Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2025 11:02 Arne Slot tók stóra ákvörðun varðandi Mohamed Slot um helgina en hvað gerir hann á morgun? Getty/Robbie Jay Barratt Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Mohamed Salah hafa tekið því af mikilli fagmennsku síðustu tvo daga að hafa verið settur á varamannabekkinn á sunnudaginn. Næsti leikur liðsins er annað kvöld. Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Salah kom ekkert við sögu í 2-0 sigri Liverpool gegn West Ham. Liverpool hafði áður tapað þremur leikjum í röð, gegn Manchester City, Nottingham Forest og PSV, og fengið á sig tíu mörk í þeim. Liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Arsenal, eftir 13 umferðir, og á fyrir höndum leik við Sunderland á morgun. Sunderland er stigi á undan Liverpool, í 6. sæti. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjarveru Salah á sunnudaginn en hann hafði byrjað alla deildarleiki Liverpool frá því í apríl 2024, eða áður en Slot tók við liðinu. Slot viðurkennir að Salah hafi verið óhress með ákvörðun Hollendingsins. Salah agaður fagmaður „Þetta eru eðlileg viðbrögð frá leikmanni sem er nógu góður til að spila fyrir okkur [að vera vonsvikinn yfir því að spila ekki]. Hann hefur verið svo framúrskarandi fyrir þetta félag í svo mörg ár og mun verða það í framtíðinni. Auðvitað er leikmaður ekki ánægður ef hann spilar ekki. Hann var ekki sá eini sem var óánægður með að byrja ekki. Það er eðlilegt. Hegðun hans var eins og maður myndi búast við af þeim fagmanni sem hann er. Mo er svo agaður og veit hvað hann þarf að gera til að halda sér í formi,“ sagði Slot á blaðamannafundinum í dag. Arne Slot has confirmed that Liverpool's Mohamed Salah will head to the Africa Cup of Nations on 15th December 📅 Salah could miss up to six league games against Spurs, Wolves, Leeds United, Fulham, Arsenal and Burnley, plus an unconfirmed FA Cup fixture should Egypt reach the… pic.twitter.com/r6bI3Ae4yx— Match of the Day (@BBCMOTD) December 2, 2025 Hann staðfesti jafnframt að Salah færi frá Liverpool 15. desember vegna Afríkumótsins og mögulegt er að Salah missi af leikjum fram til 18. janúar, þegar úrslitaleikur mótsins fer fram. Ef Egyptar komast í 8-liða úrslit er ljóst að Salah missir af stórleiknum við Arsenal 8. janúar. Bradley og Frimpong með eftir meiðsli Þá greindi Slot frá því að varnarmennirnir Conor Bradley og Jeremie Frimpong væru að snúa aftur eftir meiðsli. „Conor kom á æfingu í gær í fyrsta sinn. Hann er ekki enn 100% svo við verðum að stýra þessu aðeins og ekki fara of hratt af stað,“ sagði Slot. Þá sagði hann að Alexander Isak hefði fundið fyrir krampa í leiknum á sunnudaginn og að ljóst væri að Isak, Florian Wirtz og Joe Gomez gætu ekki spilað þrjá 90 mínútna leiki á einni viku. Staðan yrði þó metin varðandi þá.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira