruleg verðmæti og raunverulegar tekjur. Ferðaþjónustan er jafnframt stærsta atvinnugreinin í Reykjavík. Það er því nánast með ólíkindum að sá stjórnmálaflokkur sem hefur stýrt borginni áratugum saman skuli leggja sig fram um að gera lítið úr þeirri atvinnugrein sem heldur uppi stærstum hluta atvinnulífs borgarinnar. Á sama tíma er kallað eftir því að horfa til „annarra greina fyrir hámenntað fólk“ eins og ferðaþjónusta og nýsköpun geti ekki farið saman. Slík annaðhvort–eða hugsun er bæði gamaldags og hættuleg. Samhliða er óþarfi að fórna einni sterkustu tekjugrein þjóðarinnar. Fullyrðingar um að ferðaþjónustan hafi hamlað vexti annarra atvinnugreina standast heldur enga skoðun. Þvert á móti hefur hún verið drifkraftur í vexti fjölda annarra greina: samgangna, byggingariðnaðar, verslunar, veitingareksturs, fjármála- og tækniþjónustu. Á landsbyggðinni er ferðaþjónustan víða forsenda byggðar og grunnþjónustu, hvort sem um ræðir verslanir, eldsneytisstöðvar, samgöngur eða veitingarekstur. Án ferðamanna væri þessi þjónusta víða einfaldlega ekki til staðar. Þá stenst heldur ekki sú fullyrðing að ferðaþjónustan hafi sogað til sín erlent vinnuafl umfram aðrar atvinnugreinar. Tölur sýna að byggingariðnaður, ýmis iðnaðarstörf, umönnun og heilbrigðisþjónusta hafa til dæmis laðað að sér ekki síður og oft meira erlent vinnuafl en ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan hefur hins vegar gert eitt sem engar aðrar atvinnugreinar hafa gert í sama mæli: hún hefur fjölgað neytendum og þar með skattgreiðendum á Íslandi stórlega. Að meðaltali eru um 40.000 erlendir ferðamenn á landinu á hverjum degi allt árið sem samsvarar íbúafjölda í stóru sveitafélagi á íslenskan mælikvarða. Þetta fólk greiðir virðisaukaskatt, eldsneytisskatta, gistináttaskatt og fjölmörg önnur gjöld í gegnum daglega neyslu. Þetta eru rauntekjur sem renna beint í ríkissjóð, en teljast ekki alltaf með þegar stjórnvöld tala um „skattspor ferðaþjónustunnar“. Ferðaþjónustan byggir á því sem Ísland á dýrmætast: náttúru, menningu, sögu og orðspori þjóðarinnar. Hún laðar að skattgreiðendur án þess að þeir fái aðgang að velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu eða innviðum til langs tíma. Ríkið innheimtir skattana, en ber aðeins takmarkaðan kostnað. Engin önnur atvinnugrein skilar slíkri samsetningu tekna með jafn litlum beinum skuldbindingum. Þá má ekki gleyma grundvallarmun á ferðaþjónustu og mörgum þeim útflutningsgreinum sem forsætisráðherra virðist telja „betri kost“. Ferðaþjónustan er staðbundin. Hún fer ekki úr landi. Hægt er að loka verksmiðju. Hægt er að flytja hugbúnaðarteymi milli landa. Eignarhald á hátæknifyrirtækjum helst ekki endilega hérlendis. Það hefur sagan margoft sýnt, meðal annars á sviði lyfjaframleiðslu og matvælatækni. En ekki er hægt að flytja Gullfoss, Geysir, Jökulsárlón eða norðurljósin. Að tala niður ferðaþjónustuna ber því ekki merki um framsýni, frekar um skammsýni. Hún er ekki fullkomin, hún þarfnast stöðugrar uppbyggingar og skynsamlegrar stýringar, en hún er og getur verið áfram ein sterkasta undirstaða íslensks efnahagslífs. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun