Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 5. desember 2025 07:15 Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Víða í samfélaginu okkar má finna öfluga sjálfboðaliða. Við skulum alltaf hugsa hlýtt til þeirra og þakka fyrir þeirra óeigingjarna og ómetanlega framlag til samfélagsins. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 1985 að tileinka skyldi 5. desember ár hvert sjálfboðaliðum. Ekki aðeins til að hampa þeim og vekja athygli á mikilvægi þeirra, heldur einnig til að hvetja til aukinnar þátttöku í sjálfboðaliðastarfi. Mín reynsla sem sjálfboðaliði hefur fyrst og fremst verið á vettvangi ungmennafélagshreyfingarinnar, þar sem sjálfboðaliðar gegna algjöru lykilhlutverki. Þeir sitja í stjórnum félaga, standa sjoppuvaktina, þeir sinna dómgæslu, þeir eru á ritaraborðinu, þeir eru í gæslu og svo lengi mætti áfram telja. Ef ekki væri fyrir þá væri t.d. mótahald nær ógerlegt. Margar af mínum bestu stundum innan ungmennafélagshreyfingarinnar hafa einmitt verið við framkvæmd móta. Hvergi skín hinn eini sanni og frábæri ungmennafélagsandi eins skært og þegar sjálfboðaliðar koma saman. Sjálfboðaliðar í mínum huga standa fyrir samstöðu, kraft og vilja til að láta hlutina ganga eins og best verður á kosið. Hér eru nokkrar tillögur frá mér til þín: Næst þegar þú ferð á íþróttaviðburð, staldraðu við og hugsaðu hvernig viðburðurinn væri án sjálfboðaliða. Næst þegar þú ferð að fylgjast með barninu þínu keppa og finnst dómarinn kannski ekki dæma rétt, hugsaðu hvernig væri þessi leikur án dómara? Dómarinn er mjög líklega að gefa vinnu sína, tíma og er að gera sitt besta. Ég hvet þig lesandi góður til að staldra við á næsta íþróttaviðburði sem þú ferð á og hrósa a.m.k. einum sjálfboðaliða og þakka fyrir framlagið. Staðreyndin er sú að sjálfboðaliðar skipta samfélagið okkar ótrúlega miklu máli, við þurfum að hvetja þá áfram til dáða og tryggja að starfsumhverfi þeirra sem gefa af sér í sjálfboðaliðastarfi sé sem best. Það gerum við meðal annars með þakklæti, hvatningu og hlýju. Það að vera sjálfboðaliði snýst ekki bara um að gefa vinnuframlag, félagslegi þátturinn er einnig mjög sterkur þar sem fólk vinnur saman sem ein heild að settu marki. Ég hvet þig lesandi góður til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi og gefa þar með af þér til samfélagsins, því þeir sem sinna sjálfboðaliðastarfi eru skv. niðurstöðum rannsókna hamingjusamari einstaklingar heldur en þeir sem ekki sinna því. Sjálfboðaliðinn er því það dýrmætasta og mikilvægasta sem við eigum í okkar samfélagi og þeir eru aldrei of margir! Sjálfboðaliðar! Ykkar ómetanlega og óeigingjarna framlag til samfélagsins verður aldrei metið til fulls. Til hamingju með daginn, takk fyrir ykkur! Höfundur situr í varastjórn Ungmennafélags Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun