Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 07:42 Atvikið átti sér stað í miðborg Stokkhólms um miðjan síðasta mánuð. EPA Rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að rekja má rútuslys sem varð í Stokkhólmi í nóvember til veikinda bílstjórans. Þrír létust þegar rútu var ekið á biðskýli í höfuðborginni en bílstjórinn var á sínum tíma handtekinn vegna málsins. Það var síðdegis þann 14. nóvember sem rútunni var ekið á biðskýli miðsvæðis í Stokkhólmi með þeim afleiðingum að þrjár konur sem þar voru létust. Síðasta farþeganum hafði verið hleypt út og vagninn ekki lengur á leið þegar slysið varð. Bílstjórinn er grunaður um að hafa valdið öðrum bana og líkamstjóni en rannsókn hefur ekki leitt í ljós að það hafi verið af ásettu ráði. Nú hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð upplýst að slysið megi rekja til veikinda bílstjórans. Myndavélar eru í vagninum en á myndefni má sjá að bílstjórinn veikist skyndilega og er meðvitundarlaus þegar rútan lendir á biðskýlinu að því er sænska ríkisútvarpið SVT hefur eftir Jonasi Bäckström hjá rannsóknarnefndinni. Í ljósi þessa verði rannsókn málsins ekki framhaldið af hálfu nefndarinnar, en ekki liggur fyrir enn hvort saksóknari haldi áfram sinni rannsókn. Haft er eftir Bäckström að bílstjórar undirgangist reglubundið heilbrigðiseftirlit. Í þessu tilfelli hafi veikindin komið upp mjög óvænt jafnvel þótt bílstjórinn hafi undirgengist nauðsynlega skoðun. Eftirgrennslan SVT leiddi í ljós að bílstjórinn hafi skilað inn nauðsynlegum gögnum fyrir heilbrigðisvottorð vegna aukinna ökuréttinda árið 2021 án athugasemda. Á næsta ári þurfi hann næst að endurnýja ökuréttindi sín. Svíþjóð Samgönguslys Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Það var síðdegis þann 14. nóvember sem rútunni var ekið á biðskýli miðsvæðis í Stokkhólmi með þeim afleiðingum að þrjár konur sem þar voru létust. Síðasta farþeganum hafði verið hleypt út og vagninn ekki lengur á leið þegar slysið varð. Bílstjórinn er grunaður um að hafa valdið öðrum bana og líkamstjóni en rannsókn hefur ekki leitt í ljós að það hafi verið af ásettu ráði. Nú hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð upplýst að slysið megi rekja til veikinda bílstjórans. Myndavélar eru í vagninum en á myndefni má sjá að bílstjórinn veikist skyndilega og er meðvitundarlaus þegar rútan lendir á biðskýlinu að því er sænska ríkisútvarpið SVT hefur eftir Jonasi Bäckström hjá rannsóknarnefndinni. Í ljósi þessa verði rannsókn málsins ekki framhaldið af hálfu nefndarinnar, en ekki liggur fyrir enn hvort saksóknari haldi áfram sinni rannsókn. Haft er eftir Bäckström að bílstjórar undirgangist reglubundið heilbrigðiseftirlit. Í þessu tilfelli hafi veikindin komið upp mjög óvænt jafnvel þótt bílstjórinn hafi undirgengist nauðsynlega skoðun. Eftirgrennslan SVT leiddi í ljós að bílstjórinn hafi skilað inn nauðsynlegum gögnum fyrir heilbrigðisvottorð vegna aukinna ökuréttinda árið 2021 án athugasemda. Á næsta ári þurfi hann næst að endurnýja ökuréttindi sín.
Svíþjóð Samgönguslys Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira