Innlent

Um­mæli Þórunnar dapur­leg

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðrún segir nú traust til forseta þingsins brostið.
Guðrún segir nú traust til forseta þingsins brostið. Vísir/Vilhelm

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti.

„Óendanlega sorgleg ummæli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi um ummæli Þórunnar á föstudag en þá heyrðu nærstaddir hana segja eftir að hún tók hlé á þingfundi: „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk.“

Þórunn baðst afsökunar á laugardag og sagðist mannleg, eins og annað fólk.

„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifaði hún í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal.

„Mér finnst þau afskaplega dapurleg og mér finnst alveg ólýsanlega sorglegt að hafa orðið vitni að því hvaða skoðun hún hefur á okkur þingmönnum stjórnarandstöðu,“ segir Guðrún um þessi orð.

Þyrfti hún eiginlega að segja af sér sem forseti?

„Ég ætla nú ekki að vera dómari í þeirri sök en þetta er það sem við höfum verið að tala um, við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þetta er auðvitað ekki til þess að byggja traust á milli og það er hlutverk forseta að byggja traust og trú milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Og það er algjörlega brostið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×