Innlent

Húsbrot og líkams­á­rás

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í nótt.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í nótt. Vísir/vilhelm

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Vaktin virðist hafa verið með rólegra móti; 35 mál voru skráð í kerfi lögreglu og þrír gistu fangageymslur í morgunsárið.

Ein tilkynning barst um þjófnað í verslun og þá var tilkynnt um árekstur þar sem ökumaður virðist hafa stungið af. Vitað er hver var að verki og málið í rannsókn.

Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Hafnarfirði en engin meiðsl urðu á fólki. Þá voru tveir stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum og einn sem ók á 122 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×