Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar 15. desember 2025 10:47 Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut. Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun