Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. desember 2025 11:46 Jóhann Kristófer hefur engar áhyggjur af því að hann muni ekki selja upp hraðar en HúbbaBúbba. Rapparinn Jóhann Kristófer betur þekktur sem Joey Christ segir það algjörlega af og frá að erjur hans við tónlistar- og fótboltamanninn Eyþór Wöhler og „hinn gaurinn“ séu sviðsettar. Hann á von á því að þurfa ekki að hætta í tónlist vegna málsins en HúbbaBúbba virðist hafa samþykkt áskorun hans. Rapparinn ræddi málið frá A til Ö í Brennslunni á FM957 í morgun en erjurnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Vísir greindi frá erjunum í gær og ræddi við bæði Jóhann Kristófer og Eyþór Wöhler, sem er forsprakki hljómsveitarinnar HúbbaBúbba. Jóhann sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif. Eyþór sagði Jóhann vera með sveitina á heilanum því honum gengi ekki eins vel og þeim. Droppaði Eyþór meðal annars lagi um Jóhann, „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ og Jóhann svaraði fyrir sig á Instagram og birti áskorun til sveitarinnar. Sá sem myndi selja síðar upp á tónleika sína, 19. desember í Austurbæ hjá HúbbaBúbba, 20. desember hjá Joey Christ, myndi einfaldlega hætta í tónlist. Tónleikastaðurinn og tímasetningin hefur vakið grunsemdir netverja líkt og komið er inn á í Brennslunni. Tónleikarnir vekja upp spurningar „Það sem ég hef núna heyrt og hef verið að flakka á samfélagsmiðlum, einhverjir tala um að þetta sé planað beef og einhverskonar stunt,“ segir Rikki G í Brennslunni en þeir Egill Ploder heyrðu í rapparanum um málið. Í þættinum segir hann erjurnar eiga rætur að rekja til byrjun ársins þegar hann hafi gefið út yfirlýsingu um að það yrði að taka til í senunni. „Svo er þetta búið að vera back and forth jabs. Svo er búið að grafa upp einhver tíst þar sem ég sagðist ætla að kjósa þann flokk sem ætlar að banna fótboltagaurum að gera tónlist. Þessir gaurar náttúrulega eru stórir á vellinum en svo þegar það er hnippt í þá utan hans eru þeir ekki alveg eins stórir.“ @eythorwohler @joey christ ♬ original sound - eythorwohler Rapparinn segir erjurnar því hafa verið að souvide-ast lengi. Honum finnist gaman að heyra af illindum, enda sjaldgæf. Hvað segirðu við fólkið sem heldur að þetta sé planað? „Ég segi að það megi bara halda það ef það vill. Allt sem ég er búinn að vera að segja er eitthvað sem ég bara staðfast trúi. Ég veit ekki hvernig eitthvað getur verið fake við það.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) „Hinn gaurinn“ sagðist vera til Þá spyr Rikki Jóhann að því hvort að honum hafi borist svar frá HúbbaBúbba um áskorunina? „Hinn gaurinn.....“ Kristall? „Já hann. Hann sagðist vera til, hann svaraði hjá mér. En er hann í bandinu? Mér finnst þetta alltaf bara vera Eyþór?“ spyr Jóhann og bendir Egill honum á að hann sé atvinnumaður í knattspyrnu en Kristall Máni Ingason er einkar hæfileikaríkur leikmaður Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og á auk þess landsleiki að baki fyrir Ísland. Bjartsýnn á að taka þetta Þá er þetta bara on? „Þá er þetta bara on!“ segir rapparinn. En eru þeir að fara að standa við þetta? „Til þess er leikurinn gerður. Ég vona að þeir standi við þetta, ég myndi standa við þetta. Þetta er heiðursmannasamkomulag og það er spurning hversu miklir heiðursmenn þetta eru.“ Þú ert bjartsýnn að standa uppi sem sigurvegari? „Ég er rólegur. Ef til þess kemur að ég þarf að hætta að gefa út tónlist þá kann ég að gera mjög margt annað. Maður hefur verið í útvarpinu, maður hefur leikið og leikstýrt, þannig ég hef ekki áhyggjur af því að ég hafi neitt að gera.“ Brennslan Tónlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Vísir greindi frá erjunum í gær og ræddi við bæði Jóhann Kristófer og Eyþór Wöhler, sem er forsprakki hljómsveitarinnar HúbbaBúbba. Jóhann sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif. Eyþór sagði Jóhann vera með sveitina á heilanum því honum gengi ekki eins vel og þeim. Droppaði Eyþór meðal annars lagi um Jóhann, „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ og Jóhann svaraði fyrir sig á Instagram og birti áskorun til sveitarinnar. Sá sem myndi selja síðar upp á tónleika sína, 19. desember í Austurbæ hjá HúbbaBúbba, 20. desember hjá Joey Christ, myndi einfaldlega hætta í tónlist. Tónleikastaðurinn og tímasetningin hefur vakið grunsemdir netverja líkt og komið er inn á í Brennslunni. Tónleikarnir vekja upp spurningar „Það sem ég hef núna heyrt og hef verið að flakka á samfélagsmiðlum, einhverjir tala um að þetta sé planað beef og einhverskonar stunt,“ segir Rikki G í Brennslunni en þeir Egill Ploder heyrðu í rapparanum um málið. Í þættinum segir hann erjurnar eiga rætur að rekja til byrjun ársins þegar hann hafi gefið út yfirlýsingu um að það yrði að taka til í senunni. „Svo er þetta búið að vera back and forth jabs. Svo er búið að grafa upp einhver tíst þar sem ég sagðist ætla að kjósa þann flokk sem ætlar að banna fótboltagaurum að gera tónlist. Þessir gaurar náttúrulega eru stórir á vellinum en svo þegar það er hnippt í þá utan hans eru þeir ekki alveg eins stórir.“ @eythorwohler @joey christ ♬ original sound - eythorwohler Rapparinn segir erjurnar því hafa verið að souvide-ast lengi. Honum finnist gaman að heyra af illindum, enda sjaldgæf. Hvað segirðu við fólkið sem heldur að þetta sé planað? „Ég segi að það megi bara halda það ef það vill. Allt sem ég er búinn að vera að segja er eitthvað sem ég bara staðfast trúi. Ég veit ekki hvernig eitthvað getur verið fake við það.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) „Hinn gaurinn“ sagðist vera til Þá spyr Rikki Jóhann að því hvort að honum hafi borist svar frá HúbbaBúbba um áskorunina? „Hinn gaurinn.....“ Kristall? „Já hann. Hann sagðist vera til, hann svaraði hjá mér. En er hann í bandinu? Mér finnst þetta alltaf bara vera Eyþór?“ spyr Jóhann og bendir Egill honum á að hann sé atvinnumaður í knattspyrnu en Kristall Máni Ingason er einkar hæfileikaríkur leikmaður Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og á auk þess landsleiki að baki fyrir Ísland. Bjartsýnn á að taka þetta Þá er þetta bara on? „Þá er þetta bara on!“ segir rapparinn. En eru þeir að fara að standa við þetta? „Til þess er leikurinn gerður. Ég vona að þeir standi við þetta, ég myndi standa við þetta. Þetta er heiðursmannasamkomulag og það er spurning hversu miklir heiðursmenn þetta eru.“ Þú ert bjartsýnn að standa uppi sem sigurvegari? „Ég er rólegur. Ef til þess kemur að ég þarf að hætta að gefa út tónlist þá kann ég að gera mjög margt annað. Maður hefur verið í útvarpinu, maður hefur leikið og leikstýrt, þannig ég hef ekki áhyggjur af því að ég hafi neitt að gera.“
Brennslan Tónlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“