„Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2025 17:51 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kom hundinum Úlfgrími til varnar á Alþingi í dag. Ívar Fannar/Lýður Valberg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. Margréti Víkingsdóttur, eiganda hundsins Úlfgríms, barst á dögunum bréf þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna heilsubrests og vegna þess að hann búi við skert lífsgæði. Fréttamaður ræddi við Margréti, sem harmar þá stöðu sem upp er komin. Eftir að fjallað var um málið tilkynnti MAST að aflífuninni yrði seinkað um mánuð til að gefa Margréti færi á að sýna að hundurinn hljóti viðeigandi meðferð. Kolbrún gerði hundinn að umfjöllunarefni á Alþingi í dag. „Ég hef ásamt fleirum lýst yfir áhyggjum af ýmsum embættisverkum og stjórnvaldsaðgerðum MAST. Það sem hefur komið fram í fréttum vegna Úlfgríms hefur vissulega að mestu verið frá annarri hlið málsins,“ segir Kolbrún en bendir á að bréf frá Matvælastofnun vegna málsins hafi verið birt. „Það setur að manni smáhroll að lesa þau bréf. Manni finnst harkalega gengið fram og gefinn stuttur fyrirvari í svo afdrifaríka aðgerð sem aflífun dýrs er,“ segir Kolbrún. Hún segir að þrátt fyrir að eiganda hafi verið boðinn andmælaréttur sé í raun eins og MAST hafi þegar tekið endanlega ákvörðun. „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan, reiði og hugarangri. Hér er um að ræða dýr sem engan hefur skaðað nema síður sé því að hann bjargaði eiganda sínum úr eldsvoða fyrir skemmstu.“ Margrét hefur mótmælt því að hundurinn búi við skert lífsgæði, hann sé vissulega orðinn tíu ára og haldinn slitgigt en sé í meðferð við henni og undir stöðugu eftirliti dýralækna. „Úffi er sem sagt bara ósköp venjulegur heimilishundur sem nýtur þess enn að leika sér að bolta, fer reglulega út að ganga, borðar og hefur eðlilega meltingarstarfsemi,“ segir Kolbrún. Hún segir MAST vinna gott starf og þakkar stofnuninni fyrir að virkt eftirlit sé með dýrum í landinu. „En í öllum verkum þarf að sýna mennsku og engin regla er án undantekninga. Ég vona í hjarta mínu að þetta mál og önnur sambærileg fái farsælan endi, bæði fyrir eiganda Úffa og hann sjálfan,“ segir Kobrún að lokum. Dýr Flokkur fólksins Matvælastofnun Dýraheilbrigði Alþingi Hundar Gæludýr Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Margréti Víkingsdóttur, eiganda hundsins Úlfgríms, barst á dögunum bréf þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna heilsubrests og vegna þess að hann búi við skert lífsgæði. Fréttamaður ræddi við Margréti, sem harmar þá stöðu sem upp er komin. Eftir að fjallað var um málið tilkynnti MAST að aflífuninni yrði seinkað um mánuð til að gefa Margréti færi á að sýna að hundurinn hljóti viðeigandi meðferð. Kolbrún gerði hundinn að umfjöllunarefni á Alþingi í dag. „Ég hef ásamt fleirum lýst yfir áhyggjum af ýmsum embættisverkum og stjórnvaldsaðgerðum MAST. Það sem hefur komið fram í fréttum vegna Úlfgríms hefur vissulega að mestu verið frá annarri hlið málsins,“ segir Kolbrún en bendir á að bréf frá Matvælastofnun vegna málsins hafi verið birt. „Það setur að manni smáhroll að lesa þau bréf. Manni finnst harkalega gengið fram og gefinn stuttur fyrirvari í svo afdrifaríka aðgerð sem aflífun dýrs er,“ segir Kolbrún. Hún segir að þrátt fyrir að eiganda hafi verið boðinn andmælaréttur sé í raun eins og MAST hafi þegar tekið endanlega ákvörðun. „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan, reiði og hugarangri. Hér er um að ræða dýr sem engan hefur skaðað nema síður sé því að hann bjargaði eiganda sínum úr eldsvoða fyrir skemmstu.“ Margrét hefur mótmælt því að hundurinn búi við skert lífsgæði, hann sé vissulega orðinn tíu ára og haldinn slitgigt en sé í meðferð við henni og undir stöðugu eftirliti dýralækna. „Úffi er sem sagt bara ósköp venjulegur heimilishundur sem nýtur þess enn að leika sér að bolta, fer reglulega út að ganga, borðar og hefur eðlilega meltingarstarfsemi,“ segir Kolbrún. Hún segir MAST vinna gott starf og þakkar stofnuninni fyrir að virkt eftirlit sé með dýrum í landinu. „En í öllum verkum þarf að sýna mennsku og engin regla er án undantekninga. Ég vona í hjarta mínu að þetta mál og önnur sambærileg fái farsælan endi, bæði fyrir eiganda Úffa og hann sjálfan,“ segir Kobrún að lokum.
Dýr Flokkur fólksins Matvælastofnun Dýraheilbrigði Alþingi Hundar Gæludýr Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira