Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2025 17:03 Sandra María Jessen er vissulega farin frá Þór/KA aftur í atvinnumennsku í Þýskalandi en félagið er enn að græða á að hafa haft hana í sínum röðum. Getty/Marcio Machado Breiðablik var í 44. sæti yfir þau félagslið sem fengu hæstu fjárhæðina vegna þátttöku leikmanna á EM kvenna í fótbolta í Sviss í sumar. Alls fengu þrjú íslensk félög tæplega 18,5 milljónir króna. Breiðablik fékk 59.130 evrur (um 8,7 milljónir króna) vegna þeirra Öglu Maríu Albertsdóttur, Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Telmu Ívarsdóttur, sem allar voru í EM-hópi Íslands. Valur fékk 43.800 evrur (um 6,5 milljónir króna) vegna Berglindar Rósar Ágústsdóttur og Natöshu Anasi, og Þór/KA fékk 21.900 evrur (um 3,2 milljónir króna) vegna Söndru Maríu Jessen. Um er að ræða bætur vegna þess tíma sem að leikmenn voru í burtu frá sínum félagsliðum, vegna EM. Alls voru greiddar út níu milljónir evra til 103 félaga í Evrópu, eða rúmlega 1,3 milljarðar króna, og er það tvöföldun frá því á EM 2022. Barcelona á toppi listans Upphæðin sem hvert félag fær fer eftir fjölda daga sem leikmenn voru í burtu frá sínu félagsliði, þar með taldir tíu dagar í undirbúningi fyrir mót og einn ferðadagur. Upphæðin var því 1.095 evrur á dag fyrir hvern leikmann, eða að lágmarki 21.900 evrur fyrir hvern leikmann. Ástæðan fyrir því að Breiðablik fékk ekki þrefalda þá upphæð er sú að greiðsla vegna Telmu skiptist á milli Breiðabliks og skoska félagsins Rangers sem hún var til skiptis á mála hjá í sumar. Agla María Albertsdóttir var ein þriggja leikmanna Breiðabliks á EM og tryggði sínu félagi þannig milljónir.Getty/Noemi Llamas Það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona fékk mest í sinn hlut en spænska félagið átti átján fulltrúa á mótinu og þar af tíu sem komust í úrslitaleik EM. Barcelona hlaut 567.210 evrur, eða jafnvirði um 84 milljóna króna. Bayern München, með Glódísi Perlu Viggósdóttur og fjölda fleiri leikmanna, kom næst með 465.375 evrur. Félögin fimm sem fengu mest: Barcelona 567.210 evrur Bayern München 465.375 evrur Chelsea 462.090 evrur Juventus 415.005 evrur Arsenal 408.435 evrur Breiðablik Þór Akureyri KA Valur EM 2025 í Sviss Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Breiðablik fékk 59.130 evrur (um 8,7 milljónir króna) vegna þeirra Öglu Maríu Albertsdóttur, Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Telmu Ívarsdóttur, sem allar voru í EM-hópi Íslands. Valur fékk 43.800 evrur (um 6,5 milljónir króna) vegna Berglindar Rósar Ágústsdóttur og Natöshu Anasi, og Þór/KA fékk 21.900 evrur (um 3,2 milljónir króna) vegna Söndru Maríu Jessen. Um er að ræða bætur vegna þess tíma sem að leikmenn voru í burtu frá sínum félagsliðum, vegna EM. Alls voru greiddar út níu milljónir evra til 103 félaga í Evrópu, eða rúmlega 1,3 milljarðar króna, og er það tvöföldun frá því á EM 2022. Barcelona á toppi listans Upphæðin sem hvert félag fær fer eftir fjölda daga sem leikmenn voru í burtu frá sínu félagsliði, þar með taldir tíu dagar í undirbúningi fyrir mót og einn ferðadagur. Upphæðin var því 1.095 evrur á dag fyrir hvern leikmann, eða að lágmarki 21.900 evrur fyrir hvern leikmann. Ástæðan fyrir því að Breiðablik fékk ekki þrefalda þá upphæð er sú að greiðsla vegna Telmu skiptist á milli Breiðabliks og skoska félagsins Rangers sem hún var til skiptis á mála hjá í sumar. Agla María Albertsdóttir var ein þriggja leikmanna Breiðabliks á EM og tryggði sínu félagi þannig milljónir.Getty/Noemi Llamas Það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona fékk mest í sinn hlut en spænska félagið átti átján fulltrúa á mótinu og þar af tíu sem komust í úrslitaleik EM. Barcelona hlaut 567.210 evrur, eða jafnvirði um 84 milljóna króna. Bayern München, með Glódísi Perlu Viggósdóttur og fjölda fleiri leikmanna, kom næst með 465.375 evrur. Félögin fimm sem fengu mest: Barcelona 567.210 evrur Bayern München 465.375 evrur Chelsea 462.090 evrur Juventus 415.005 evrur Arsenal 408.435 evrur
Breiðablik Þór Akureyri KA Valur EM 2025 í Sviss Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira