Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. desember 2025 07:47 Foreldrar barna sem glíma við fíknivanda spyrja margir hvort þeir geti látið vista barn sitt í meðferð gegn vilja þess. Svarið er já. Það er hægt að svipta börn frelsi ef þau eru talin í neyð og hættuleg sjálfum sé eða öðrum. Í barnaverndarlögum eru heimildir til að úrskurða börn í vistun án þeirra samþykkis, til dæmis í 14 daga í neyðarvistun á Stuðlum og í úrræði Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) með úrskurði á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Að öðru leyti er það ákvörðun foreldra og forráðamanna hvort barn er vistað til langs tíma í lokuðu sólarhringsúrræði, hvort sem barnið samþykkir það eða ekki. Eftir að barn hefur náð 15 ára aldri verður það sjálft aðili að sínum málum. Það þýðir að barnavernd þarf að úrskurða gegn barninu sjálfu ef það samþykkir ekki að þiggja meðferð. Hægt er að úrskurða 15-18 ára barn í meðferð bæði gegn vilja barns foreldra. Flest börn í meðferð dvelja þó á meðferðarstofnun á grundvelli samþykkis. Í forgangi hjá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin hefur sett málefni barna sem leiðst hafa út í fíkn og barna sem glíma við fjölþættan vanda, þar á meðal fíkn, í forgang. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að byggja upp úrræði, endurbæta Stuðla eftir hræðilegan bruna sem tók líf ungs drengs og setja á laggirnar nýtt úrræði. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt til að mæta ólíkum þörfum barna. Börnin eru þess utan á mismunandi stað í neysluferli sínu. Sum hafa nýlega hafið neyslu en önnur kunna að vera við dauðans dyr vegna neyslu sinnar. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að í boði sé viðeigandi langtíma meðferð í lokuðu úrræði fyrir börn sem eru langt leidd vegna áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Slík meðferð er líklegri til árangurs en styttri inngrip. Að lokinni meðferð þarf síðan að bjóða upp á eftirfylgni. Það er lykilatriði að vinna með foreldrum í meðferð barna þeirra. Börnin þurfa stuðning foreldra sinna og foreldrar þurfa fræðslu og stuðning fagfólks. Hvaða úrræði eru í boði? Meðferðarúrræði á vegum ríkisins eru nokkur og af ólíkum toga. MST er fjölkerfameðferð sem veitt er á heimili barns. Þá er boðið upp á allt að 12 vikna grunnmeðferð í Blönduhlíð sem er til húsa á Vogi. Í boði er framhaldsmeðferð fyrir stúlkur og stálp á Bjargey á Laugalandi. Sams konar meðferð fyrir drengi hefst í Gunnarsholti í janúar. Úrræði fyrir drengi var áður á Lækjarbakka. Í millitíðinni hefur framhaldsmeðferð farið fram á meðferðardeild Stuðla. Í Blönduhlíð á Farsældartúni í Mosfellsbæ er rekið stuðningsheimilis ætlað börnum sem hafa lokið framhalds meðferð en þurfa frekari meðferð og stuðning. Töluvert hefur verið rætt um biðlista eftir úrræðum. En eins og staðan er núna eru laus pláss í MST úrræðið. Þá er eitt laust pláss laust í greiningu og meðferð á Blönduhlíð á Vogi og eitt laust pláss á stuðningsheimilinu á Farsældartúni. Bjargey er fullskipuð en enginn biðlisti. Því ber að fagna að í næsta mánuði verður meðferðarheimilið í Gunnarsholti opnað þar sem hægt verður að sinna sex börnum. Stuðlar verða áfram bráðamóttaka. Þar mun ekki vera starfrækt eiginleg meðferð heldur er úrræðið hugsað til að stöðva skaðlega hegðun og skapa tækifæri til að takast á við vandann með uppbyggilegum hætti. Erfiðasta reynsla foreldra Það er sennilega fátt erfiðara foreldrum og fjölskyldunni allri en að horfa upp á barn eða ungling ánetjast áfengi og eða öðrum vímuefnum. Það reynist foreldrum og forráðafólki oftast mjög erfitt að rökræða við barn þegar fíknin hefur tekið völdin. Barn í neyslu er í lífshættu ef ekki næst að grípa inn í og stöðva neysluna og líferni sem henni fylgir. Barn í neyslu þarf hjálp til að hætta neyslunni. Það er ekki einungis neyslan sjálf sem stefnir lífi barna og ungmenna í voða. Barn sem er undir áhrifum fíkniefna er í meiri áhættu fyrir alls kyns slysum. Það er einnig í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi, að vera misnotað af fullorðnu fólki með annarlegar hvatir og að vera nýtt til afbrota. Afleiðingar neyslulífernis eru iðulegar háalvarlegar og geta valdið ævilöngum skaða. Eftirfylgni eftir meðferð getur skipt sköpum. Halda þarf fast í hendi barns sem hefur verið í neyslu allt til 18 ára aldurs. Eftir að barnið hefur síðan náð lögræðisaldri er mikilvægt að huga vel að öðrum úrræðum. Sérstaklega fyrir þann viðkvæma hóp sem hefur dvalið í meðferðarúrræðum þannig að samfella verði í þjónustunni. Að lokum er vert að benda á að í mörg ár hafa barnaverndaryfirvöld barist fyrir því að fá heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp barna á meðan dvalið er í úrræðum á vegum ríkisins. Heilbrigðisþjónustu hefur verið ábótavant fyrir þennan viðkvæma hóp. Gera þarf allt sem hægt er til að efla félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að hlúa að börnum sem glíma við fíkn með mannsæmandi hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins, formaður velferðarnefndar og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar barna sem glíma við fíknivanda spyrja margir hvort þeir geti látið vista barn sitt í meðferð gegn vilja þess. Svarið er já. Það er hægt að svipta börn frelsi ef þau eru talin í neyð og hættuleg sjálfum sé eða öðrum. Í barnaverndarlögum eru heimildir til að úrskurða börn í vistun án þeirra samþykkis, til dæmis í 14 daga í neyðarvistun á Stuðlum og í úrræði Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) með úrskurði á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Að öðru leyti er það ákvörðun foreldra og forráðamanna hvort barn er vistað til langs tíma í lokuðu sólarhringsúrræði, hvort sem barnið samþykkir það eða ekki. Eftir að barn hefur náð 15 ára aldri verður það sjálft aðili að sínum málum. Það þýðir að barnavernd þarf að úrskurða gegn barninu sjálfu ef það samþykkir ekki að þiggja meðferð. Hægt er að úrskurða 15-18 ára barn í meðferð bæði gegn vilja barns foreldra. Flest börn í meðferð dvelja þó á meðferðarstofnun á grundvelli samþykkis. Í forgangi hjá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin hefur sett málefni barna sem leiðst hafa út í fíkn og barna sem glíma við fjölþættan vanda, þar á meðal fíkn, í forgang. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að byggja upp úrræði, endurbæta Stuðla eftir hræðilegan bruna sem tók líf ungs drengs og setja á laggirnar nýtt úrræði. Úrræðin þurfa að vera fjölbreytt til að mæta ólíkum þörfum barna. Börnin eru þess utan á mismunandi stað í neysluferli sínu. Sum hafa nýlega hafið neyslu en önnur kunna að vera við dauðans dyr vegna neyslu sinnar. Reynslan sýnir að nauðsynlegt er að í boði sé viðeigandi langtíma meðferð í lokuðu úrræði fyrir börn sem eru langt leidd vegna áfengis- og annarrar vímuefnaneyslu. Slík meðferð er líklegri til árangurs en styttri inngrip. Að lokinni meðferð þarf síðan að bjóða upp á eftirfylgni. Það er lykilatriði að vinna með foreldrum í meðferð barna þeirra. Börnin þurfa stuðning foreldra sinna og foreldrar þurfa fræðslu og stuðning fagfólks. Hvaða úrræði eru í boði? Meðferðarúrræði á vegum ríkisins eru nokkur og af ólíkum toga. MST er fjölkerfameðferð sem veitt er á heimili barns. Þá er boðið upp á allt að 12 vikna grunnmeðferð í Blönduhlíð sem er til húsa á Vogi. Í boði er framhaldsmeðferð fyrir stúlkur og stálp á Bjargey á Laugalandi. Sams konar meðferð fyrir drengi hefst í Gunnarsholti í janúar. Úrræði fyrir drengi var áður á Lækjarbakka. Í millitíðinni hefur framhaldsmeðferð farið fram á meðferðardeild Stuðla. Í Blönduhlíð á Farsældartúni í Mosfellsbæ er rekið stuðningsheimilis ætlað börnum sem hafa lokið framhalds meðferð en þurfa frekari meðferð og stuðning. Töluvert hefur verið rætt um biðlista eftir úrræðum. En eins og staðan er núna eru laus pláss í MST úrræðið. Þá er eitt laust pláss laust í greiningu og meðferð á Blönduhlíð á Vogi og eitt laust pláss á stuðningsheimilinu á Farsældartúni. Bjargey er fullskipuð en enginn biðlisti. Því ber að fagna að í næsta mánuði verður meðferðarheimilið í Gunnarsholti opnað þar sem hægt verður að sinna sex börnum. Stuðlar verða áfram bráðamóttaka. Þar mun ekki vera starfrækt eiginleg meðferð heldur er úrræðið hugsað til að stöðva skaðlega hegðun og skapa tækifæri til að takast á við vandann með uppbyggilegum hætti. Erfiðasta reynsla foreldra Það er sennilega fátt erfiðara foreldrum og fjölskyldunni allri en að horfa upp á barn eða ungling ánetjast áfengi og eða öðrum vímuefnum. Það reynist foreldrum og forráðafólki oftast mjög erfitt að rökræða við barn þegar fíknin hefur tekið völdin. Barn í neyslu er í lífshættu ef ekki næst að grípa inn í og stöðva neysluna og líferni sem henni fylgir. Barn í neyslu þarf hjálp til að hætta neyslunni. Það er ekki einungis neyslan sjálf sem stefnir lífi barna og ungmenna í voða. Barn sem er undir áhrifum fíkniefna er í meiri áhættu fyrir alls kyns slysum. Það er einnig í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi, að vera misnotað af fullorðnu fólki með annarlegar hvatir og að vera nýtt til afbrota. Afleiðingar neyslulífernis eru iðulegar háalvarlegar og geta valdið ævilöngum skaða. Eftirfylgni eftir meðferð getur skipt sköpum. Halda þarf fast í hendi barns sem hefur verið í neyslu allt til 18 ára aldurs. Eftir að barnið hefur síðan náð lögræðisaldri er mikilvægt að huga vel að öðrum úrræðum. Sérstaklega fyrir þann viðkvæma hóp sem hefur dvalið í meðferðarúrræðum þannig að samfella verði í þjónustunni. Að lokum er vert að benda á að í mörg ár hafa barnaverndaryfirvöld barist fyrir því að fá heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp barna á meðan dvalið er í úrræðum á vegum ríkisins. Heilbrigðisþjónustu hefur verið ábótavant fyrir þennan viðkvæma hóp. Gera þarf allt sem hægt er til að efla félagslega kerfið og heilbrigðiskerfið svo hægt verði að hlúa að börnum sem glíma við fíkn með mannsæmandi hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins, formaður velferðarnefndar og sálfræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun