„Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar 22. desember 2025 09:02 Enhanced Games, eða „Steraleikarnir“ ef svo mætti kalla þá munu að öllum líkindum fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2026. Eins og staðan er núna munu alls 50 íþróttamenn keppa í sundi, frjálsum íþróttum og lyftingum. Tilgangur þessa pistils er þó ekki að auglýsa viðburðinn ókeypis, heldur að skrifa niður nokkra punkta sem eru umhugsunarverðir varðandi þessa leika. Keppendur mega nota frammistöðubætandi efni sem eru bönnuð í öllum íþróttum. Ekki verður lyfjaprófað á leikunum. „Læknisskoðun“ fyrir keppni kemur í stað lyfjaprófa. Skipuleggjendur leikana hafa notað fjárhagslega hvata til þess að laða að þátttakendur enda lofa þeir að greiða keppendum mun meira en þeir myndu annars fá eða hafa nokkurn tímann fengið keppandi undir sínum alþjóðasamböndum í hefðbundnum íþróttakeppnum (heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum o.s.frv.). Sennilega er eitthvað til í því, og er það efni í aðra umræðu. En er þá eitthvað að því að fagna þessari nýju viðbót í bransann? Skoðum þetta aðeins. Hvað þýðir „læknisskoðun“ fyrir keppni? Jú, það þýðir að læknir metur ástand keppenda og segir til um hvort viðkomandi muni fá að keppa eða ekki. Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur. Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomnlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram. Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt. Mjög algengt er að aukaverkanir komi í ljós (löngu) eftir að notkun er hætt, og geta þær verið óafturkræfar. Skjótur gróði, en langtímakostnaður sem er á þeim tíma ósýnilegur. Það kallast á íslensku skammgóður vermir. „En læknirinn sagði að þetta væri í lagi?“ Læknisskoðun væri í þessu tilfelli ætlað að meta ástand dagsins (þó það sé takmörkunum háð), en hún kemur ekki í veg fyrir framtíðarskaða. Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir. Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steraleikarnir Lyf Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Enhanced Games, eða „Steraleikarnir“ ef svo mætti kalla þá munu að öllum líkindum fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2026. Eins og staðan er núna munu alls 50 íþróttamenn keppa í sundi, frjálsum íþróttum og lyftingum. Tilgangur þessa pistils er þó ekki að auglýsa viðburðinn ókeypis, heldur að skrifa niður nokkra punkta sem eru umhugsunarverðir varðandi þessa leika. Keppendur mega nota frammistöðubætandi efni sem eru bönnuð í öllum íþróttum. Ekki verður lyfjaprófað á leikunum. „Læknisskoðun“ fyrir keppni kemur í stað lyfjaprófa. Skipuleggjendur leikana hafa notað fjárhagslega hvata til þess að laða að þátttakendur enda lofa þeir að greiða keppendum mun meira en þeir myndu annars fá eða hafa nokkurn tímann fengið keppandi undir sínum alþjóðasamböndum í hefðbundnum íþróttakeppnum (heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum o.s.frv.). Sennilega er eitthvað til í því, og er það efni í aðra umræðu. En er þá eitthvað að því að fagna þessari nýju viðbót í bransann? Skoðum þetta aðeins. Hvað þýðir „læknisskoðun“ fyrir keppni? Jú, það þýðir að læknir metur ástand keppenda og segir til um hvort viðkomandi muni fá að keppa eða ekki. Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur. Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomnlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram. Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt. Mjög algengt er að aukaverkanir komi í ljós (löngu) eftir að notkun er hætt, og geta þær verið óafturkræfar. Skjótur gróði, en langtímakostnaður sem er á þeim tíma ósýnilegur. Það kallast á íslensku skammgóður vermir. „En læknirinn sagði að þetta væri í lagi?“ Læknisskoðun væri í þessu tilfelli ætlað að meta ástand dagsins (þó það sé takmörkunum háð), en hún kemur ekki í veg fyrir framtíðarskaða. Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir. Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun