Innlent

Tekur við rekstri Horn­brekku á Ólafs­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Hjúkrunarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði í sveitarfélaginu Fjallabyggð.
Hjúkrunarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfaruppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins.

Í tilkynningu frá HSN segir að á ætlað sé að stofnunin muni við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.

Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar HSN og Sunna Eir Haraldsdóttir staðgengill forstöðumanns á Hornbrekku. Neðri röð f.v: Birkir Örn Stefánsson forstöðumaður rekstrar og innkaupa HSN, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðar og Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN.

„Á Hornbrekku eru 22 dvalar- og hjúkrunarrými. Þar eru um 28 stöðugildi en fastir starfsmenn eru 38 auk þess sem 16 starfsmenn sinna afleysingum í ýmsum störfum tengdum rekstri stofnunarinnar. Starfsfólki verður boðin áframhaldandi vinna hjá HSN,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Jóni Helga Björnssyni, forstjóra HSN, að með yfirfærslu rekstarins til HSN verði starfsemi hjúkrunarheimilisins tryggð og frekari þróun á starfseminni í tengslum við heilbrigðisþjónustu á svæðinu. „Búast má við faglegri samlegð með yfirfærslu hjúkrunarheimilisins yfir til HSN, en starfsfólk Hornbrekku mun fá aðgang að upplýsinga- og gæðakerfum HSN ásamt tækifærum til öflugrar fag- og endurmenntunar. Við hlökkum til að bjóða nýtt starfsfólk velkomið í starfsmannahóp HSN,“ segir Jón Helgi. 

Í tilkynningunni segi rað Hornbrekka muni stjórnunarlega falla undir einingu innan HSN sem hafi borið ábyrgð á sjúkrahúsinu á Siglufirði og heilsugæslunni á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. „HSN rekur rúmlega 200 hjúkrunar- og sjúkrarými á Norðurlandi þ.m.t. á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði og Húsavík. Fellur starfsemi Hornbrekku því vel að starfsemi stofnunarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×