Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar 13. desember 2025 14:32 …eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
…eða setjum við súrefnisgrímuna fyrst á aðra?Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Með nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna (National Security Strategy, NSS), gefinni út 4. desember 2025 eru bandaríska þjóðin og hagsmunir hennar sett í forgang („America First“). Öryggi borgaranna er tryggt með áherslu á fullveldi, öfluga landamæravörslu og eflingu innviða, tækni og innlendrar iðnaðarframleiðslu frekar en með beinum afskiptum af öðrum ríkjum. Bandaríkin eru ekki lengur „alheimslöggan“ Helstu markmið stefnunnar eru vernd landsins og þjóðaröryggi í víðum skilningi (hernaðarlegum, efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum) og að tryggja öryggi borgaranna gegn öllum ytri ógnum, þar á meðal ólöglegum innflutningi og öðrum skaðlegum áhrifum.Hver er óvinur?Athygli vekur, að Rússland er ekki lengur skilgreint sem „óvinur“ Bandaríkjanna og að alþjóðlegar stofnanir, einkum Evrópusambandið (ESB), eru harðlega gagnrýndar fyrir aðgerðir sem beinlínis grafa undan stjórnmálum og löggjöf aðildarríkja og annarra tengdra ríkja (svo sem ríkja innan EES). Innflytjendastefnu ESB er lýst sem útsmoginni tilraun til að „breyta álfunni og skapa átök“. Lýðræðið, málfrelsi og tjáningarfrelsi í Evrópu hafi stórlega dvínað og siðmenningin hrakað: „Evrópa hefur tapað hlutfallslegri hlutdeild sinni í vergri landsframleiðslu, sem fór úr 25% árið 1990 í 14% árið 2025, að hluta til vegna innlendra og alþjóðlegra reglugerða sem hamla allri sköpunargáfu og frumkvæði. Þó efnahagslægðin sé alvarleg, varpa auknar líkur á hnignun siðmenningar enn stærri skugga á hana. Meðal stærstu áskorana sem Evrópa stendur frammi fyrir er starfsemi Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana, sem rýra stjórnmálafrelsi og fullveldi, álfunni og veldur ágreiningi, innflytjendastefna sem umbreytir álfunni og stuðlar að ágreiningi, ritskoðun sem bælir niður stjórnmálaandstöðu auk lækkandi fæðingartíðni, hnignandi þjóðernisvitundar og minnkandi sjálfstrausts.“ (þýðing undirritaðs) Ísland í fyrsta sæti? Endurnýjaðar hótanir ríkistjórnarinnar um aðlögun Íslands að regluverki og lögum ESB hafa vakið upp ýmsa drauga og tilgangurinn virðist vera að „breyta þjóðríkinu og skapa átök“. Umræðan og hótanirnar hafa einnig vakið upp landvættina, sem betur fer, sem áður hafa staðið þétt með þjóðinni gegn landsölu, yfirráðum yfir landhelginni og landráðum. Getum við dregið lærdóm af nýrri stefnu Bandaríkjanna? Spurningin vaknar þá hvort Íslendingar eigi að setja eigið land og þjóð í forgang eða hagsmuni annarra? Hvaða heilvita manni dettur í hug að beygja land og þjóð undir yfirráð erlends ríkis eða ríkjasambands? Er það ekki algerlega fráleitt? ESB-sinnar, með tvo utanríkisráðherra og einn borgarstjóra í fararbroddi, rembast nú eins og rjúpan við staur við að sannfæra Íslendinga um að innganga í ESB tryggi „öryggi Íslands gegn innrás Rússa“. Hvað ef Rússland er ekki lengur skilgreint sem óvinur Bandaríkjanna? Hverjar eru þá líkur á því að Rússar ráðist á einn helsta bandamann Bandaríkjanna og aðildarríki NATO á þeirra eigin yfirráðasvæði? Svarið liggur í augum uppi.Eins og flugfreyjan orðar það gjarnan: „Settu súrefnisgrímuna fyrst á sjálfan þig áður en þú aðstoðar aðra.“ Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir https://www.whitehouse.gov/wp-content/uploads/2025/12/2025-National-Security-Strategy.pdf https://vardberg.is/oflokkad/ny-thjodaroryggisstefna-trumps-nyir-timar-nyjar-askoranir-fyrir-bandamenn/
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun