Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Helga Edwardsdóttir og Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifa 22. desember 2025 17:02 Jólin eru oft kölluð hátíð ljóss, friðar og kærleika. Þau eru tími samveru, gleði og væntinga og fyrir mörg fela þau í sér fallegar stundir, minningar og hlýju. Fyrir fólk sem býr við langvinn og ósýnileg veikindi geta hátíðarnar hins vegar verið afar krefjandi. Desembermánuður gerir oft kröfur um og einkennist af mikilli samfélagslegri virkni. Boð, heimsóknir, samkomur, ferðalög, undirbúningur, aukið áreiti og breyttar venjur setja mark sitt á tímabilið. Fyrir fólk með skerta orku, viðkvæmt taugakerfi og/eða langvinn veikindi er þetta oft langt umfram það sem heilsan ræður við. Álagið safnast upp og getur haft veruleg áhrif á líðan, bæði líkamlega og andlega, ekki aðeins yfir hátíðarnar sjálfar heldur einnig langt fram eftir nýju ári. Veikindi sem ekki sjást utan á fólki eru ekki síður raunveruleg en þau sem sýnileg eru. Þau geta falið í sér mikla þreytu, verki, svima, skert orkuþol, svefnvandamál og erfiðleika við að halda einbeitingu og jafnvægi í daglegu lífi. Það sem fyrir mörg telst sjálfsagður hluti jólaundirbúnings getur fyrir önnur verið óyfirstíganlegt verkefni. Þegar einstaklingar með langvinn veikindi þurfa að draga úr þátttöku, afþakka boð eða halda sig til hlés yfir hátíðarnar er það ekki einföld ákvörðun og þarfnast skilnings frekar en skýringa. Oft felur það í sér að minnka væntingar, einfalda hefðir og gera mun minna en áður. Slík aðlögun snertir ekki aðeins þann sem er veikur heldur alla fjölskylduna. Fjölskyldumeðlimir þurfa einnig að laga sig að breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til samveru. Í þessari aðlögun getur þó einnig falist ákveðin fegurð. Með því að aðlaga umhverfið, hraða og væntingar að raunverulegri getu einstaklingsins skapast tækifæri til að móta nýjar hefðir. Hefðir sem einkennast af ró, nærveru og vellíðan fremur en afköstum og áreiti. Slíkar breytingar geta veitt heimilum meiri frið og jafnvægi og gert hátíðarnar aðgengilegri og innihaldsríkari fyrir öll. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að sýna skilning og aðgát, ekki aðeins gagnvart líkamlegri heilsu heldur einnig gagnvart andlegri líðan og sálrænum þáttum. Orð, viðhorf og væntingar hafa áhrif. Þrýstingur um þátttöku, jafnvel þegar hann er settur fram af góðum hug, getur aukið á vanlíðan og sektarkennd. Náungakærleikur birtist í því að virða mörk, trúa fólki þegar það lýsir eigin getu og sýna sveigjanleika. Hann felst í því að gera ráð fyrir fjölbreyttum þörfum og skilja að jól og hátíðir geta litið ólíkt út eftir aðstæðum hvers og eins. Slík nálgun skapar rými þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá að móta hátíðirnar á þann hátt sem heilsan leyfir. Jólin eiga að snúast um ást, frið og umhyggju. Sá boðskapur nær einnig til þeirra sem lifa með veikindi sem ekki sjást utan á þeim. Með meiri tillitssemi, minni kröfum og auknum skilningi getum við tryggt að fleiri fái að njóta hátíðanna á sínum eigin forsendum. Kannski er það einmitt kjarninn í jólunum að mæta hvert öðru þar sem við erum stödd, með virðingu, hlýju og kærleika. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, fyrirsvarskona SUM - Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands Sigríður Elín Ásgeirsdóttir, formaður Ský - félags fólks með post covid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru oft kölluð hátíð ljóss, friðar og kærleika. Þau eru tími samveru, gleði og væntinga og fyrir mörg fela þau í sér fallegar stundir, minningar og hlýju. Fyrir fólk sem býr við langvinn og ósýnileg veikindi geta hátíðarnar hins vegar verið afar krefjandi. Desembermánuður gerir oft kröfur um og einkennist af mikilli samfélagslegri virkni. Boð, heimsóknir, samkomur, ferðalög, undirbúningur, aukið áreiti og breyttar venjur setja mark sitt á tímabilið. Fyrir fólk með skerta orku, viðkvæmt taugakerfi og/eða langvinn veikindi er þetta oft langt umfram það sem heilsan ræður við. Álagið safnast upp og getur haft veruleg áhrif á líðan, bæði líkamlega og andlega, ekki aðeins yfir hátíðarnar sjálfar heldur einnig langt fram eftir nýju ári. Veikindi sem ekki sjást utan á fólki eru ekki síður raunveruleg en þau sem sýnileg eru. Þau geta falið í sér mikla þreytu, verki, svima, skert orkuþol, svefnvandamál og erfiðleika við að halda einbeitingu og jafnvægi í daglegu lífi. Það sem fyrir mörg telst sjálfsagður hluti jólaundirbúnings getur fyrir önnur verið óyfirstíganlegt verkefni. Þegar einstaklingar með langvinn veikindi þurfa að draga úr þátttöku, afþakka boð eða halda sig til hlés yfir hátíðarnar er það ekki einföld ákvörðun og þarfnast skilnings frekar en skýringa. Oft felur það í sér að minnka væntingar, einfalda hefðir og gera mun minna en áður. Slík aðlögun snertir ekki aðeins þann sem er veikur heldur alla fjölskylduna. Fjölskyldumeðlimir þurfa einnig að laga sig að breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til samveru. Í þessari aðlögun getur þó einnig falist ákveðin fegurð. Með því að aðlaga umhverfið, hraða og væntingar að raunverulegri getu einstaklingsins skapast tækifæri til að móta nýjar hefðir. Hefðir sem einkennast af ró, nærveru og vellíðan fremur en afköstum og áreiti. Slíkar breytingar geta veitt heimilum meiri frið og jafnvægi og gert hátíðarnar aðgengilegri og innihaldsríkari fyrir öll. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að sýna skilning og aðgát, ekki aðeins gagnvart líkamlegri heilsu heldur einnig gagnvart andlegri líðan og sálrænum þáttum. Orð, viðhorf og væntingar hafa áhrif. Þrýstingur um þátttöku, jafnvel þegar hann er settur fram af góðum hug, getur aukið á vanlíðan og sektarkennd. Náungakærleikur birtist í því að virða mörk, trúa fólki þegar það lýsir eigin getu og sýna sveigjanleika. Hann felst í því að gera ráð fyrir fjölbreyttum þörfum og skilja að jól og hátíðir geta litið ólíkt út eftir aðstæðum hvers og eins. Slík nálgun skapar rými þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá að móta hátíðirnar á þann hátt sem heilsan leyfir. Jólin eiga að snúast um ást, frið og umhyggju. Sá boðskapur nær einnig til þeirra sem lifa með veikindi sem ekki sjást utan á þeim. Með meiri tillitssemi, minni kröfum og auknum skilningi getum við tryggt að fleiri fái að njóta hátíðanna á sínum eigin forsendum. Kannski er það einmitt kjarninn í jólunum að mæta hvert öðru þar sem við erum stödd, með virðingu, hlýju og kærleika. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, fyrirsvarskona SUM - Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands Sigríður Elín Ásgeirsdóttir, formaður Ský - félags fólks með post covid
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun