Innlent

Út­varp Sól­heimar er vin­sæl út­varps­stöð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Útvarpsstöðin er mjög vinsæl enda mikill  áhugi hjá heimilisfólkinu á Sólheimum að vera í útsendingum stöðvarinnar.
Útvarpsstöðin er mjög vinsæl enda mikill áhugi hjá heimilisfólkinu á Sólheimum að vera í útsendingum stöðvarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð, sem íbúar á Sólheimum í Grímsnesi sjá um að halda úti og taka á móti óskalögum frá hlustendum enda stoppar ekki óskalagasíminn.

Það er margt í boði fyrir íbúa á Sólheimum, allskonar afþreying, vinna, skemmtun og fleira og fleira. Og staðurinn er meira að segja með sína eigin útvarpsstöð, „Útvarp Sólheimar“, sem Pétur Thomsen, starfsmaður stýrir af sinni alkunnu snilld og heimilismenn eru við hljóðnemana og tala og jafnvel syngja stundum líka í beinni útsendingu.

„Þetta er hérna óskalaga útvarp aðallega, já þetta er bara útvarpið okkar. Það næst á netinu á solheimar.is, þar er hægt að finna hlekk á okkur. Við sendum út um allan alheiminn í gegnum Internetið. Útsendingar eru á föstudögum eftir hádegi“, segir Pétur.

Og það er frá 13:00 til 16:00, allt í beinni og óskalagasíminn stoppar ekki.

„Og endilega að hringja inn, við tökum við lögum ykkar og þetta verður mjög gaman,“ segir Gunnar Einarsson, heimilismaður og starfsmaður útvarpsstöðvarinnar

„Þetta er mjög gaman, við skemmtum okkur mjög vel,“ bætir Pétur við.

Pétur Thomsen stýrir útvarpsstöðinni og segir starfið mjög skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og hér eru skilaboð frá Reyni Pétri í beinni á útvarpsstöðinni til hlustenda.

„Og ég er alltaf að biðja fyrir ósk og frið í heiminum og allt þetta óheillindi og hamfarir og sjúkdómar hyrfi. Og ég bið guð að hjálpa og það er svona óskin, sem við höfum og svo er friðurinn.“

Heimasíða Sólheima




Fleiri fréttir

Sjá meira


×