Innlent

Hefði þurft hjól­börur undir öll verð­launin sín

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðný Ósk, ásamt Sigursveini Sigurðssyni, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands og Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara.
Guðný Ósk, ásamt Sigursveini Sigurðssyni, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands og Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði.

Brautskráningin fór fram föstudaginn 19. desember en í þetta skipti voru 60 nemendur brautskráðir af tíu námsbrautum skólans. Í ræðu sinni lagði skólameistari, Soffía Sveinsdóttir út af ýmsum þjóðþrifamálum og meðal annars varðveislu íslenskrar tungu. Hún hvatti nemendur til að huga að kunnáttu sinni í móðurmálinu og lesa meira á íslensku.

Eins og hefð er fyrir við brautskráningu voru nokkrir nemendur heiðraðir fyrir sérstaklega góðan árangur en þar stóð þó fremst uppi á meðal jafningja, Guðný Ósk Atladóttir, sem býr á Hvolsvelli en hún fékk nánast öll verðlaunin fyrir framúrskarandi námsárangur en hún var með 9,71 í meðaleinkunn.

„Þetta kom bara dálítið á óvart, ég bjóst ekki við að fá svona mikið af verðlaunum, ég átti alls ekki von á öllu þessu“, segir Guðný Ósk.

Guðný segir að stærðfræði hafi verið skemmtilegasta fagið í skólanum. En hvað tekur nú við hjá henni ?

„Líklegast að læra bara meira tengd viðskiptafræði og bókhaldi“.

Guðný Ósk Atladóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands en hún var með 9.71 í meðaleinkunn.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skólameistari skólans er að sjálfsögðu stoltur af árangri Guðnýjar.

„Þetta er bara stórkostlegur árangur. Hún fékk náttúrulega mjög mörg verðlaun og virðist vera jafnvígur nemandi. Þannig að þetta er með betri árangri, sem nemandi hefur náð hjá okkur,“ segir Soffía.

Soffía segir að vorönnin leggist vel í hana og starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlandi, það sé alltaf nóg að gera og mikil aðsókn að skólanum.

Skólameistari skólans er að sjálfsögðu stoltur af árangri Guðnýjar.

„Þetta er bara stórkostlegur árangur. Hún fékk náttúrulega mjög mörg verðlaun og virðist vera jafnvígur nemandi. Þannig að þetta er með betri árangri, sem nemandi hefur náð hjá okkur,“ segir Soffía.

Soffía segir að vorönnin leggist vel í hana og starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlandi, það sé alltaf nóg að gera og mikil aðsókn að skólanum.

Guðný Ósk með foreldrum sínum og afa og ömmu, sem eru bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×