Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar 16. desember 2025 08:01 Hugmyndin um sameiningu vinstri flokkanna er í sjálfu sér góð. Sameinuð vinstri blokk í Frakklandi hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu undir forystu Jean-Luc Mélenchon og gæti náð tökunum á frönskum stjórnmálum á næstu árum. Ég yrði manna fegnastur að sjá slíkt gerast á Íslandi einnig. Skiptir þó öllu máli hvernig að slíkri sameiningu er staðið og að viðhalda grunngildum vinstri mennskunnar, manngæsku og samstarfs samfélaga. Ég hef efasemdir gagnvart þeim flokkum sem hafa lýst fyir áhuga fyrir því að skoða samstarf eða sameiningu með framboði Sönnu Magdalenu, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem lýst hefur yfir áhuga á framboði með Vinstri grænum og Pírötum í næstu borgarstjórnarkosningum. Ekki er hægt að komast hjá því að ræða pólitíska stöðu Sönnu einnig í ljósi þess að hún tók þátt í að reka Sósíalistaflokkinn úr húsnæði sínu nýverið þegar framkvæmdastjórn flokksins, sem hún var þátttakandi í, tapaði kosningum í flokknum til annars framboðs sem skipar nú framkvæmdastjórn flokksins. Fólk verður að spyrja sig hvort að trúverðugleiki fólks rýrist við slíkar aðgerðir og við að virða ekki niðurstöðu kosninga. Forystufólk vinstrisins á Íslandi þarf að vera með sterkara bein í nefinu en það að gleyma reglum lýðræðisins. Efasemdir mínar um Vinstri græna eru flestum augljósar, flokkurinn náði ekki 2.5% markinu í síðustu þingkosningum eftir að hafa svikið loforð sín og kjósendur um öll meginatriði vinstri mennskunnar hvort sem rætt er um að flokkurinn neitaði öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um sómasamlega tekjuhækkun í öllum atkvæðagreiðslum innan þingsins í 8 ár samfellt eða hvort rætt sé um hvernig flokkurinn hefur hent feminískri hugmyndafræði í ruslið, m.a. með því að henda 3 flóttakonum, fórnarlömbum mansals, út á götu um árið. Efasemdir um Pírata eru kannski ekki eins alvarlegar og í garð tækifærissinnanna í VG en ég virðist vera eini einstaklingurinn á landinu sem hef mótmælt framboði Magnúsar Davíðs Norðdahl á grundvelli fyrrum starfa hans sem innheimtulögfræðingur en hann starfaði á stofunni Norðdahl & Valdimarsson með Ómari R. Valdimarssyni, lögfræðingi sem komist hefur í fréttir ítrekað fyrir svik og pretti í garð varnarlausra einstaklinga. Saman auglýstu þeir kumpánar "harðfylgna innheimtuþjónustu" og hvöttu til harðari aðgerða innheimtufyrirtækja á Íslandi. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vakti ég athygli á þessu á Facebook-spjallsíðu Pírata og uppskar brottrekstur minn af síðunni fyrir vikið en engin mótrök frá Pírötum. Þöggun varð fyrir valinu og ég get ekki séð að þjóðin hafi grætt á því. Vitleysan var svo toppuð þegar Magnús var í kjölfar kosninganna gerður að formanni mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar, maðurinn sem hafði haft sitt lifibrauð áður af því að níða fátækt fólk landsins sem lent hafði í einhvers konar skuldagildru kapítalismans. Að þessum orðum sögðum er ég ekki að taka fyrir pólitíska framtíð Sönnu Magdalenu eða hugmyndina um samstarf sósíalista við flokkana tvo en sé ekki hvernig slíkt framboð getur verið heiðarlegt eða ætlast til að ná árangri án þess að taka fyrst ákvörðun um að innheimtuníðingar og tækifærissinnaðir þingmenn Vinstri grænna fái ekki inni í slíku framboði. Þetta snýst allt um hugmyndafræði vinstrisins. Kjósendur eiga skilið betra en þeir hafa fengið undanfarna áratugi. Eða hvernig ætlaru að sannfæra vinstri menn landsins um að framtíð okkar sé best komið með því að bjóða fram fólk sem neitað hefur alfarið okkar fátækustu bræðrum og systrum, öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um líf með reisn? Það er ekki hægt. Slíkt yrði ekki fallið til þess að skapa trúverðugleika og það er einmitt skortur á trúverðugleika þjóðarinnar í garð Katrínar Jakobsdóttur og félögum í síðustu ríkisstjórn sem valdið hefur hruni Vinstri grænna. Þetta eru því að mínu mati augljóslega atriði sem verður að huga að þegar kemur að einhvers konar sameiningu vinstris á Íslandi, að halda fast í hugmyndafræðilegu ræturnar. Og tilefnið hefur líklega aldrei verið meira til að skoða mál sem þessi en ríkisstjórn jafnaðarmanna og krata á Íslandi hefur boðað niðurskurð á Landspítalanum á næstu árum, sýnt fullkomið geð- og framtaksleysi gagnvart þjóðarmorðinu í Gaza og hættunni sem stafar af síonisma, stutt stríðsglæpi opinberlega og haldið fast í harða útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Ísraelska fyrirtækið Rapyd leikur enn lausum hala á Íslandi þrátt fyrir stuðning fyrirtækisins við þjóðarmorðið í Gaza. Fyrir liggur að íslenskir vinstri menn geti því ekki samþykkt yfirvöld Samfylkingar og Viðreisnar né starfað með þeim án þess að taka fyrir þau alvarlegu atriði sem standa beinlínis gegn grunngildum vinstri mennskunnar. Það er kreppa í íslenskum stjórnmálum og sósíalisminn í anda Mamdani þarf að taka við taumunum. Kratana út og lifi frjáls Palestína. Höfundur skipaði 3. sæti sósíalista í borginni á árunum 2018-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu vinstri flokkanna er í sjálfu sér góð. Sameinuð vinstri blokk í Frakklandi hefur náð mjög góðum árangri að undanförnu undir forystu Jean-Luc Mélenchon og gæti náð tökunum á frönskum stjórnmálum á næstu árum. Ég yrði manna fegnastur að sjá slíkt gerast á Íslandi einnig. Skiptir þó öllu máli hvernig að slíkri sameiningu er staðið og að viðhalda grunngildum vinstri mennskunnar, manngæsku og samstarfs samfélaga. Ég hef efasemdir gagnvart þeim flokkum sem hafa lýst fyir áhuga fyrir því að skoða samstarf eða sameiningu með framboði Sönnu Magdalenu, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem lýst hefur yfir áhuga á framboði með Vinstri grænum og Pírötum í næstu borgarstjórnarkosningum. Ekki er hægt að komast hjá því að ræða pólitíska stöðu Sönnu einnig í ljósi þess að hún tók þátt í að reka Sósíalistaflokkinn úr húsnæði sínu nýverið þegar framkvæmdastjórn flokksins, sem hún var þátttakandi í, tapaði kosningum í flokknum til annars framboðs sem skipar nú framkvæmdastjórn flokksins. Fólk verður að spyrja sig hvort að trúverðugleiki fólks rýrist við slíkar aðgerðir og við að virða ekki niðurstöðu kosninga. Forystufólk vinstrisins á Íslandi þarf að vera með sterkara bein í nefinu en það að gleyma reglum lýðræðisins. Efasemdir mínar um Vinstri græna eru flestum augljósar, flokkurinn náði ekki 2.5% markinu í síðustu þingkosningum eftir að hafa svikið loforð sín og kjósendur um öll meginatriði vinstri mennskunnar hvort sem rætt er um að flokkurinn neitaði öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um sómasamlega tekjuhækkun í öllum atkvæðagreiðslum innan þingsins í 8 ár samfellt eða hvort rætt sé um hvernig flokkurinn hefur hent feminískri hugmyndafræði í ruslið, m.a. með því að henda 3 flóttakonum, fórnarlömbum mansals, út á götu um árið. Efasemdir um Pírata eru kannski ekki eins alvarlegar og í garð tækifærissinnanna í VG en ég virðist vera eini einstaklingurinn á landinu sem hef mótmælt framboði Magnúsar Davíðs Norðdahl á grundvelli fyrrum starfa hans sem innheimtulögfræðingur en hann starfaði á stofunni Norðdahl & Valdimarsson með Ómari R. Valdimarssyni, lögfræðingi sem komist hefur í fréttir ítrekað fyrir svik og pretti í garð varnarlausra einstaklinga. Saman auglýstu þeir kumpánar "harðfylgna innheimtuþjónustu" og hvöttu til harðari aðgerða innheimtufyrirtækja á Íslandi. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vakti ég athygli á þessu á Facebook-spjallsíðu Pírata og uppskar brottrekstur minn af síðunni fyrir vikið en engin mótrök frá Pírötum. Þöggun varð fyrir valinu og ég get ekki séð að þjóðin hafi grætt á því. Vitleysan var svo toppuð þegar Magnús var í kjölfar kosninganna gerður að formanni mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar, maðurinn sem hafði haft sitt lifibrauð áður af því að níða fátækt fólk landsins sem lent hafði í einhvers konar skuldagildru kapítalismans. Að þessum orðum sögðum er ég ekki að taka fyrir pólitíska framtíð Sönnu Magdalenu eða hugmyndina um samstarf sósíalista við flokkana tvo en sé ekki hvernig slíkt framboð getur verið heiðarlegt eða ætlast til að ná árangri án þess að taka fyrst ákvörðun um að innheimtuníðingar og tækifærissinnaðir þingmenn Vinstri grænna fái ekki inni í slíku framboði. Þetta snýst allt um hugmyndafræði vinstrisins. Kjósendur eiga skilið betra en þeir hafa fengið undanfarna áratugi. Eða hvernig ætlaru að sannfæra vinstri menn landsins um að framtíð okkar sé best komið með því að bjóða fram fólk sem neitað hefur alfarið okkar fátækustu bræðrum og systrum, öryrkjum og lágtekju eldri borgurum landsins um líf með reisn? Það er ekki hægt. Slíkt yrði ekki fallið til þess að skapa trúverðugleika og það er einmitt skortur á trúverðugleika þjóðarinnar í garð Katrínar Jakobsdóttur og félögum í síðustu ríkisstjórn sem valdið hefur hruni Vinstri grænna. Þetta eru því að mínu mati augljóslega atriði sem verður að huga að þegar kemur að einhvers konar sameiningu vinstris á Íslandi, að halda fast í hugmyndafræðilegu ræturnar. Og tilefnið hefur líklega aldrei verið meira til að skoða mál sem þessi en ríkisstjórn jafnaðarmanna og krata á Íslandi hefur boðað niðurskurð á Landspítalanum á næstu árum, sýnt fullkomið geð- og framtaksleysi gagnvart þjóðarmorðinu í Gaza og hættunni sem stafar af síonisma, stutt stríðsglæpi opinberlega og haldið fast í harða útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins. Ísraelska fyrirtækið Rapyd leikur enn lausum hala á Íslandi þrátt fyrir stuðning fyrirtækisins við þjóðarmorðið í Gaza. Fyrir liggur að íslenskir vinstri menn geti því ekki samþykkt yfirvöld Samfylkingar og Viðreisnar né starfað með þeim án þess að taka fyrir þau alvarlegu atriði sem standa beinlínis gegn grunngildum vinstri mennskunnar. Það er kreppa í íslenskum stjórnmálum og sósíalisminn í anda Mamdani þarf að taka við taumunum. Kratana út og lifi frjáls Palestína. Höfundur skipaði 3. sæti sósíalista í borginni á árunum 2018-2020.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun