Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar 16. desember 2025 09:30 Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það sem ég varaði við í grein á Vísi 1. desember síðastliðinn er því miður að raungerast. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forsætisráðherra, þar sem talað var um ferðaþjónustuna með þeim hætti að skilja mátti orð hennar þannig að greinin væri hálfgerður samfélagslegur baggi, er nú orðið ljóst hvert stefnir. Stjórnvöld virðast staðráðin í að draga úr umfangi ferðaþjónustunnar með markvissri aukningu álaga í þeirri von eða trú að ferðamönnum fækki. Á sama tíma er aukið við ívilnanir til útgerða skemmtiferðaskipa, á meðan „landkrabbarnir“ – hótel, gistiheimili, veitingastaðir og afþreying um allt land eiga að bera byrðarnar. Staðreyndirnar tala sínu máli Árið 2018 komu til Íslands rúmlega 2,3 milljónir erlendra farþega með flugi um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma komu um 145 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Sex árum síðar, árið 2024, eru erlendir flugfarþegar enn aðeins tæplega 2,3 milljónir. Ferðamönnum með flugi hefur því ekkert fjölgað frá 2018, þrátt fyrir mikinn vöxt í umræðu og umsvifum greinarinnar. Á sama tíma hefur farþegum með skemmtiferðaskipum fjölgað verulega og voru þeir um 322 þúsund árið 2024. Skekkjan sem stjórnvöld horfa fram hjá Í tölum um flugfarþega um Keflavíkurflugvöll er verulegur fjöldi skiptifarþega skemmtiferðaskipa farþegar sem fljúga til landsins fara í flestum tilfellum beint um borð í hótelskip og neyta þar fullrar skattfrjálsrar þjónustu, kaupa hvorki gistingu né mat á landi. Raunfjöldi þeirra ferðamanna sem dvelja á Íslandi, ferðast um landið og kaupa staðbundna þjónustu mat, gistingu, afþreyingu og innanlandsferðir hefur því í reynd fækkað. Afleiðingarnar liggja fyrir Aukin skattheimta á ferðaþjónustu á landi mun: fækka enn frekar ferðamönnum sem ferðast um landið, bitna harðast á ferðaþjónustu á landsbyggðinni, veikja rekstur hótela og gistiheimila sem njóta engra afslátta eða ívilnana, ólíkt hótelskipunum, draga úr tekjum sveitarfélaga og samfélaga sem byggja afkomu sína á ferðamönnum sem dvelja á landi. Á sama tíma njóta útgerðir skemmtiferðaskipa skattaívilnana og sérmeðferðar, sem skapar augljóst ósamræmi og óréttlæti í skattalegri meðferð ferðaþjónustunnar. Niðurstaðan er skýr Stjórnvöld hafa fundið sleggjuna – og henni á að beita til að berja niður innlenda ferðaþjónustu. Ekki með markvissri stefnu, ekki með jafnræði eða sanngirni, heldur með auknum álögum á þá sem skapa verðmæti á landi, um allt land. Spurningin er einföld: Er markmiðið að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu eða að keyra hana markvisst niður? Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun