Innlent

Logi kynnti að­gerðir í þágu fjöl­miðla

Árni Sæberg skrifar
Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Fannar

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnir tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á blaðamannafundi klukkan 14. Fylgjast má með kynningu hans í beinni útsendingu á Vísi.

Tillögurnar voru kynntar ríkisstjórn í byrjun desember en þær byggja „á fjölþættum úrræðum sem vinna saman að því að styrkja íslenskan fjölmiðlamarkað í heild sinni og efla samkeppnishæfni hans gagnvart alþjóðlegum tæknirisum,“ að því er sagði í tilkynningu frá stjórnarráðinu, á sínum tíma.

Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið. Upptöku frá fundinum má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun.

Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla

Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×