Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar 13. desember 2025 14:32 …eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Landlausir Seltirningar Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Fiskeldi er fjöregg Sigurður Pétursson Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Heimabrúkskenningar um hrun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á leikskóla Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
…eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar