Innlent

Réðst á starfs­menn lög­reglu

Agnar Már Másson skrifar
Þegar sá grunaði mætti á lögreglustöðina við Hlemm réðst hann á starfsmenn lögreglunnar, skrifar lögreglan.
Þegar sá grunaði mætti á lögreglustöðina við Hlemm réðst hann á starfsmenn lögreglunnar, skrifar lögreglan.

Einn var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í miðbænum. Lögregla segir að hann hafi neitað að segja til nafns en við komu á lögreglustöð hafi hann ráðist á starfsmenn lögreglu. Sá var vistaður vegna ástands.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en frekari málavöxtum er ekki lýst. Kyn og aldur hins grunaða eru ekki tilgreind í dagbókinni.

Talsvert af minni háttar málum í miðbænum vegna óláta og slagsmála að sögn lögreglu. Sex gistu í fangageymslu lögreglu en alls voru 83 mál bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.

Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti var einnig kölluð til vegna manns sem var ofurölvi og var að áreita aðra við strætóskýli í hverfinu. Sá var handtekinn.

Þá voru að minnsta kosti fjórir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Allir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku nema einn en hafði reynst án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×