Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar 10. desember 2025 09:32 Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun