Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 14:25 Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, er ekki vinsæll hjá mörgum leikmönnum liðsins og sumir stjórnarmenn telja að hann sé búinn að missa klefann. Getty/Alvaro Medranda Spænska blaðið El Mundo slær því upp að yfirstjórn spænska stórliðsins Real Madrid hafi haldið neyðarfund í nótt. Samkvæmt blaðinu hefur yfirstjórn Real setið í nokkrar klukkustundir á Bernabéu og rætt framtíð þjálfarans Xabi Alonso. Blaðamaður El Mundo hefur heimildir fyrir því að Real Madrid sé þegar farið að kanna þjálfaramarkaðinn. Í dag lítur út fyrir að Meistaradeildarleikur Real Madrid á móti Manchester City í vikunni verði síðasta tækifæri Xabi Alonso til að tryggja sér starfið áfram. 2-0 tap og hræðileg frammistaða fyrsta klukkutímann á móti Celta kom Xabi Alonso í afar erfiða stöðu. Liðið hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu fimm umferðum deildarinnar og á þeim tíma hefur liðið farið frá því að vera með fimm stiga forskot á Barcelona í að vera fjórum stigum á eftir erkifjendum sínum. Allt breytt á rúmum mánuði. Blaðamannafundur þjálfarans hjálpaði heldur ekki til við að róa mennina í stjórnarherberginu. „Það er hægt að eiga slæman leik á heimavelli,“ sagði Baskinn við fjölmiðla og nefndi meiðsli Militão sem eina af ástæðunum fyrir slökum fyrsta klukkutíma: „Það tók okkur tíma að jafna okkur andlega eftir það.“ Þessar tvær setningar féllu ekki í kramið hjá þeim sem ráða. Niðurstaða fundarins, sem stóð fram yfir klukkan eitt um nóttina, var eftirfarandi: Leikurinn gegn Manchester City er síðasta tækifæri Alonso en samband leikmanna og þjálfarans þykir mörgum innan stjórnarinnar vera nú óbætanlegt. Real Madrid er þegar farið að kanna þjálfaramarkaðinn til að finna eftirmann hans og á lista yfir eftirsóttustu mennina eru tvö nöfn: Zinedine Zidane og Jürgen Klopp. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Samkvæmt blaðinu hefur yfirstjórn Real setið í nokkrar klukkustundir á Bernabéu og rætt framtíð þjálfarans Xabi Alonso. Blaðamaður El Mundo hefur heimildir fyrir því að Real Madrid sé þegar farið að kanna þjálfaramarkaðinn. Í dag lítur út fyrir að Meistaradeildarleikur Real Madrid á móti Manchester City í vikunni verði síðasta tækifæri Xabi Alonso til að tryggja sér starfið áfram. 2-0 tap og hræðileg frammistaða fyrsta klukkutímann á móti Celta kom Xabi Alonso í afar erfiða stöðu. Liðið hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu fimm umferðum deildarinnar og á þeim tíma hefur liðið farið frá því að vera með fimm stiga forskot á Barcelona í að vera fjórum stigum á eftir erkifjendum sínum. Allt breytt á rúmum mánuði. Blaðamannafundur þjálfarans hjálpaði heldur ekki til við að róa mennina í stjórnarherberginu. „Það er hægt að eiga slæman leik á heimavelli,“ sagði Baskinn við fjölmiðla og nefndi meiðsli Militão sem eina af ástæðunum fyrir slökum fyrsta klukkutíma: „Það tók okkur tíma að jafna okkur andlega eftir það.“ Þessar tvær setningar féllu ekki í kramið hjá þeim sem ráða. Niðurstaða fundarins, sem stóð fram yfir klukkan eitt um nóttina, var eftirfarandi: Leikurinn gegn Manchester City er síðasta tækifæri Alonso en samband leikmanna og þjálfarans þykir mörgum innan stjórnarinnar vera nú óbætanlegt. Real Madrid er þegar farið að kanna þjálfaramarkaðinn til að finna eftirmann hans og á lista yfir eftirsóttustu mennina eru tvö nöfn: Zinedine Zidane og Jürgen Klopp.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Fleiri fréttir Mourinho lét Cristiano Ronaldo gráta í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira