Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 7. desember 2025 14:02 Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Þó slíkar álögur kunni að vera réttlætanlegar út frá tilteknum sjónarhornum, skapa þær skilyrði sem hamlar verðmætasköpun og dregur úr samkeppnishæfni. Hvað getum við gert? Leiðin út úr efnahagslegum áskorunum felst í vexti sem byggir á nýsköpun, aukinni framleiðni og tæknilausnum. Við getum ekki lengur treyst á gamlar leiðir eða heppni. Við verðum að byggja upp nýjar tekjuöflunarleiðir og styrkja undirstöður hagkerfisins, samhliða því að styrkja innviði samfélagsins. Nýsköpun sem grunnur velgengni Málefni nýsköpunar og þekkingargreina standa nú frammi fyrir byltingu gervigreindar og stafrænna lausna. Ísland þarf því nauðsynlega heildstæðari stefnu um áherslur í nýsköpun þvert á atvinnugreinar svo við stöndum jafnfætis fremstu nýsköpunarríkjum heims. Þetta er undirstaða samkeppnishæfni okkar, lífskjara og byggðaþróunar til framtíðar. Vistkerfi nýsköpunar Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu á Alþingi. Í því samhengi höfum við í Framsókn lagt til ýmsar hugmyndir til að styrkja innviði samfélagsins, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þannig leggur Framsókn til að þróað verði vistkerfi nýsköpunar. Slíkt vistkerfi felst í lifandi neti og samspili háskóla, fyrirtækja, fjárfesta, hins opinbera, innviða og hvata (með lögum) sem vinnur saman að því að breyta hugmyndum í verðmæti fyrir atvinnulíf, samfélag og byggðir um allt land. Slíkt net kallar á heildarhugsun og samvinnu þvert á fyrirtæki og stofnanir. Stóra málið Eins og flestir þekkja til er gervigreind að gjörbreyta öllum framleiðsluháttum, samskiptum og innviðum samfélaga. Tryggja þarf að ný tækni styðji við aukna velmegun og samfélagslegan ábata á öllum sviðum með lausnum á sviði orkuskipta, loftslagsmála, matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu og náttúruverndar, svo dæmi séu nefnd. Í því ljósi þarf Ísland einnig að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á borð við Horizon Europe og norræn gervigreindarnet. Nýsköpun um allt land Nýsköpun má ekki vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Byggja þarf upp innviði, tækni og ráðgjöf í öllum landshlutum þannig að hugmyndir, störf og verðmæti geti orðið til hvar sem er á landinu. Tvíþætt hvatastefna Nauðsynlegt er að efla frumstig hugmyndavinnu en þar kviknar nýsköpunin. Framsókn leggur því til stofnun sérstaks nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar, með 500.000–1.500.000 kr. styrkjum fyrir einstaklinga og litlar teymishugmyndir. Þessi sjóður fyllir tómarúm sem hefðbundin styrkjakerfi ná ekki að dekka, sérstaklega í dreifðum byggðum. Samhliða þessu hefur Framsókn mótað áherslur fyrir stærri fjárfestingar með hraðari afskriftum (svo dæmi sé tekið) þegar fyrirtæki fjárfesta í sjálfbærum, skilvirkum og grænum tækjum. Markmiðið er að örva fjárfestingar í tækni sem eykur framleiðni, dregur úr kostnaði og skapar samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Þannig fáum við tvíþætta nálgun: smáir hvatar fyrir hugmyndafasa og einstaklinga, en stórir hvatar fyrir fyrirtæki sem ráðast í tækni- og framleiðniaukandi fjárfestingar. Hvatar skipta öllu máli Skattalegir hvatar eru það sem kveikir og styður við fyrstu skref frumkvöðla bæði einstaklinga og innan stórra fyrirtækja. Þeir draga úr áhættu, flýta fjárfestingum og tryggja að hugmyndir þróist í raunveruleg verkefni. Án hvata hægir á ferli við sköpun nýrra hugmynda, en með réttum hvötum hleypur kraftur í nýsköpun og atvinnulíf. Breytingartillaga Í ofangreindu ljósi leggur Framsókn til að fjármagn verði aukið um 500 milljónir króna í málefnasvið 7 um nýsköpun í fjárlagafrumvarpi 2026. Þessi aukning mun styrkja uppbyggingu heildræns vistkerfis nýsköpunar, fjármagna nýjan landsbyggðarsjóð fyrir frumstigs hugmyndir, efla alþjóðlegt samstarf á sviði nýsköpunar og gervigreindar, tryggja að nýsköpunartækifæri séu til staðar um allt land og styðja við skattahvatakerfi fyrir fjárfestingar í tækni og framleiðniaukningu. Allt slíkt þarf þó að undirbúa af kostgæfni og á grunni samráðs. Ef Ísland ætlar sér að vaxa út úr efnahagslegum áskorunum er þetta eina leiðin: heildstætt vistkerfi nýsköpunar, sterkir innviðir, alþjóðleg tenging og hvatar á öllum stigum nýsköpunar. Slíkt er fjárfesting í framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Nýsköpun Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum. Hagvöxtur er að minnka og óvissa eykst á meðan álögur á atvinnulífið aukast stöðugt í formi hærri vörugjalda, veiðigjalds og annarra íþyngjandi þátta. Þó slíkar álögur kunni að vera réttlætanlegar út frá tilteknum sjónarhornum, skapa þær skilyrði sem hamlar verðmætasköpun og dregur úr samkeppnishæfni. Hvað getum við gert? Leiðin út úr efnahagslegum áskorunum felst í vexti sem byggir á nýsköpun, aukinni framleiðni og tæknilausnum. Við getum ekki lengur treyst á gamlar leiðir eða heppni. Við verðum að byggja upp nýjar tekjuöflunarleiðir og styrkja undirstöður hagkerfisins, samhliða því að styrkja innviði samfélagsins. Nýsköpun sem grunnur velgengni Málefni nýsköpunar og þekkingargreina standa nú frammi fyrir byltingu gervigreindar og stafrænna lausna. Ísland þarf því nauðsynlega heildstæðari stefnu um áherslur í nýsköpun þvert á atvinnugreinar svo við stöndum jafnfætis fremstu nýsköpunarríkjum heims. Þetta er undirstaða samkeppnishæfni okkar, lífskjara og byggðaþróunar til framtíðar. Vistkerfi nýsköpunar Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú til umræðu á Alþingi. Í því samhengi höfum við í Framsókn lagt til ýmsar hugmyndir til að styrkja innviði samfélagsins, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þannig leggur Framsókn til að þróað verði vistkerfi nýsköpunar. Slíkt vistkerfi felst í lifandi neti og samspili háskóla, fyrirtækja, fjárfesta, hins opinbera, innviða og hvata (með lögum) sem vinnur saman að því að breyta hugmyndum í verðmæti fyrir atvinnulíf, samfélag og byggðir um allt land. Slíkt net kallar á heildarhugsun og samvinnu þvert á fyrirtæki og stofnanir. Stóra málið Eins og flestir þekkja til er gervigreind að gjörbreyta öllum framleiðsluháttum, samskiptum og innviðum samfélaga. Tryggja þarf að ný tækni styðji við aukna velmegun og samfélagslegan ábata á öllum sviðum með lausnum á sviði orkuskipta, loftslagsmála, matvælaframleiðslu, heilbrigðisþjónustu og náttúruverndar, svo dæmi séu nefnd. Í því ljósi þarf Ísland einnig að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á borð við Horizon Europe og norræn gervigreindarnet. Nýsköpun um allt land Nýsköpun má ekki vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Byggja þarf upp innviði, tækni og ráðgjöf í öllum landshlutum þannig að hugmyndir, störf og verðmæti geti orðið til hvar sem er á landinu. Tvíþætt hvatastefna Nauðsynlegt er að efla frumstig hugmyndavinnu en þar kviknar nýsköpunin. Framsókn leggur því til stofnun sérstaks nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar, með 500.000–1.500.000 kr. styrkjum fyrir einstaklinga og litlar teymishugmyndir. Þessi sjóður fyllir tómarúm sem hefðbundin styrkjakerfi ná ekki að dekka, sérstaklega í dreifðum byggðum. Samhliða þessu hefur Framsókn mótað áherslur fyrir stærri fjárfestingar með hraðari afskriftum (svo dæmi sé tekið) þegar fyrirtæki fjárfesta í sjálfbærum, skilvirkum og grænum tækjum. Markmiðið er að örva fjárfestingar í tækni sem eykur framleiðni, dregur úr kostnaði og skapar samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Þannig fáum við tvíþætta nálgun: smáir hvatar fyrir hugmyndafasa og einstaklinga, en stórir hvatar fyrir fyrirtæki sem ráðast í tækni- og framleiðniaukandi fjárfestingar. Hvatar skipta öllu máli Skattalegir hvatar eru það sem kveikir og styður við fyrstu skref frumkvöðla bæði einstaklinga og innan stórra fyrirtækja. Þeir draga úr áhættu, flýta fjárfestingum og tryggja að hugmyndir þróist í raunveruleg verkefni. Án hvata hægir á ferli við sköpun nýrra hugmynda, en með réttum hvötum hleypur kraftur í nýsköpun og atvinnulíf. Breytingartillaga Í ofangreindu ljósi leggur Framsókn til að fjármagn verði aukið um 500 milljónir króna í málefnasvið 7 um nýsköpun í fjárlagafrumvarpi 2026. Þessi aukning mun styrkja uppbyggingu heildræns vistkerfis nýsköpunar, fjármagna nýjan landsbyggðarsjóð fyrir frumstigs hugmyndir, efla alþjóðlegt samstarf á sviði nýsköpunar og gervigreindar, tryggja að nýsköpunartækifæri séu til staðar um allt land og styðja við skattahvatakerfi fyrir fjárfestingar í tækni og framleiðniaukningu. Allt slíkt þarf þó að undirbúa af kostgæfni og á grunni samráðs. Ef Ísland ætlar sér að vaxa út úr efnahagslegum áskorunum er þetta eina leiðin: heildstætt vistkerfi nýsköpunar, sterkir innviðir, alþjóðleg tenging og hvatar á öllum stigum nýsköpunar. Slíkt er fjárfesting í framtíð Íslands. Höfundur er alþingismaður Framsóknar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun