Erlent

Stöðva af­greiðslu um­sókna inn­flytj­enda frá ní­tján ríkjum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjöldi einstaklinga frá ríkjunum nítján, sem var jafnvel langt kominn í kerfinu, er nú í algjörri óvissu  um framhaldið.
Fjöldi einstaklinga frá ríkjunum nítján, sem var jafnvel langt kominn í kerfinu, er nú í algjörri óvissu um framhaldið. Getty/Robert Nickelsbert

Bandaríkjastjórn hefur sett alla meðferð mála innflytjenda frá nítján ríkjum á bið, sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að einstaklingar sem voru búnir að fara í gegnum ferlið og áttu aðeins eftir að fá ríkisborgararétt sinn formlega staðfestan eru nú í fullkominni óvissu um stöðu sína.

Um er að ræða sömu nítján ríkin og stjórnvöld hafa lagt á ferðabann en þeirra á meðal eru Venesúela, Kúba, Súdan, Libía, Íran, Jemen, Afganistan og Sómalía.

„Trump-stjórnin er að grípa til allra aðgerða til að tryggja að þeir einstaklingar sem fá ríkisborgararétt séu þeir bestu af þeim bestu,“ hefur New York Times eftir Matthew Tragesser, talsmanni útlendingayfirvalda. Það væru forréttindi, ekki réttur, að fá ríkisborgararétt í Bandaríkjunum.

Hertar aðgerðir stjórnvalda eru taldar munu hafa áhrif á hundruð þúsunda umsókna um dvalarleyfi og ríkisborgararétt. Lögmenn segja skjólstæðinga sína hafa orðið fyrir því að skipulögðum viðtalstímum hafi verið frestað og einnig athöfnum þar sem einstaklingar verða formlega að ríkisborgurum.

Yfirvöld segjast hafa í hyggju að fara aftur yfir umsóknir umræddra einstaklinga og jafnvel láta þá endurtaka allt ferlið. Óttast er að þetta muni hafa þau áhrif að biðtími þeirra lengist um mánuði og jafnvel ár. Dómskerfið á nú þegar í erfiðleikum með að höndla öll þau útlendingamál sem bíða úrlausnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×