Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar 18. desember 2025 13:01 Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Fyrir stuttu voru þær tölur sem undirritaður hefur ítrekað birt staðfestar af ráðuneytinu. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar upp á hvað grunninn í öllu námi varðar, lesskilning: Fjörutíu prósent nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám. Þrjú prósent nemenda er með afburðafærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám, mörgum sinnum færri en í nágrannalöndum okkar. Miklu fé er varið í skólana og árangurinn þannig að við ættum að biðja börnin okkar afsökunar á stöðunni. Vitum við hvaða börn standa höllum fæti, svarið er nei. Undirritaður sendi fyrirspurn til ráðuneytisins sem hafði engar upplýsingar um hvar hvaða barn stendur, engar. Foreldrar greiða útsvar en eru ekki með upplýsingar um hvaða árangri börnin þeirra ná eftir 12–13 ár í skólum sveitarfélaganna. Foreldrar vita að heildarstaðan er ekki góð og þurfa svo bara að vona að þeirra barn sé í efri hlutanum (3%) en ekki þeim neðri(40%), sem rænir þau tækifærum. Ég bið foreldra um að hugleiða hvort einhver hafi axlað ábyrgð á stöðunni eða hvort líkur séu á að verið sé að snúa henni við. Sjálfur fullyrði ég að enginn hafi axlað ábyrgð né sé verið að vinna að breytingum. Því miður er stefnan óbreytt og vonast eftir einhvers konar kraftaverki sem ekki verður. Undirritaður hefur lagt til ótal leiðir og lausnir, sem hafa virkað, til að breyta um stefnu í þágu barna og unglinga. Það dapurlega er að engin efnisleg umræða hefur skapast um þær leiðir og lausnir, en þær eru eitur í beinum varðhunda ríkjandi stöðu sem myndu þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir. Það eru bara samhljóma raddir foreldra og fjölmiðlar sem geta snúið stöðunni til betri vegar í þágu barna og unglinga. Látum það vera jólagjöfina í ár, til æskunnar, að leggjast öll á eitt og krefjast úrbóta. Börnin okkar eiga það skilið að þau og framtíð þeirra séu sett í forgang, hvílum glansmyndir á samfélagsmiðlum og látum í okkur heyra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga. Fyrir stuttu voru þær tölur sem undirritaður hefur ítrekað birt staðfestar af ráðuneytinu. Hvað erum við að bjóða börnunum okkar upp á hvað grunninn í öllu námi varðar, lesskilning: Fjörutíu prósent nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám. Þrjú prósent nemenda er með afburðafærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ára leikskólanám, mörgum sinnum færri en í nágrannalöndum okkar. Miklu fé er varið í skólana og árangurinn þannig að við ættum að biðja börnin okkar afsökunar á stöðunni. Vitum við hvaða börn standa höllum fæti, svarið er nei. Undirritaður sendi fyrirspurn til ráðuneytisins sem hafði engar upplýsingar um hvar hvaða barn stendur, engar. Foreldrar greiða útsvar en eru ekki með upplýsingar um hvaða árangri börnin þeirra ná eftir 12–13 ár í skólum sveitarfélaganna. Foreldrar vita að heildarstaðan er ekki góð og þurfa svo bara að vona að þeirra barn sé í efri hlutanum (3%) en ekki þeim neðri(40%), sem rænir þau tækifærum. Ég bið foreldra um að hugleiða hvort einhver hafi axlað ábyrgð á stöðunni eða hvort líkur séu á að verið sé að snúa henni við. Sjálfur fullyrði ég að enginn hafi axlað ábyrgð né sé verið að vinna að breytingum. Því miður er stefnan óbreytt og vonast eftir einhvers konar kraftaverki sem ekki verður. Undirritaður hefur lagt til ótal leiðir og lausnir, sem hafa virkað, til að breyta um stefnu í þágu barna og unglinga. Það dapurlega er að engin efnisleg umræða hefur skapast um þær leiðir og lausnir, en þær eru eitur í beinum varðhunda ríkjandi stöðu sem myndu þurfa að horfast í augu við eigin gjörðir. Það eru bara samhljóma raddir foreldra og fjölmiðlar sem geta snúið stöðunni til betri vegar í þágu barna og unglinga. Látum það vera jólagjöfina í ár, til æskunnar, að leggjast öll á eitt og krefjast úrbóta. Börnin okkar eiga það skilið að þau og framtíð þeirra séu sett í forgang, hvílum glansmyndir á samfélagsmiðlum og látum í okkur heyra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar