Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2025 13:01 Luka Vuskovic var bæði fljótur að átta sig og fljótur að taka ábyrgð í óhuganlegum aðstæðum. Getty/Christian Charisius Knattspyrnumaðurinn Luka Vuskovic er ekki gamall en hann vissi upp á hár hvernig ætti að bregðast við í lífshættulegum aðstæðum í leik í þýsku deildinni um helgina. Fyrir vikið var hann hetja dagsins og helgarinnar í þýska boltanum. Vuskovic greip þá til mögulega lífsbjargandi aðgerða eftir að Rasmus Kristensen meiddist í 1-1 jafntefli Hamburg og Frankfurt. Þessi átján ára gamli leikmaður flýtti sér að tryggja að Kristensen myndi ekki gleypa tunguna eftir að hann og Miro Muheim skullu saman. Kristensen, leikmaður Frankfurt, var skipt af velli stuttu síðar en slapp við alvarleg meiðsli. Um miðjan seinni hálfleik lenti Kristensen í umræddu slæmu samstuði og lá hreyfingarlaus á grasinu í nokkrar sekúndur á eftir. View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Hinn átján ára varnarmaður HSV hljóp að Dananum, sem var meðvitundarlaus, velti honum á hliðina og setti fingur upp í munn hans til að koma í veg fyrir að hann kyngdi tungunni. Strax á eftir kom læknateymi Frankfurt á staðinn og tók við meðferð Kristensens, sem kom fljótt til meðvitundar og gaf til kynna að hann væri tilbúinn að halda áfram. „Þetta var skelfileg stund þegar Rasmus lenti í samstuði við Muheim. Hæsta hrós til Vuskovic, sem áttaði sig á aðstæðum og brást mjög skjótt við,“ sagði Dino Toppmöller, þjálfari Frankfurt, á heimasíðu félagsins. Kristensen var áfram á vellinum í nokkrar mínútur eftir óhappið áður en honum var skipt út af. Að sögn Toppmöller var skiptingin þó ekki eingöngu vegna hins harða samstuðs. „Hann var líka í smá vandræðum með lærið. En Rasmus hefur það gott,“ sagði þjálfarinn. Luka Vušković was the hero during HSV’s Bundesliga match vs Eintracht Frankfurt after reacting immediately to a heavy collision between two players. The young centre-back provided first aid, pulling Rasmus Kristensen’s tongue to prevent choking before medical staff arrived. pic.twitter.com/mvOpozVUqN— Croatian Football 🇭🇷 (@croatian_footy) December 21, 2025 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Vuskovic greip þá til mögulega lífsbjargandi aðgerða eftir að Rasmus Kristensen meiddist í 1-1 jafntefli Hamburg og Frankfurt. Þessi átján ára gamli leikmaður flýtti sér að tryggja að Kristensen myndi ekki gleypa tunguna eftir að hann og Miro Muheim skullu saman. Kristensen, leikmaður Frankfurt, var skipt af velli stuttu síðar en slapp við alvarleg meiðsli. Um miðjan seinni hálfleik lenti Kristensen í umræddu slæmu samstuði og lá hreyfingarlaus á grasinu í nokkrar sekúndur á eftir. View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Hinn átján ára varnarmaður HSV hljóp að Dananum, sem var meðvitundarlaus, velti honum á hliðina og setti fingur upp í munn hans til að koma í veg fyrir að hann kyngdi tungunni. Strax á eftir kom læknateymi Frankfurt á staðinn og tók við meðferð Kristensens, sem kom fljótt til meðvitundar og gaf til kynna að hann væri tilbúinn að halda áfram. „Þetta var skelfileg stund þegar Rasmus lenti í samstuði við Muheim. Hæsta hrós til Vuskovic, sem áttaði sig á aðstæðum og brást mjög skjótt við,“ sagði Dino Toppmöller, þjálfari Frankfurt, á heimasíðu félagsins. Kristensen var áfram á vellinum í nokkrar mínútur eftir óhappið áður en honum var skipt út af. Að sögn Toppmöller var skiptingin þó ekki eingöngu vegna hins harða samstuðs. „Hann var líka í smá vandræðum með lærið. En Rasmus hefur það gott,“ sagði þjálfarinn. Luka Vušković was the hero during HSV’s Bundesliga match vs Eintracht Frankfurt after reacting immediately to a heavy collision between two players. The young centre-back provided first aid, pulling Rasmus Kristensen’s tongue to prevent choking before medical staff arrived. pic.twitter.com/mvOpozVUqN— Croatian Football 🇭🇷 (@croatian_footy) December 21, 2025
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira