Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 8. desember 2025 15:02 Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim. Tjónið er grafalvarlegt Hagnaður bílaleiga á árinu 2024 var um 1,8 milljarðar króna, sem er svipuð afkoma og meðaltal síðastliðinna 15 ára. Sá kostnaður sem mun lenda á bílaleigum aðeins vegna innheimtu kílómetragjaldsins er hins vegar áætlaður um 1,5 milljarðar króna á næsta ári. Það þýðir að bara kostnaður vegna innheimtu skattsins mun þurrka út nær allan hagnað heillar atvinnugreinar. Sú fjárhæð kílómetragjaldsins sem þegar er ljóst að bílaleigum mun ekki takast að innheimta af ferðamönnum vegna skorts á fyrirvara mun svo bætast ofan á tjónið, enda er þegar búið að selja stóran hluta af Íslandsferðum næsta árs. Efnahags- og viðskiptanefnd fékk skýrar ábendingar um þessi grafalvarlegu áhrif kílómetragjaldsins í umsögnum frá SAF og bílaleigunum sjálfum sem einnig komu fyrir nefndina við umfjöllun málsins. Hér er afkomu bílaleiga því teflt í tvísýnu og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar lögð að veði, enda hækkar kílómetragjaldið verð á útleigu bílaleigubíla beint ofan í aðrar samkeppnisáskoranir. Þetta hefur allt verið ítarlega útskýrt fyrir bæði fjármálaráðuneytinu og alþingismönnum á síðustu mánuðum. Samkvæmt hagrænu mati mun kílómetragjaldið jafnframt draga úr verðmætasköpun, lækka landsframleiðslu, minnka útflutningstekjur og fjárfestingu og auka viðskiptahalla. Þá gengur gjaldið auk þess þvert á tvö meginmarkmið ferðamálastefnu stjórnvalda og atvinnugreinarinnar þar sem það mun auka árstíðasveiflu og draga úr dreifingu ferðamanna um landið. Lausnir til að takmarka tjónið liggja fyrir Í máli eins og þessu er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi áhuga á að vinna með atvinnulífinu til að minnka tjón og neikvæð áhrif málsins án þess að markmiðum þess sé ógnað. Og slíkar lausnir hafa einmitt legið á borðinu hjá fjármálaráðuneytinu og Efnahags- og viðskiptanefnd vikum saman. Í fyrsta lagi má takmarka tjónið með því að gildistöku kílómetragjaldsins verði frestað til 1. janúar 2027 og að árið 2026 verði nýtt til að vinna með betri útfærslu fyrir stórnotendur. Í öðru lagi, ef kílómetragjaldið tekur gildi nú um áramótin, er mikilvægt að bílaleigur skili þá því hlutfalli skattsins sem þær geta raunhæft innheimt í hækkandi tröppugangi fyrstu árin. Þannig fá bílaleigur þann aðlögunartíma sem þær þurfa og beint tjón þeirra lágmarkað. Líklegt innheimtuhlutfall er um 60-65% árið 2026, um 75-80% árið 2027 og um 90% frá árinu 2028. Alþingi er í lófa lagið að leggja málið þannig upp að á næstu þremur árum verði komið til móts við raunveruleika bílaleiga með slíkri aðlögun við álagningu skattsins. Með því er heldur í engu slegið af markmiðum málsins. Það er því óskiljanlegt að Efnahags- og viðskiptanefnd skuli hafa ígrunduð og yfirgripsmikil rök þeirra sem starfa í atvinnugreininni að engu með þeim hætti sem gert var við afgreiðslu málsins til annarrar umræðu. Er ekkert að marka stefnur ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórnin vinnur nú að atvinnustefnu þar sem lykilatriðið snýst um að auka framleiðni atvinnugreina og verðmætasköpun þeirra. Ítrekað hefur komið fram hjá ráðherrum og þingmönnum að fullur skilningur ríki um nauðsyn fyrirvara í skattlagningu á ferðaþjónustu. En hvernig í ósköpunum á að vera hægt að taka orð ríkisstjórnarinnar um það trúanleg þegar gjörðir hennar gagnvart atvinnulífinu ganga ítrekað þvert á þau markmið og yfirlýsingar, líkt og hér? Hvernig á það að auka framleiðni í ferðaþjónustu að þurrka út afkomu bílaleiga á einu bretti með fyrirvaralausri skattlagningu? Hvernig á það að auka verðmætasköpun atvinnulífsins fyrir samfélagið? Hvernig sýnir það skilning stjórnvalda á eðli atvinnugreinar sem vinnur 12-18 mánuði fram í tímann að samþykkja sífellt skattabreytingar með fárra vikna fyrirvara og taka ekkert mark á þeim sem benda á tjónið sem það veldur ár eftir ár? Er einhver að hlusta? Á ferðaþjónustudeginum í október sagði forsætisráðherra ítrekað við fullan sal af rekstraraðilum í ferðaþjónustu að ríkisstjórnin heyrði það sem ferðaþjónustan væri að segja. En hvaða gagn er að því ef enginn er í raun og veru að hlusta? Þegar ekkert mark er tekið á yfirveguðum og vel rökstuddum ábendingum þeirra sem best þekkja til starfseminnar sem um ræðir og aðgerðir ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu gerir það ríkisstjórnina að ótrúverðugum samstarfsaðila fyrir atvinnulífið. SAF skora því á Alþingismenn og ráðherra ríkisstjórnarinnar að bregðast við og koma í veg fyrir stórtjón í mikilvægustu útflutningsgrein landsins með því að tryggja að komið verði til móts við vel rökstudd sjónarmið þeirra sem starfa í atvinnugreininni sem á að skattleggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Um helgina kom í ljós að þingmenn ríkisstjórnarinnar í Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis virðast kæra sig kollótta um það gríðarlega tjón sem tillaga þeirra um upptöku kílómetragjalds á ökutæki mun valda bílaleigum. Í nefndaráliti meirihlutans er nákvæmlega ekkert mark tekið á yfirveguðum og afar vel rökstuddum ábendingum Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrirtækjanna sjálfra um það tjón sem fyrirvaralaus upptaka kílómetragjaldsins um áramót mun óhjákvæmilega valda þeim. Tjónið er grafalvarlegt Hagnaður bílaleiga á árinu 2024 var um 1,8 milljarðar króna, sem er svipuð afkoma og meðaltal síðastliðinna 15 ára. Sá kostnaður sem mun lenda á bílaleigum aðeins vegna innheimtu kílómetragjaldsins er hins vegar áætlaður um 1,5 milljarðar króna á næsta ári. Það þýðir að bara kostnaður vegna innheimtu skattsins mun þurrka út nær allan hagnað heillar atvinnugreinar. Sú fjárhæð kílómetragjaldsins sem þegar er ljóst að bílaleigum mun ekki takast að innheimta af ferðamönnum vegna skorts á fyrirvara mun svo bætast ofan á tjónið, enda er þegar búið að selja stóran hluta af Íslandsferðum næsta árs. Efnahags- og viðskiptanefnd fékk skýrar ábendingar um þessi grafalvarlegu áhrif kílómetragjaldsins í umsögnum frá SAF og bílaleigunum sjálfum sem einnig komu fyrir nefndina við umfjöllun málsins. Hér er afkomu bílaleiga því teflt í tvísýnu og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar lögð að veði, enda hækkar kílómetragjaldið verð á útleigu bílaleigubíla beint ofan í aðrar samkeppnisáskoranir. Þetta hefur allt verið ítarlega útskýrt fyrir bæði fjármálaráðuneytinu og alþingismönnum á síðustu mánuðum. Samkvæmt hagrænu mati mun kílómetragjaldið jafnframt draga úr verðmætasköpun, lækka landsframleiðslu, minnka útflutningstekjur og fjárfestingu og auka viðskiptahalla. Þá gengur gjaldið auk þess þvert á tvö meginmarkmið ferðamálastefnu stjórnvalda og atvinnugreinarinnar þar sem það mun auka árstíðasveiflu og draga úr dreifingu ferðamanna um landið. Lausnir til að takmarka tjónið liggja fyrir Í máli eins og þessu er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi áhuga á að vinna með atvinnulífinu til að minnka tjón og neikvæð áhrif málsins án þess að markmiðum þess sé ógnað. Og slíkar lausnir hafa einmitt legið á borðinu hjá fjármálaráðuneytinu og Efnahags- og viðskiptanefnd vikum saman. Í fyrsta lagi má takmarka tjónið með því að gildistöku kílómetragjaldsins verði frestað til 1. janúar 2027 og að árið 2026 verði nýtt til að vinna með betri útfærslu fyrir stórnotendur. Í öðru lagi, ef kílómetragjaldið tekur gildi nú um áramótin, er mikilvægt að bílaleigur skili þá því hlutfalli skattsins sem þær geta raunhæft innheimt í hækkandi tröppugangi fyrstu árin. Þannig fá bílaleigur þann aðlögunartíma sem þær þurfa og beint tjón þeirra lágmarkað. Líklegt innheimtuhlutfall er um 60-65% árið 2026, um 75-80% árið 2027 og um 90% frá árinu 2028. Alþingi er í lófa lagið að leggja málið þannig upp að á næstu þremur árum verði komið til móts við raunveruleika bílaleiga með slíkri aðlögun við álagningu skattsins. Með því er heldur í engu slegið af markmiðum málsins. Það er því óskiljanlegt að Efnahags- og viðskiptanefnd skuli hafa ígrunduð og yfirgripsmikil rök þeirra sem starfa í atvinnugreininni að engu með þeim hætti sem gert var við afgreiðslu málsins til annarrar umræðu. Er ekkert að marka stefnur ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórnin vinnur nú að atvinnustefnu þar sem lykilatriðið snýst um að auka framleiðni atvinnugreina og verðmætasköpun þeirra. Ítrekað hefur komið fram hjá ráðherrum og þingmönnum að fullur skilningur ríki um nauðsyn fyrirvara í skattlagningu á ferðaþjónustu. En hvernig í ósköpunum á að vera hægt að taka orð ríkisstjórnarinnar um það trúanleg þegar gjörðir hennar gagnvart atvinnulífinu ganga ítrekað þvert á þau markmið og yfirlýsingar, líkt og hér? Hvernig á það að auka framleiðni í ferðaþjónustu að þurrka út afkomu bílaleiga á einu bretti með fyrirvaralausri skattlagningu? Hvernig á það að auka verðmætasköpun atvinnulífsins fyrir samfélagið? Hvernig sýnir það skilning stjórnvalda á eðli atvinnugreinar sem vinnur 12-18 mánuði fram í tímann að samþykkja sífellt skattabreytingar með fárra vikna fyrirvara og taka ekkert mark á þeim sem benda á tjónið sem það veldur ár eftir ár? Er einhver að hlusta? Á ferðaþjónustudeginum í október sagði forsætisráðherra ítrekað við fullan sal af rekstraraðilum í ferðaþjónustu að ríkisstjórnin heyrði það sem ferðaþjónustan væri að segja. En hvaða gagn er að því ef enginn er í raun og veru að hlusta? Þegar ekkert mark er tekið á yfirveguðum og vel rökstuddum ábendingum þeirra sem best þekkja til starfseminnar sem um ræðir og aðgerðir ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu gerir það ríkisstjórnina að ótrúverðugum samstarfsaðila fyrir atvinnulífið. SAF skora því á Alþingismenn og ráðherra ríkisstjórnarinnar að bregðast við og koma í veg fyrir stórtjón í mikilvægustu útflutningsgrein landsins með því að tryggja að komið verði til móts við vel rökstudd sjónarmið þeirra sem starfa í atvinnugreininni sem á að skattleggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun