Enski boltinn

Vildi ekki skýra um­mælin um verstu 48 klukku­tímana frekar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enzo Maresca á blaðamannafundinum í dag.
Enzo Maresca á blaðamannafundinum í dag. getty/Darren Walsh

Á blaðamannafundi í dag vildi Enzo Maresca ekki skýra ummæli sín um tvo verstu sólarhringa sína í starfi knattspyrnustjóra Chelsea frekar.

Eftir sigurinn á Everton, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn sagði Maresca að dagarnir tveir fyrir leikinn hefðu verið þeir verstu síðan hann tók við Chelsea í fyrra.

Maresca sagði að hann og leikmenn Chelsea hefðu ekki fengið nógu mikinn stuðning en vildi þó ekki útskýra að hverjum ummælin beindust.

Maresca sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og var að sjálfsögðu spurður út í ummæli laugardagsins. Fátt var þó um svör hjá Ítalanum.

„Ég hef þegar rætt um þetta og hef engu við að bæta,“ sagði Maresca og reyndi að beina talinu að leiknum gegn Cardiff City í deildabikarnum annað kvöld.

„Það er Cardiff á morgun, takk. Ég er búinn að tala um þetta og talaði nokkuð skýrt. Ekkert frekar.“

Blaðamenn gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá Maresca til að skýra mál sitt frekar en án árangurs.

Chelsea er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig, átta stigum á eftir toppliði Arsenal.


Tengdar fréttir

Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik

Wa­yne Roon­ey segir að harðorð um­mæli Enzo Mares­ca, knatt­spyrnu­stjóra Chelsea, muni koma í bakið á honum. Um út­hugsað út­spil sér að ræða hjá stjóranum sem vildi ekki gefa það upp að hverjum um­mæli hans beindust.

Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september

Cole Palmer komst loksins aftur á blað eftir langa glímu við meiðsli, í 2-0 sigri Chelsea gegn Everton í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, en bakvörðurinn Malo Gusto lét mest fyrir sér fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×