Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. desember 2025 09:02 Íslenska landsliðið fagnaði vel og innilega þegar það fékk smá frí í gær. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Stelpurnar okkar á HM í handbolta voru orðnar þreyttar á leikja- og æfinga rútínunni endalausu og brutu daginn vel upp í gær. Góð pizza peppaði þær fyrir Færeyjaleikinn. Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Eftir að hafa spilað annan hvern dag undanfarnar tvær vikur og varla haft tíma í neitt annað en æfingar og leiki, með lokaprófalestur í ofanálag, sögðu þær einfaldlega hingað og ekki lengra, báðu um að fresta viðtölum þangað til seinnipartinn og skelltu sér í mollið. „Það er alltaf bara næsti dagur, næsta æfing, fundur og vinna eða læra, þannig að það var fínt af fá sér smá ferskt loft“ sagði markmaðurinn Hafdís Renötudóttir. „Þetta var bara frábært, maður fær líka að kynnast aðeins nánar, hlæja og hafa gaman. Hugsa um eitthvað annað en handbolta, þetta getur orðið ansi mikil handboltahugsun. Þá er ótrúlega mikilvægt að hugsa um eitthvað annað og komast í annað umhverfi og svona“ sagði hornakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir. Þær voru líka orðnar ansi þreyttar á matnum sem er á boðstólnum á HM, það er annað hvort bragðlaust hakk og spagettí eða kryddlaus kjúkling, í hádegis- og kvöldmat til skiptis. „Já ég held að ég fái mér ekki hakk og spagettí í langan tíma eftir þetta bíó hér” sagði Hafdís. “Heyrðu við fengum okkur pizzu, smá carbload er alltaf gott” sagði miðvörðurinn Elín Rósa Magnúsdóttir. Þetta segja þær líka hafa verið frábæran dag og akkúrat það sem liðið þurfti fyrir lokaleikinn gegn Færeyjum á morgun. „Já ég vona það og held að við höfum bara haft gott af þessu, núna erum við komnar með fullan fókus á næsta verkefni” sagði Elín Rósa. „Heldur betur, þetta er síðasti leikurinn og síðustu tveir leikir hafa ekki farið eins vel og við vildum. Þetta er okkar síðasti séns að gera þetta almennilega og loka þessu móti á jákvæðan hátt” sagði Þórey. Ísland spilar gegn Færeyjum í Westfalen höllinni í Dortmund klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Innslagið um stelpurnar okkar úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira