Erlent

Vellinum í Edin­borg lokað um stund og seinkanir mögu­legar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gripið var til lokunar vegna tæknilegrar bilunar.
Gripið var til lokunar vegna tæknilegrar bilunar. Getty/Jane Barlow

Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins.

Flugvél Icelandair sem lagði af stað frá Keflavík í morgun, lenti í Edinborg um klukkan 10.50. Henni verður flogið aftur til Keflavíkur á eftir en eins og fyrr segir kunna einhverjar tafir að verða vegna lokunarinnar.

Forsvarsmenn flugvallarins sögðu í morgun að bilunin myndi mögulega hafa áhrif á um 27 brottfarir og ellefu komur. Flugi Delta Airlines frá New York var snúið til Dublin. Fregnir hafa borist af því að að minnsta kosti ein vél hafi beðið í um tvo tíma á vellinum áður en hún fékk að fara í loftið.

Einhverjum flugferðum var aflýst og þá er búist við einhverjum töfum fram eftir degi, samkvæmt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×