Innlent

Fjögur vilja stöðu ríkis­lög­reglu­stjóra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigríður Björk var ríkislögreglustjóri frá árinu 2020 þangað til í nóvember.
Sigríður Björk var ríkislögreglustjóri frá árinu 2020 þangað til í nóvember. Vísir/Vilhelm

Alls bárust fjórar umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu en meðal þeirra sem sækja um er settur ríkislögreglustjóri og settur fangelsismálastjóri.

Líkt og fram hefur komið sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir af sér sem ríkislögreglustjóri þann 10. nóvember síðastliðinn. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að fjórir hafi sótt um embættið.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

  • Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur/aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjóra.
  • Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri.
  • Grímur Hergeirsson, settur ríkislögreglustjóri.
  • Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri.

Fram kemur í tilkynningunni að Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, skipi í embættið þegar nefnd sem falið verður að meta hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Skipað er í embættið til fimm ára í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×