Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Aron Guðmundsson skrifar 18. desember 2025 11:31 Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Samsett Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, segir vel geta verið að gott umtal síðustu vikna hafi stigið einhverjum af hans leikmönnum til höfuðs. Ekkert lið verði meistari á þessum tímapunkti en Keflavík ætlar sér að verða bestir þegar úrslitakeppnin tekur við. Keflavík og Njarðvík mætast í Bónus deildinni í kvöld. „Við erum mjög tilbúnir í þetta. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir á hverjum vetri. Ég geri ráð fyrir því að við fáum mikið af fólki í húsið og að mínir leikmenn séu klárir í þetta verkefni,“ segir Daníel, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi en hann ólst sjálfur upp í Njarðvík, hefur bæði spilað og þjálfað hjá félaginu. Keflvíkingar töpuðu fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa þar áður unnið þrjá leiki í röð í Bónus deildinni en sem stendur er Keflavík í 4.sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Grindavíkur. Á milli umferða í deildinni komust Keflvíkingar áfram í átta liða úrslit VÍS-bikarsins með sigri á ÍA. „Við erum búnir að leggja mestu áhersluna á vörnina hjá okkur síðustu daga en sömuleiðis hvaða sóknarleik við eigum að spila og hvaða aðferðir við þurfum að nota til þess að sækja á Njarðvíkingana. Þeir eru með sterkt lið og þrátt fyrir að hafa lent í skakkaföllum hafa þeir sýnt ágætis frammistöðu gegn sterkum liðum undanfarið. Við náðum einum leik á milli umferða í Bónus deildinni til þess að þétta raðirnar og óskandi að það verði allt klárt hjá okkur í kvöld.“ Keflavík hefur unnið sjö af tíu leikjum sínum til þessa í deildinni en þegar komið er að leikjum á móti liðum sem geta talist topplið, eins og Valur í síðustu umferð, hafa þeir ekki alveg náð að sýna sitt rétta andlit. Það var til umræðu í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi þar sem að Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur þáttarins, sagðist viss um að gott umtal síðustu vikurnar hafi náð til liðsins. „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku. En það má vel vera að ágætis gengi undanfarið hafi stigið einhverjum til höfuðs. Það eru allir meðvitaðir um að við erum að reyna keppa við liðin fyrir ofan okkur, árangurinn í vetur hefur ekki verið eftir því. Við þurfum bara að þétta raðirnar, halda áfram að bæta okkar leik. Það verður enginn meistari á þessum tímapunkti en við verðum að vera bestir þegar að úrslitakeppnin byrjar.“ Hvernig sérðu þennan grannaslag spilast í kvöld? „Ég held að þetta verði bara þessi klassíska barátta. Ég hef verið hinu megin við borðið, Njarðvíkur megin, bæði þjálfað og spilað þar. Þetta hefur alltaf verið mikil áskorun að koma í þessa leiki. Þetta eru alltaf hörku leikir. Ég vil keyra hraðann upp, hafa gott flæði í okkar leik. Ég veit að Njarðvík mun gera sitt besta til að berja á okkur og við sömuleiðis á þeim.“ Grannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2. Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
„Við erum mjög tilbúnir í þetta. Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir á hverjum vetri. Ég geri ráð fyrir því að við fáum mikið af fólki í húsið og að mínir leikmenn séu klárir í þetta verkefni,“ segir Daníel, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi en hann ólst sjálfur upp í Njarðvík, hefur bæði spilað og þjálfað hjá félaginu. Keflvíkingar töpuðu fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa þar áður unnið þrjá leiki í röð í Bónus deildinni en sem stendur er Keflavík í 4.sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppliði Grindavíkur. Á milli umferða í deildinni komust Keflvíkingar áfram í átta liða úrslit VÍS-bikarsins með sigri á ÍA. „Við erum búnir að leggja mestu áhersluna á vörnina hjá okkur síðustu daga en sömuleiðis hvaða sóknarleik við eigum að spila og hvaða aðferðir við þurfum að nota til þess að sækja á Njarðvíkingana. Þeir eru með sterkt lið og þrátt fyrir að hafa lent í skakkaföllum hafa þeir sýnt ágætis frammistöðu gegn sterkum liðum undanfarið. Við náðum einum leik á milli umferða í Bónus deildinni til þess að þétta raðirnar og óskandi að það verði allt klárt hjá okkur í kvöld.“ Keflavík hefur unnið sjö af tíu leikjum sínum til þessa í deildinni en þegar komið er að leikjum á móti liðum sem geta talist topplið, eins og Valur í síðustu umferð, hafa þeir ekki alveg náð að sýna sitt rétta andlit. Það var til umræðu í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi þar sem að Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur þáttarins, sagðist viss um að gott umtal síðustu vikurnar hafi náð til liðsins. „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku. En það má vel vera að ágætis gengi undanfarið hafi stigið einhverjum til höfuðs. Það eru allir meðvitaðir um að við erum að reyna keppa við liðin fyrir ofan okkur, árangurinn í vetur hefur ekki verið eftir því. Við þurfum bara að þétta raðirnar, halda áfram að bæta okkar leik. Það verður enginn meistari á þessum tímapunkti en við verðum að vera bestir þegar að úrslitakeppnin byrjar.“ Hvernig sérðu þennan grannaslag spilast í kvöld? „Ég held að þetta verði bara þessi klassíska barátta. Ég hef verið hinu megin við borðið, Njarðvíkur megin, bæði þjálfað og spilað þar. Þetta hefur alltaf verið mikil áskorun að koma í þessa leiki. Þetta eru alltaf hörku leikir. Ég vil keyra hraðann upp, hafa gott flæði í okkar leik. Ég veit að Njarðvík mun gera sitt besta til að berja á okkur og við sömuleiðis á þeim.“ Grannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira