Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2025 14:08 Ingibjörg Isaksen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kalla bæði eftir sérstakri umræðu um málið á Alþingi, þau eru þó ekki einhuga um hvaða ráðherra ætti að vera til svara. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir sérstakri umræðu um málefni framhaldsskóla og skólameistara á Alþingi í dag. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins óskaði formlega eftir því að menntamálaráðherra gæfi skýrslu um málið fyrr í vikunni en í millitíðinni er ráðherrann farinn í veikindaleyfi. Beiðni um að staðgengill ráðherrans tæki það að sér að taka þátt í slíkri umræðu á þingi er til skoðunar hjá forseta þingsins en þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka kalla eftir því að forsætisráðherra verði til svara um málið. Heitar umræður hafa skapast á Alþingi undanfarna daga í kjölfar frétta af því að ákvörðun hafi verið tekin um að auglýsa starf skólameistara Borgarholtsskóla en ekki framlengja skipun sitjandi skólameistara. Í framhaldinu sagði Guðmundur Ingi Kristinsson að til stæði að auglýsa allar stöður skólameistara sem losna á næstunni vegna fyrirhugaðra breytinga sem hann hefur boðað á stjórnsýslu framhaldsskólakerfisins. „Þessi mál varðandi framhaldsskóla landsins hafa heldur betur undið upp á sig á undanförnum dögum og skólameistarar jafnvel farnir að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fundarstjórn forseta á Alþingi fyrr í dag. Því hafi Framsókn óskað eftir því á mánudaginn að barna- og menntamálaráðherra kæmi fyrir þingið og gæfi munnlega skýrslu varðandi stöðu framhaldsskólastigsins og áform ráðherrans um stofnun nýs stjórnsýslustigs. Vilja umræðu þrátt fyrir fjarveru ráðherra málaflokksins „Ég vil beina því til hæstvirts forseta að hún beiti sér fyrir því að staðgengill hans komi fyrir þingið og veiti okkur upplýsingar svo við getum einmitt tekið umræðu um þetta mál á upplýstan hátt því hér virðist framkvæmdarvaldið vera komið svolítið fram úr sér, í rauninni byrjað að framkvæma eitthvað sem það hugsanlega ætlar að gera en löggjafinn hefur ekki gefið samþykki fyrir,“ sagði Ingibjörg, en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra á meðan Guðmundur Ingi er í veikindaleyfi. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins óskað eftir að málið yrði rætt á vettvangi þingsins. „Ég velti fyrir mér, frú forseti, hvort ekki sé einfaldlega komið tilefni til að ræða þessi skólameistaramál sérstaklega hér í sérstakri umræðu í þinginu fyrir áramót, því að þetta er enn að vinda upp á sig og allir skólameistarar málsins virðast vera núna í óvissu með starf sitt vegna vandræðagangs ríkisstjórnarinnar í þessu máli,“ sagði Sigmundur meðal annars. Samflokkskona hans Sigríður Á. Andersen tók undir en kallaði eftir því að forsætisráðherra tæki þátt í slíkri umræðu, frekar en staðgengill menntamálaráðherra, þar sem fram hafi komið að forsætisráðherra hafi verið upplýst um ákvörðun í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Við því brást Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, með því að benda á að forsætisráðherra hafi ekki verið með í ráðum um þá ákvarðanatöku, þótt annað hafi verið gefið í skin af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Þingforseti vinnur úr beiðni Framsóknar Nokkrir þingmenn til viðbótar kvöddu sér hljóðs um málið, meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigmundur Davíð sem báðir telja skorta skýringar og betri svör um það hvað forsætisráðherra hafi vitað um málið og hvenær. Undir lok umræðunnar sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, að beiðni Framsóknarflokksins yrði skoðuð. „Forseti ítrekar það sem áður kom fram. Óskin frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins kom fram í upphafi vikunnar og úr henni verður unnið af hálfu forseta,” sagði Þórunn. Hún tók í máli sínu ekki afstöðu til orða þingmannanna sem töldu forsætisráðherra þurfa að sæta svörum vegna málsins. Alþingi Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
Heitar umræður hafa skapast á Alþingi undanfarna daga í kjölfar frétta af því að ákvörðun hafi verið tekin um að auglýsa starf skólameistara Borgarholtsskóla en ekki framlengja skipun sitjandi skólameistara. Í framhaldinu sagði Guðmundur Ingi Kristinsson að til stæði að auglýsa allar stöður skólameistara sem losna á næstunni vegna fyrirhugaðra breytinga sem hann hefur boðað á stjórnsýslu framhaldsskólakerfisins. „Þessi mál varðandi framhaldsskóla landsins hafa heldur betur undið upp á sig á undanförnum dögum og skólameistarar jafnvel farnir að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fundarstjórn forseta á Alþingi fyrr í dag. Því hafi Framsókn óskað eftir því á mánudaginn að barna- og menntamálaráðherra kæmi fyrir þingið og gæfi munnlega skýrslu varðandi stöðu framhaldsskólastigsins og áform ráðherrans um stofnun nýs stjórnsýslustigs. Vilja umræðu þrátt fyrir fjarveru ráðherra málaflokksins „Ég vil beina því til hæstvirts forseta að hún beiti sér fyrir því að staðgengill hans komi fyrir þingið og veiti okkur upplýsingar svo við getum einmitt tekið umræðu um þetta mál á upplýstan hátt því hér virðist framkvæmdarvaldið vera komið svolítið fram úr sér, í rauninni byrjað að framkvæma eitthvað sem það hugsanlega ætlar að gera en löggjafinn hefur ekki gefið samþykki fyrir,“ sagði Ingibjörg, en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra á meðan Guðmundur Ingi er í veikindaleyfi. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins óskað eftir að málið yrði rætt á vettvangi þingsins. „Ég velti fyrir mér, frú forseti, hvort ekki sé einfaldlega komið tilefni til að ræða þessi skólameistaramál sérstaklega hér í sérstakri umræðu í þinginu fyrir áramót, því að þetta er enn að vinda upp á sig og allir skólameistarar málsins virðast vera núna í óvissu með starf sitt vegna vandræðagangs ríkisstjórnarinnar í þessu máli,“ sagði Sigmundur meðal annars. Samflokkskona hans Sigríður Á. Andersen tók undir en kallaði eftir því að forsætisráðherra tæki þátt í slíkri umræðu, frekar en staðgengill menntamálaráðherra, þar sem fram hafi komið að forsætisráðherra hafi verið upplýst um ákvörðun í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Við því brást Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, með því að benda á að forsætisráðherra hafi ekki verið með í ráðum um þá ákvarðanatöku, þótt annað hafi verið gefið í skin af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Þingforseti vinnur úr beiðni Framsóknar Nokkrir þingmenn til viðbótar kvöddu sér hljóðs um málið, meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigmundur Davíð sem báðir telja skorta skýringar og betri svör um það hvað forsætisráðherra hafi vitað um málið og hvenær. Undir lok umræðunnar sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, að beiðni Framsóknarflokksins yrði skoðuð. „Forseti ítrekar það sem áður kom fram. Óskin frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins kom fram í upphafi vikunnar og úr henni verður unnið af hálfu forseta,” sagði Þórunn. Hún tók í máli sínu ekki afstöðu til orða þingmannanna sem töldu forsætisráðherra þurfa að sæta svörum vegna málsins.
Alþingi Framhaldsskólar Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent