„Okkur sjálfum að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2025 22:28 Diogo Dalot fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld. Getty/ Ash Donelon Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar. „Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
„Vonsvikinn. Þegar við erum 1-0 yfir og 30 mínútur eftir, þá finnst mér að við verðum að stjórna leiknum miklu betur. Sérstaklega á Old Trafford. Við megum ekki verða jafn óöruggir og við urðum eftir markið. Við vorum kannski aðeins kærulausari með boltann,“ sagði Diogo Dalot, markaskorari Manchester United, í samtali við Sky Sport. Við vorum með leikinn í höndunum „Auðvitað vonsvikinn með jafnteflið. Við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Dalot. „Þetta er lausnin sem við þurfum að finna. Það getur verið margt. Þetta ætti ekki að vera svona því maður er að berjast í sextíu mínútur til að skora mark og þegar það gerist ætti maður að halda áfram að gera það sama, stjórna enn betur, vera lengur með boltann svo við getum verið ráðandi. Sérstaklega spilið sem leiðir að hornspyrnunni sem við fengum á okkur – það er svona spil sem við þurfum að forðast, sérstaklega gegn liðum sem eru góð í skyndisóknum,“ sagði Dalot. „Og við vissum í dag að þeir myndu leita að skyndisóknum og föstum leikatriðum og því miður gátum við ekki haldið út en á endanum verðum við að líta í eigin barm. Mér finnst þetta frekar vera okkur sjálfum að kenna en West Ham að þakka,“ sagði Dalot. Myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um Um fyrsta mark sitt í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford: „Þetta er frábær tilfinning. Alltaf þegar maður fær tækifæri til að skora fyrir svona félag er það magnað. Sérstaklega fyrir framan Stretford End. En á endanum er bragðið ekki það sama, ég myndi skipta því út fyrir stigin þrjú án þess að hugsa mig um. En ég er ánægður með að hjálpa liðinu á allan hátt, hvort sem það er með marki eða einhverju öðru,“ sagði Dalot. „En svona úrslit gefa manni eitthvað til að skoða. Við getum ekki verið að vinna á heimavelli með 30 mínútur eftir og ekki stjórnað leiknum,“ sagði Dalot. „Mér finnst þessi úrslit gríðarlega mikilvæg. Við erum á þeim tíma árs þar sem maður má ekki tapa of mörgum stigum, annars verður bilið upp í toppinn enn meira. Á þessu tímabili er bilið stutt, en það kemur að því að liðin byrja að dreifast og við viljum vera þar, við viljum vera í efstu fjórum, efstu fimm. Það er markmiðið, við verðum að vera þar. Í dag fengum við stórt tækifæri, ég held að þess vegna séu vonbrigðin enn meiri,“ sagði Dalot.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira