Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2025 11:01 Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég lagt mig fram við að rækta þakklæti. Ekki þannig að ég krefji sjálfa mig um að finna eitthvað ákveðið á hverjum degi, heldur frekar að ég leyfi mér að staldra við þegar það kemur yfir mig. Það er góð tilfinning. Þakklæti minnir mig á að þrátt fyrir alls konar áskoranir sé lífið á svo margan hátt afskaplega gott. Í kjölfarið hef ég meðal annars fundið fyrir miklu þakklæti gagnvart starfsfólki skólanna sem börnin mín hafa gengið í. Hversu vel skólakerfið hefur haldið utanum þau. Hversu mikinn metnað starfsfólkið hefur sýnt, hversu vel það hefur fylgst með líðan barnanna og hversu vel það hefur verið tekið í það þegar þau leita sér aðstoðar. Þá rifjaðist upp fyrir mér mín eigin skólaganga, þar sem upplifun mín var hinsvegar sú að fáir virtust spá í líðan okkar og sumir jafnvel draga úr manni frekar en að hvetja og styrkja. Ég var ein af þeim sem fékk setninguna „talar of mikið“ á einkunnaspjaldið, og ég gleymi því seint þegar einn kennari sagði við mig: „Já, Berglind,bylur hæst í tómri tunnu.“ Illkvittin setning sem vakti hjá mér skömm í langan tíma á eftir. Eða þegar kennarinn minn skellihló yfir því að ég væri að gráta fyrir utan stofuna vegna þess að hamsturinn minn hafði dáið. „Ertu að gráta yfir dýri?“ spurði hann háðslega. Í menntaskóla, þegar ég loks safnaði kjarki til að leita aðstoðar námsráðgjafa, fékk ég það ráð að hætta námi sem fyrst, því ég myndi hvort eð er aldrei útskrifast. Sem betur fer höfðu þessi orð þveröfug áhrif á mig og ég kláraði námið. En ég velti oft fyrir mér hversu margir hafa látið svona orð brjóta sig niður. Auðvitað voru undantekningar. Englar sem birtust þegar allt var virtist ómögulegt. Eins og Sigrún stærðfræðikennari sem tók mig að sér og sýndi mér að ég gæti vel lært stærðfræði og jafnvel haft gaman af henni. Og Þórður íslenskukennari sem kveikti líf í Íslendingasögunum með ástríðu sinni. En mín upplifun var að þetta heyrði til undantekninga. Flestum virtist bara standa á sama. Þegar ég horfi til baka sé ég hversu margt hefur breyst til hins betra. Hversu mikið hefur áunnist. Hversu mörg börn eiga í dag skóla þar sem líðan þeirra skiptir máli. Hversu margir kennarar vinna störf sín af hjartans alúð og vilja gera vel. En þá vaknar spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér:Eiga þakklæti og pólitík samleið? Ég hef nefnilega stundum fengið þá tilfinningu, sem ég vona að sé röng, að þessi tvö fyrirbæri séu andstæður. Að í pólitík sé meira rými fyrir að benda á það sem er ábótavant en það sem vel hefur tekist. Og stundum finnst mér samfélagsumræðan endurspegla það. Auðvitað er margt sem þarf að bæta. Það er alltaf þannig í samfélagi sem vill vaxa og þroskast. En má ekki líka staldra við og þakka fyrir það sem vel er gert? Höfundur er í stjórn Viðreisnar í Reykjavík.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun