Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Árni Sæberg skrifar 1. desember 2025 15:20 Bræðurnir hlutu dóm í Héraðsdómi Reykjaness, sem er til húsa steinsnar frá A. Hansen. Vísir/Vilhelm Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir til annars vegar sex mánaða og hins vegar níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Castello í Hafnarfirði árið 2023. Þar veittust bræðurnir að Berki Birgissyni, sem hlaut þungan dóm árið 2005 fyrir að reyna að ráða yngri bróðurinn af dögum með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004. Dómur yfir bræðrunum gekk í Héraðsdómi Reykjaness þann 5. mars síðastliðinn en ekki birtur fyrr en í dag. Vísir óskaði eftir því að fá dóminn afhentan fyrir helgi og fékk þau svör í morgun að „af einhverjum ástæðum“ hefði farist fyrir að birta dóminn. Nafn Barkar og heiti veitingastaðarins afmáð Þónokkur veigamikil atriði hafa verið afmáð úr dóminum, þar með talið nafn brotaþola og heiti veitingastaðarins þar sem árásin var framin. DV fjallaði um ákæru á hendur bræðrunum á sínum tíma og þar komu fram nafn Barkar og heiti veitingastaðarins. Í dóminum segir að bræðurnir hafi verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa, föstudaginn 26. maí 2023, í félagi, á veitingastaðnum veist með ofbeldi að Berki með þeim hætti að eldri bróðirinn sló Börk með krepptum hnefa í andlitið og hélt höfði hans með því að vefja höndum utan um háls hans á meðan yngri bróðirinn sló Börk með krepptum hnefa sjö sinnum í höfuðið. Missti meðvitund og fékk mar víða Í framhaldinu hafi eldri bróðirinn haldið Berki á fjórum fótum á gólfinu á meðan sá yngri sparkaði í hann, fyrst rétt við höfuð og síðan í búk en þá hafi eldri bróðirinn tekið Börk hálstaki þar sem hann lá á fjórum fótum með þeim hætti að höfuð hans fór undir handarkrika hans, en hann hafi haldið honum í hálstaki og þrengt að á meðan yngri bróðirinn veitti Berki átta hnéspörk í búkinn. Að því loknu hafi yngri bróðirinn veitt Berki fimm olnbogaskot í höfuðið á meðan hann lá í gólfinu og stappað í framhaldinu á andliti hans og sparkað tvisvar sinnum í hægri hlið höfuðs hans þar sem eldri bróðirinn hafi haldið Berki liggjandi á baki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Eftir að Börkur hafði reist sig upp á hné hafi eldri bróðurinn tekið hann aftur hálstaki, þrengt að, og ekki sleppt fyrr en eftir að hann hafði misst meðvitund en hafi yngri bróðurinn slegið Börk með krepptum hnefa í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Afleiðingar líkamsárásarinnar hafi verið þær að Börkur missti meðvitund og fékk mar á höfði, mar og yfirborðsáverka á nefi og mar á brjótskassa. Annar með langan sakaferil en ekki hinn Í dóminum segir að bræðurnir hafi báðir komið fyrir dóminn og játað brot sín skýlaust. Þeir hafi farið fram á vægustu refsingu sem lög leyfa og sýknu af bótakröfu Barkar en til vara að bótakrafan yrði lækkuð. Hvað eldri bróðurinn varðar segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hans hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að hann væri nú sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í félagi við bróður sinn. Að þessu virtu og með vísan ákvæða almennra hegningarlaga þyki refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Nokkur dráttur hafi orðið á rannsókn málsins sem honum verði ekki um kennt. Að því gættu og með hliðsjón af skýlausri játningu hans fyrir dómi, hegðun hans að undanförnu og framferði að öðru leyti eftir að hann framdi brot sitt þyki þó mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu, haldi hann almennt skilorð. Fékk hegningarauka Hvað yngri bróðurinn varðar segir að hann hafi hlotið sex fangelsisdóma frá því að hann varð lögráða, þar af þrjá dóma fyrir líkamsárásir. Þá hafi hann gengist undir sátt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í maí í fyrra um greiðslu sektar vegna aksturs undir áhrifum. Það brot hafi verið framið eftir líkamsárásinu á Castello og honum yrði því dæmdur hegningarauki. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin níu mánaða fangelsi en rétt þyki að skilorðsbinda hana, með sömu rökum og í tilfelli bróður hans. Loks segir að bræðurnir skuli greiða Berki 500 þúsund krónur í miskabætur og 100 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði þeir allan sakarkostnað málsins, samtals 1,4 milljónir króna. Fékk sjö og hálft ár árið 2005 Sem áður segir var Börkur dæmdur fyrir að hafa ráðist á yngri bróðurinn með exi á vetingastaðnum A. Hansen árið 2004. Árásin var heimfærð sem tilraun til manndráps og Börkur hlaut 7,5 ára dóm. Sá dómur var einnig fyrir sex aðrar líkamsárásir. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Dómur yfir bræðrunum gekk í Héraðsdómi Reykjaness þann 5. mars síðastliðinn en ekki birtur fyrr en í dag. Vísir óskaði eftir því að fá dóminn afhentan fyrir helgi og fékk þau svör í morgun að „af einhverjum ástæðum“ hefði farist fyrir að birta dóminn. Nafn Barkar og heiti veitingastaðarins afmáð Þónokkur veigamikil atriði hafa verið afmáð úr dóminum, þar með talið nafn brotaþola og heiti veitingastaðarins þar sem árásin var framin. DV fjallaði um ákæru á hendur bræðrunum á sínum tíma og þar komu fram nafn Barkar og heiti veitingastaðarins. Í dóminum segir að bræðurnir hafi verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa, föstudaginn 26. maí 2023, í félagi, á veitingastaðnum veist með ofbeldi að Berki með þeim hætti að eldri bróðirinn sló Börk með krepptum hnefa í andlitið og hélt höfði hans með því að vefja höndum utan um háls hans á meðan yngri bróðirinn sló Börk með krepptum hnefa sjö sinnum í höfuðið. Missti meðvitund og fékk mar víða Í framhaldinu hafi eldri bróðirinn haldið Berki á fjórum fótum á gólfinu á meðan sá yngri sparkaði í hann, fyrst rétt við höfuð og síðan í búk en þá hafi eldri bróðirinn tekið Börk hálstaki þar sem hann lá á fjórum fótum með þeim hætti að höfuð hans fór undir handarkrika hans, en hann hafi haldið honum í hálstaki og þrengt að á meðan yngri bróðirinn veitti Berki átta hnéspörk í búkinn. Að því loknu hafi yngri bróðirinn veitt Berki fimm olnbogaskot í höfuðið á meðan hann lá í gólfinu og stappað í framhaldinu á andliti hans og sparkað tvisvar sinnum í hægri hlið höfuðs hans þar sem eldri bróðirinn hafi haldið Berki liggjandi á baki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Eftir að Börkur hafði reist sig upp á hné hafi eldri bróðurinn tekið hann aftur hálstaki, þrengt að, og ekki sleppt fyrr en eftir að hann hafði misst meðvitund en hafi yngri bróðurinn slegið Börk með krepptum hnefa í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Afleiðingar líkamsárásarinnar hafi verið þær að Börkur missti meðvitund og fékk mar á höfði, mar og yfirborðsáverka á nefi og mar á brjótskassa. Annar með langan sakaferil en ekki hinn Í dóminum segir að bræðurnir hafi báðir komið fyrir dóminn og játað brot sín skýlaust. Þeir hafi farið fram á vægustu refsingu sem lög leyfa og sýknu af bótakröfu Barkar en til vara að bótakrafan yrði lækkuð. Hvað eldri bróðurinn varðar segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hans hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að hann væri nú sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í félagi við bróður sinn. Að þessu virtu og með vísan ákvæða almennra hegningarlaga þyki refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Nokkur dráttur hafi orðið á rannsókn málsins sem honum verði ekki um kennt. Að því gættu og með hliðsjón af skýlausri játningu hans fyrir dómi, hegðun hans að undanförnu og framferði að öðru leyti eftir að hann framdi brot sitt þyki þó mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu, haldi hann almennt skilorð. Fékk hegningarauka Hvað yngri bróðurinn varðar segir að hann hafi hlotið sex fangelsisdóma frá því að hann varð lögráða, þar af þrjá dóma fyrir líkamsárásir. Þá hafi hann gengist undir sátt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í maí í fyrra um greiðslu sektar vegna aksturs undir áhrifum. Það brot hafi verið framið eftir líkamsárásinu á Castello og honum yrði því dæmdur hegningarauki. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin níu mánaða fangelsi en rétt þyki að skilorðsbinda hana, með sömu rökum og í tilfelli bróður hans. Loks segir að bræðurnir skuli greiða Berki 500 þúsund krónur í miskabætur og 100 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði þeir allan sakarkostnað málsins, samtals 1,4 milljónir króna. Fékk sjö og hálft ár árið 2005 Sem áður segir var Börkur dæmdur fyrir að hafa ráðist á yngri bróðurinn með exi á vetingastaðnum A. Hansen árið 2004. Árásin var heimfærð sem tilraun til manndráps og Börkur hlaut 7,5 ára dóm. Sá dómur var einnig fyrir sex aðrar líkamsárásir.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira