Jólagjafir íslenskra vinnustaða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. desember 2025 12:03 Eflaust litu fæstir pakkarnir svona út þar sem að gjafabréfin voru einstaklega áberandi. Getty Nú styttist óðum í að flestir landsmenn tylli sér við jólatréð og opni jólagjafir. Líkt og síðustu ár eru gjafabréfin vinsælust en miðað við samantekt Vísis verður brjálað að gera í Kringlunni á næstunni. Starfsfólk Arion banka og Varðar eru meðal þeirra sem munu láta sjá sig í Kringlunni en þau fengu 60.000 króna gjafabréf í verslunarmiðstöðina. Starfsfólk Landsbankans fær að velja á milli gjafabréfa upp á 65.000 krónur hjá Icelandair, 69.000 krónur hjá Epal, 90.000 krónur hjá 66 norður, 67.000 krónur í Sælkerabúðina eða 55.000 krónur hjá Yay. Seðlabankinn leyfir starfsfólki sínu að velja á milli gjafabréfa að andvirði 40.000 króna í S4S, Sælkerabúðina, Íslandshótel eða Örninn golfverslun. Starfsfólk Skaga, sem á fjárfestingabankann Fossa og Vís, fær Marshall-hátalara og 30.000 króna gjafabréf í Sælkerabúðina. Hjá Lyfjavali, sem er í eigu Dranga, er 30.000 króna gjafabréf hjá Nettó í jólapakkanum og stendur einnig val á milli vínflösku eða konfekts. Líkt og fyrri ár gefur Marel 50.000 krónur í Kringluna og tvo frídaga í kringum jól og áramót. Mannskapurinn sem starfar hjá Icelandair mun líklegast einnig láta sjá sig í Kringlunni þar sem þau fá gjafabréf upp á 30.000 krónur. Össur fer sömu leið og gefur 50.000 krónur í Kringluna. Samskip gefur starfsfólki sínu 30.000 króna gjafabréf frá Dineout og frídag. Hjá Sjóvá leynist gjafakort upp á Draumagistingu hjá Íslandshótelum í pakkanum. Advania leyfir starfsfólki sínu að velja á milli gjafabréfs í Sælkerabúðina, 66 norður, Dimm, Íslandshótel, Skógarböðin, Borgarleikhúsið eða Píeta. Gjafabréfin voru 25.000 króna til 40.000 króna virði. Fjölmiðlarnir fæða fólkið Árvakur vill ekki að starfsfólk sitt verði svangt um jólin en í jólapakka þeirra leynist 25.000 gjafakort í Bónus, Nóa Siríus-konfekt og matreiðslubók. Rúv hefur einnig hugsað á sömu nótunum en þar fá allir 15.000 króna gjafabréf í Sælkerabúðina, konfekt og túlípana. Sýn leyfði starfsfólki sínu að velja á milli gjafabréfs í Hagkaup, Icelandair eða S4S að andvirði 20.000 til 25.000 króna. Starfsfólk Símans gat valið á milli 100.000 króna í 66 norður eða 80.000 krónur í versluninni Ásbjörn Ólafsson. Gjafirnar sem valda valkvíða Gjafir Landspítalans og Eimskipa eru líklegastar til að valda valkvíða. Hjá Landspítalanum er hægt að velja um gjafabréf í Fjallakofann, Kjötkompaní, Icewear, Sky Lagoon, Kol & Monkeys, Þjóðleikhúsið, Yay-gjafabréf eða að styrkja góðgerðamál í gegnum Mía Magic. Gjafabréfin voru frá 8.000 krónum upp í 15.900 krónur. Eimskip er með álíka marga valkosti en þar má velja á milli gjafabréfa í Icelandair, 66 norður, Bónus, Ormsson, Líf og list og Berjaya en upphæð gjafabréfanna var frá 40.000 krónum upp í 60.000 krónur. Einnig er úr nægu að velja hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsfólki stendur til boða að velja á milli 35.000 króna í 66 norður, 28.000 króna í Sindra, 25.000 króna í Dineout, 20.000 króna hjá Íslandshótelum eða að styrkja Píeta um tuttugu þúsund krónur. Fáir mjúkir pakkar Borgarleikhúsið leitaði ekki langt en þar fær starfsfólk 25.000 króna gjafabréf í Kringluna. Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur til boða að velja á milli ítalsks matarkassa, vínflöskukassa eða gjafabréfs í Eymundsson. Sveitarfélög víðs vegar um landið gefa álíka gjafir. Reykjavíkurborg gefur starfsfólki sínu val á milli gjafabréfs í Borgarleikhúsið, gjafabréfs hjá Sinfóníuhljómsveitinni eða gjafabréfs á Ylströndina í Nauthólsvík. Akureyrarbær gefur starfsfólki sínu 10.000 króna gjafabréf í Nettó og miða fyrir tvo á listasafn Akureyrar. Í Kópavogsbæ er gjafabréf upp á 10.000 krónur hjá Dineout í jólapakkanum en í Garðabæ eru það 15.000 krónur í verslanir Kringlunnar. Frumlega leiðin var farin í Vestmannaeyjabæ en þau gefa 9.000 króna gjafabréf í verslanir í Vestmannaeyjum en það var í jólakorti sem fyrstu bekkingar hönnuðu. Þau fengu einnig jólasvein sem starfsfólk í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, bjó til. Sýslumaðurinn á Austurlandi gefur sínu fólki tvo frídaga. Starfsfólk Sorpu bætist í hóp þeirra sem flykkjast í Kringluna. Afar fáir mjúkir pakkar eru á lista ársins. Í þeirra hópi Vegagerðinni sem gefur ullarbuxur frá 66 norður auk húfu og vettlinga og stjórnarráðið sem gefur bambus-sængurver úr Vogue. Betri samgöngur gefa einnig mjúkan pakka en í honum er ullarteppi. Háskólinn í Reykjavík leitaði líka í gjafakortið en starfsfólk þeirra fær sextíu þúsund króna gjafakort í Kringluna. Þeir sem starfa hjá Háskólanum á Akureyri fá gjafabréf upp á fimmtán þúsund krónur í Fisk Kompaní en starfsfólk Háskóla Íslands fær að velja á milli níu gjafakassa frá Akkúrat. Gjafabréfin allsráðandi Jólapakki Brimborgar samanstendur af 25.000 króna gjafabréfi í Bónus og rauðvínsflösku en hjá Kletti - sölu og þjónustu er 50.000 króna gjafabréf í Hagkaup í pakkanum. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur starfsfólki sínu 40.000 króna gjafabréf í ýmsar verslanir. Hugbúnaðarfyrirtækið Plaio fer þvert á viðmið um gjafabréf og fær starfsfólk þeirra pizzaofn frá Ooni. Í jólapökkum frá Sensa má finna 60.000 króna gjafakort í Kringluna. S4S, sem rekur verslanirnar Air, Ecco, Kaupfélagið, Ellingsen, Skechers og Steinar Waage, leitaði ekki langt líkt og fyrri ár en starfsfólk þeirra fær 40.000 króna inneign í verslanir S4S. Sömu sögu má segja um starfsfólk Olís, sem fær 50.000 króna inneign í verslanir Haga, sem eru Olís, Hagkaup og Bónus. Í jólapakka frá Útilíf er 15.000 króna inneign í verslunina auk hanska, bakpoka og konfekts. Natan hf. og Emmessís bætast í hóp þeirra sem gefa gjafabréf í Kringluna, upp á 35.000 krónur en sé starfsfólkið ekki til í að fara í verslunarmiðstöðina geta þau einnig valið sér nótt fyrir tvo hjá Fosshótelum og gætt sér á morgunmat í boði fyrirtækisins. Íslandshótel fer á móti straumnum í ár og gefur 30.000 króna gjafabréf í Smáralinda auk kassa af Julebryg, kassa af Appelsín og súkkulaði. Það sama gerði Bílaumboðið Askja sem gefur 40.000 króna gjafabréf í Smáralind eða 66 norður og einnig frídag til að nota í kringum hátíðarnar. Payday fylgdi hins vegar straumnum og fær starfsfólk þar 50.000 króna gjafabréf í verslanir Kringlunnar. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur eitthvað við listann að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Jól Neytendur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Starfsfólk Arion banka og Varðar eru meðal þeirra sem munu láta sjá sig í Kringlunni en þau fengu 60.000 króna gjafabréf í verslunarmiðstöðina. Starfsfólk Landsbankans fær að velja á milli gjafabréfa upp á 65.000 krónur hjá Icelandair, 69.000 krónur hjá Epal, 90.000 krónur hjá 66 norður, 67.000 krónur í Sælkerabúðina eða 55.000 krónur hjá Yay. Seðlabankinn leyfir starfsfólki sínu að velja á milli gjafabréfa að andvirði 40.000 króna í S4S, Sælkerabúðina, Íslandshótel eða Örninn golfverslun. Starfsfólk Skaga, sem á fjárfestingabankann Fossa og Vís, fær Marshall-hátalara og 30.000 króna gjafabréf í Sælkerabúðina. Hjá Lyfjavali, sem er í eigu Dranga, er 30.000 króna gjafabréf hjá Nettó í jólapakkanum og stendur einnig val á milli vínflösku eða konfekts. Líkt og fyrri ár gefur Marel 50.000 krónur í Kringluna og tvo frídaga í kringum jól og áramót. Mannskapurinn sem starfar hjá Icelandair mun líklegast einnig láta sjá sig í Kringlunni þar sem þau fá gjafabréf upp á 30.000 krónur. Össur fer sömu leið og gefur 50.000 krónur í Kringluna. Samskip gefur starfsfólki sínu 30.000 króna gjafabréf frá Dineout og frídag. Hjá Sjóvá leynist gjafakort upp á Draumagistingu hjá Íslandshótelum í pakkanum. Advania leyfir starfsfólki sínu að velja á milli gjafabréfs í Sælkerabúðina, 66 norður, Dimm, Íslandshótel, Skógarböðin, Borgarleikhúsið eða Píeta. Gjafabréfin voru 25.000 króna til 40.000 króna virði. Fjölmiðlarnir fæða fólkið Árvakur vill ekki að starfsfólk sitt verði svangt um jólin en í jólapakka þeirra leynist 25.000 gjafakort í Bónus, Nóa Siríus-konfekt og matreiðslubók. Rúv hefur einnig hugsað á sömu nótunum en þar fá allir 15.000 króna gjafabréf í Sælkerabúðina, konfekt og túlípana. Sýn leyfði starfsfólki sínu að velja á milli gjafabréfs í Hagkaup, Icelandair eða S4S að andvirði 20.000 til 25.000 króna. Starfsfólk Símans gat valið á milli 100.000 króna í 66 norður eða 80.000 krónur í versluninni Ásbjörn Ólafsson. Gjafirnar sem valda valkvíða Gjafir Landspítalans og Eimskipa eru líklegastar til að valda valkvíða. Hjá Landspítalanum er hægt að velja um gjafabréf í Fjallakofann, Kjötkompaní, Icewear, Sky Lagoon, Kol & Monkeys, Þjóðleikhúsið, Yay-gjafabréf eða að styrkja góðgerðamál í gegnum Mía Magic. Gjafabréfin voru frá 8.000 krónum upp í 15.900 krónur. Eimskip er með álíka marga valkosti en þar má velja á milli gjafabréfa í Icelandair, 66 norður, Bónus, Ormsson, Líf og list og Berjaya en upphæð gjafabréfanna var frá 40.000 krónum upp í 60.000 krónur. Einnig er úr nægu að velja hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsfólki stendur til boða að velja á milli 35.000 króna í 66 norður, 28.000 króna í Sindra, 25.000 króna í Dineout, 20.000 króna hjá Íslandshótelum eða að styrkja Píeta um tuttugu þúsund krónur. Fáir mjúkir pakkar Borgarleikhúsið leitaði ekki langt en þar fær starfsfólk 25.000 króna gjafabréf í Kringluna. Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur til boða að velja á milli ítalsks matarkassa, vínflöskukassa eða gjafabréfs í Eymundsson. Sveitarfélög víðs vegar um landið gefa álíka gjafir. Reykjavíkurborg gefur starfsfólki sínu val á milli gjafabréfs í Borgarleikhúsið, gjafabréfs hjá Sinfóníuhljómsveitinni eða gjafabréfs á Ylströndina í Nauthólsvík. Akureyrarbær gefur starfsfólki sínu 10.000 króna gjafabréf í Nettó og miða fyrir tvo á listasafn Akureyrar. Í Kópavogsbæ er gjafabréf upp á 10.000 krónur hjá Dineout í jólapakkanum en í Garðabæ eru það 15.000 krónur í verslanir Kringlunnar. Frumlega leiðin var farin í Vestmannaeyjabæ en þau gefa 9.000 króna gjafabréf í verslanir í Vestmannaeyjum en það var í jólakorti sem fyrstu bekkingar hönnuðu. Þau fengu einnig jólasvein sem starfsfólk í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, bjó til. Sýslumaðurinn á Austurlandi gefur sínu fólki tvo frídaga. Starfsfólk Sorpu bætist í hóp þeirra sem flykkjast í Kringluna. Afar fáir mjúkir pakkar eru á lista ársins. Í þeirra hópi Vegagerðinni sem gefur ullarbuxur frá 66 norður auk húfu og vettlinga og stjórnarráðið sem gefur bambus-sængurver úr Vogue. Betri samgöngur gefa einnig mjúkan pakka en í honum er ullarteppi. Háskólinn í Reykjavík leitaði líka í gjafakortið en starfsfólk þeirra fær sextíu þúsund króna gjafakort í Kringluna. Þeir sem starfa hjá Háskólanum á Akureyri fá gjafabréf upp á fimmtán þúsund krónur í Fisk Kompaní en starfsfólk Háskóla Íslands fær að velja á milli níu gjafakassa frá Akkúrat. Gjafabréfin allsráðandi Jólapakki Brimborgar samanstendur af 25.000 króna gjafabréfi í Bónus og rauðvínsflösku en hjá Kletti - sölu og þjónustu er 50.000 króna gjafabréf í Hagkaup í pakkanum. Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur starfsfólki sínu 40.000 króna gjafabréf í ýmsar verslanir. Hugbúnaðarfyrirtækið Plaio fer þvert á viðmið um gjafabréf og fær starfsfólk þeirra pizzaofn frá Ooni. Í jólapökkum frá Sensa má finna 60.000 króna gjafakort í Kringluna. S4S, sem rekur verslanirnar Air, Ecco, Kaupfélagið, Ellingsen, Skechers og Steinar Waage, leitaði ekki langt líkt og fyrri ár en starfsfólk þeirra fær 40.000 króna inneign í verslanir S4S. Sömu sögu má segja um starfsfólk Olís, sem fær 50.000 króna inneign í verslanir Haga, sem eru Olís, Hagkaup og Bónus. Í jólapakka frá Útilíf er 15.000 króna inneign í verslunina auk hanska, bakpoka og konfekts. Natan hf. og Emmessís bætast í hóp þeirra sem gefa gjafabréf í Kringluna, upp á 35.000 krónur en sé starfsfólkið ekki til í að fara í verslunarmiðstöðina geta þau einnig valið sér nótt fyrir tvo hjá Fosshótelum og gætt sér á morgunmat í boði fyrirtækisins. Íslandshótel fer á móti straumnum í ár og gefur 30.000 króna gjafabréf í Smáralinda auk kassa af Julebryg, kassa af Appelsín og súkkulaði. Það sama gerði Bílaumboðið Askja sem gefur 40.000 króna gjafabréf í Smáralind eða 66 norður og einnig frídag til að nota í kringum hátíðarnar. Payday fylgdi hins vegar straumnum og fær starfsfólk þar 50.000 króna gjafabréf í verslanir Kringlunnar. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslenskir vinnustaðir gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur eitthvað við listann að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Jól Neytendur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Laufey á landinu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira