Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun