„Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar 21. desember 2025 09:32 Einar Ólafsson, fyrrverandi bókavörður og sagnfræðingur að mennt, skrifaði nýlega skoðanagrein á Vísi þar sem hann gagnrýnir yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands varðandi ógn sem stafar af Rússlandi gagnvart NATO. Grein Einars er vel skrifuð, fróðleg og sagnfræðilega samkvæm sjálfri sér. Hún er líka hæfilega afvopnandi á þann hátt að hún afvopnar fyrst og fremst lesandann, ekki ógnina sem hún fjallar um. Aðferðin er kunnugleg: Draga fram langt sögusamhengi, útskýra innrásir með „aðstæðum“, „áhrifasvæðum“ og „ótta stórvelda“, og enda svo á þeirri fullyrðingu að þetta segi okkur ekkert um ógnina núna. Það hljómar yfirvegað. Það er líka röng niðurstaða byggð á röngum forsendum. Stærsta vandamálið er það sem vantar í söguna Einar nefnir ekki einu orði leynilega stríðið sem Rússland háir í Evrópu í dag:netárásir á innviði, skemmdarverk á orku- og fjarskiptakerfum, áróðurshernaður, pólitískar íhlutanir, drónaflug yfir flugvöllum, skemmdarverk á neðansjávarinnviðum. Þetta er ekki sagnfræðilegt aukaatriði. Þetta er kjarninn í nútímaógninni. Úkraína er svo sett á stall með Tsjetsjeníu, Georgíu og Afganistan sem enn eitt dæmið í langri sögu útþenslu Rússlands. Stríðið í Úkraínu er hins vegar ekki einungis innrás. Það er tilraun til að endurskilgreina landamæri Evrópu með valdi, brjóta alþjóðalög kerfisbundið og sýna að vestræn varnarkerfi standi höllum fæti. Það er ástæðan fyrir því að NATO talar um Rússland sem mestu ógnina, ekki vegna innrása fyrri alda, heldur vegna kerfisbundinnar valdbeitingar frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingin „það hefur ekkert ríki ráðist inn í Rússland“ er sett fram af utanríkisráðherra til að undirstrika sögulegt mynstur rússneskrar valdbeitingar. Í meðförum Einars verður hún hins vegar hálfsannleikur notaður sem skjöldur, ekki til að greina ógnina, heldur til að afvopna hana. Jú, innrás nasista í Sovétríkin 1941 gleymdist í Silfrinu, en að nota þá reynslu til að réttlæta innrásir, áhrifasvæði og stöðuga sókn er ekki hlutlaus sagnfræði heldur sama röksemd og Kreml beitir í dag, röksemdafærsla síðustu aldar, ekki þessarar. Einar er sagnfræðingur. Það sést Greinin er skrifuð eins og stríð sé eitthvað sem gerist í bókum, ekki á flugvöllum, spítölum, barnaskólum og höfnum okkar þar sem borgaralegt samfélag verður skotmark. Hún er örugg úr fjarlægð, eins konar svefnlestur fyrir þá sem vilja trúa því að ógn hverfi ef hún er sett í nógu langt samhengi. Ógnarmat snýst ekki um fortíðina eina Það snýst um ásetning, getu og mynstur í dag.Sagan er - því miður - alls ekki búin. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Einar Ólafsson, fyrrverandi bókavörður og sagnfræðingur að mennt, skrifaði nýlega skoðanagrein á Vísi þar sem hann gagnrýnir yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands varðandi ógn sem stafar af Rússlandi gagnvart NATO. Grein Einars er vel skrifuð, fróðleg og sagnfræðilega samkvæm sjálfri sér. Hún er líka hæfilega afvopnandi á þann hátt að hún afvopnar fyrst og fremst lesandann, ekki ógnina sem hún fjallar um. Aðferðin er kunnugleg: Draga fram langt sögusamhengi, útskýra innrásir með „aðstæðum“, „áhrifasvæðum“ og „ótta stórvelda“, og enda svo á þeirri fullyrðingu að þetta segi okkur ekkert um ógnina núna. Það hljómar yfirvegað. Það er líka röng niðurstaða byggð á röngum forsendum. Stærsta vandamálið er það sem vantar í söguna Einar nefnir ekki einu orði leynilega stríðið sem Rússland háir í Evrópu í dag:netárásir á innviði, skemmdarverk á orku- og fjarskiptakerfum, áróðurshernaður, pólitískar íhlutanir, drónaflug yfir flugvöllum, skemmdarverk á neðansjávarinnviðum. Þetta er ekki sagnfræðilegt aukaatriði. Þetta er kjarninn í nútímaógninni. Úkraína er svo sett á stall með Tsjetsjeníu, Georgíu og Afganistan sem enn eitt dæmið í langri sögu útþenslu Rússlands. Stríðið í Úkraínu er hins vegar ekki einungis innrás. Það er tilraun til að endurskilgreina landamæri Evrópu með valdi, brjóta alþjóðalög kerfisbundið og sýna að vestræn varnarkerfi standi höllum fæti. Það er ástæðan fyrir því að NATO talar um Rússland sem mestu ógnina, ekki vegna innrása fyrri alda, heldur vegna kerfisbundinnar valdbeitingar frá 2014 til dagsins í dag. Fullyrðingin „það hefur ekkert ríki ráðist inn í Rússland“ er sett fram af utanríkisráðherra til að undirstrika sögulegt mynstur rússneskrar valdbeitingar. Í meðförum Einars verður hún hins vegar hálfsannleikur notaður sem skjöldur, ekki til að greina ógnina, heldur til að afvopna hana. Jú, innrás nasista í Sovétríkin 1941 gleymdist í Silfrinu, en að nota þá reynslu til að réttlæta innrásir, áhrifasvæði og stöðuga sókn er ekki hlutlaus sagnfræði heldur sama röksemd og Kreml beitir í dag, röksemdafærsla síðustu aldar, ekki þessarar. Einar er sagnfræðingur. Það sést Greinin er skrifuð eins og stríð sé eitthvað sem gerist í bókum, ekki á flugvöllum, spítölum, barnaskólum og höfnum okkar þar sem borgaralegt samfélag verður skotmark. Hún er örugg úr fjarlægð, eins konar svefnlestur fyrir þá sem vilja trúa því að ógn hverfi ef hún er sett í nógu langt samhengi. Ógnarmat snýst ekki um fortíðina eina Það snýst um ásetning, getu og mynstur í dag.Sagan er - því miður - alls ekki búin. Höfundur er varaformaður Varðmanna Íslands.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun