Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Lovísa Arnardóttir skrifar 24. desember 2025 07:30 Svona lítur Spöngin út í dag. Einn veikleiki hennar að mati arkitekta er að hún er hönnuð fyrir fólk á einkabíl. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Borgarráð samþykkti í síðustu viku nýtt uppbyggingarsamkomulag við Reiti vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar, stækkunar á lóð og breyttrar nýtingar í Spönginni, Grafarvogi. Í greinargerð kemur fram að á lóðinni séu nú samtals 25.500 m2 atvinnuhúsnæði sem skiptist á fjölda fasteignanúmera. Lóðin sé á þannig svæði að gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum, skrifstofum, verslun og þjónustu. Íbúðir eru heimilar, einkum á efri hæðum bygginga á lóðinni. Deiliskipulagsvinna er í vinnslu og bíður endanlegrar samþykktar. Í greinargerð kemur fram að endanlegt deiliskipulag sé ekki frágengið og að byggingarmagn geti aukist eða minnkað frá þeirri hugmynd sem er fyrirliggjandi. Þær hugmyndir ganga jafnframt út á að fá keypta lóð úr borgarlandi sem er suðvestan megin á deiliskipulagsreitnum þar sem Reitir sjá fyrir sér að skipuleggja íbúðir og almenningsrými með gróðri og bekkjum og tengja þannig skipulagssvæðið við stoppistöð strætó. Dökkgrátt er núverandi byggingarmagn og ljósgrátt nýtt. Bílageymslur eru merktar með ljósbláum skálínum. Arkís Þá kemur einnig fram í greinargerð að í deiliskipulagsvinnunni verði skoðað í samráði við lóðarhafa að fækka bílastæðum á svæðinu eða flytja þau og gera svæðið sem mannvænlegast og aðgengilegt gangandi og hjólandi. Það sé forsenda fyrir sölu lóðar úr borgarlandi að vel takist til í þessu efni að mati umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. 15 milljónir í listsköpun Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðinni verði 20 prósent íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, að Félagsbústaðir hafi kauprétt á allt að fimm prósent íbúða á fyrir fram umsömdu föstu verði og að lóðarhafi skuldbindi sig til þess að leggja til 7,5 milljónir til listsköpunar. Reykjavíkurborg leggur til sömu upphæð. Þá kemur fram að miðað sé við að samþykkt deiliskipulag liggi ekki fyrir seinna en 18 mánuðum frá undirritun samkomulags og að sækja verði um byggingarleyfi innan sex mánaða frá því að deiliskipulag liggi fyrir. Reitir stefna, samkvæmt greinargerð, að því að hraða uppbyggingu á svæðinu og stefna að því að ljúka framkvæmdum innan 48 mánaða frá uppbyggingu byggingarleyfis. Dæmi um hughrif og hverfisbrag. Arkís Í greinargerð er að finna tillögu að uppbyggingu frá Arkís arkitektum. Þar kemur fram að stærð svæðisins sé alls 25.500 m² í dag og að á svæðinu séu 413 bílastæði. Þar kemur einnig fram að samkvæmt hugmyndum Reita um uppbyggingu á lóðinni stefni þau á að nýtt byggingarmagn verði 17.200 m2. Íbúðarrými verður samtals 12.500 m2 og verslun og þjónusta 3.500 m2, þá er gert ráð fyrir mathúsi/veitingastað 1.100 m2. Fjölbreytt og góð þjónusta Þar er einnig farið yfir styrkleika og veikleika svæðisins. Meðal styrkleika eru, til dæmis, að svæðið sé miðsvæðis í Grafarvogi, að þar séu góðar umferðartengingar, hverfið sé fjölmennt, það sé í nálægð við náttúru og það sé fjölbreytt og góð þjónusta þar. Meðal veikleika eru að svæðið sé skipulagt fyrir einkabíla, að það sé lítil nýting á landi, það sé ekki skjólsælt og að það séu stuttir opnunartímar verslana á svæðinu. Þar er einnig farið yfir þær breytingar sem verða gerðar á svæðinu. Reitunum er skipt í tvennt, það er reit A, það svæði sem er Spöngin í dag, og svo reit B, þar sem hjúkrunarheimilið er. Bæta á við íbúðum á báðum reitum. Á reit A er fjöldi bílastæða 413 en verður eftir breytingu 642, þar af verða 377 ofanjarðar og 265 neðanjarðar. Alls er gert ráð fyrir 125 bílastæðum fyrir íbúðir og 517 fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir 140 til 170 íbúðum ef meðalstærð þeirra er 75 til 90 fermetrar. Á reit B er gert ráð fyrir að bæta við íbúðabyggð. Íbúðirnar verði um 40 miðað við meðalstærð 75 til 90 fermetra. Loftmynd af svæðinu.Reykjavíkurborg Í tillögu Arkís segir að í auknum byggingarheimildum felist að það megi byggja tveggja til fimm hæða íbúðabyggð, viðbyggingu ofan á hús sem þegar eru og bílakjallara undir íbúðabyggð. Í nýbyggingum verði hægt að koma fyrir mathöll, samkomusal, banka eða pósthúsi og að hægt verði að bæta við þjónustukjarna fyrir eldri borgara. Hverfistorg fyrir viðburði Þá er gert ráð fyrir að húsin á svæðinu fái andlitslyftingu og þannig verði gert við framhlið þeirra, glerskyggni verði stækkað og útlit samræmt á svæðinu. Einnig er talað um að bæta umhverfið þannig að aðgengi gangandi og hjólandi verði aukið, trjám verði bætt við svæðið og hverfistorgi. Þá á einnig að breyta aðkomu að svæðinu og lýsingu. Í myndrænni lýsingu, sem má sjá að neðan, má sjá tillögur Arkís að breytingum. Þar er til dæmis lagt til að Bónusverslun verði færð um hæð og að ofan á verði þriggja hæða íbúðabyggð. Þá er lagt til að framhlið verslunar Hagkaups verði breytt og að bætt verði við hverfistorgi þar sem hægt verði að halda markaði og aðra viðburði. Dökkgrátt er núverandi byggingarmagn og ljósgrátt nýtt. Bílageymslur eru merktar með ljósbláum skálínum. Arkís Á fundi borgarráðs lagði bæði meirihluti og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram bókun varðandi málið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að þau styðji uppbygginguna en leggi þó áherslu á að skuggavarp hafi ekki neikvæð áhrif á nærliggjandi byggð. Mótmæla takmörkuðu aðgengi akandi Fulltrúarnir fagna því í bókuninni að bílastæðafjöldi samræmist fjölda íbúða en lýsa þó yfir áhyggjum af samgönguskipulagi borgarinnar fyrir svæðið og sitja hjá af þeim sökum. „Af gögnum virðist borgin áforma takmarkað aðgengi fyrir akandi að verslun og þjónustu á svæðinu. Telja fulltrúarnir mikilvægt að samgönguskipulagi verði breytt með þeim hætti að aðgengi að íbúðum, verslun og þjónustu verði gott, óháð þeim fararmáta sem fólk kann að velja sér,“ segir í bókuninni. Breyta á framhlið verslanna samkvæmt tillögu Arkís. Vísir/Vilhelm Í bókun meirihlutans kemur fram að á fundi borgarráðs hafi verið lagðir fram þrír samningar um uppbyggingu húsnæðis sem muni styðja við það forgangsmál samstarfsflokkanna að byggja upp fjölbreytt húsnæði til að mæta mikilli þörf borgarbúa fyrir öruggt og hagkvæmt húsnæði. Um er að ræða samninga um uppbyggingu við Suðurlandsbraut 56 þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð, við Nauthólsveg þar sem gert er ráð fyrir lífsgæðakjarna með möguleika á leik- og grunnskóla í inngarði og í Spönginni þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Stefnt er að uppbyggingu á fimmta hundrað íbúða samtals á þessum þremur svæðum. Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku nýtt uppbyggingarsamkomulag við Reiti vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar, stækkunar á lóð og breyttrar nýtingar í Spönginni, Grafarvogi. Í greinargerð kemur fram að á lóðinni séu nú samtals 25.500 m2 atvinnuhúsnæði sem skiptist á fjölda fasteignanúmera. Lóðin sé á þannig svæði að gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum, skrifstofum, verslun og þjónustu. Íbúðir eru heimilar, einkum á efri hæðum bygginga á lóðinni. Deiliskipulagsvinna er í vinnslu og bíður endanlegrar samþykktar. Í greinargerð kemur fram að endanlegt deiliskipulag sé ekki frágengið og að byggingarmagn geti aukist eða minnkað frá þeirri hugmynd sem er fyrirliggjandi. Þær hugmyndir ganga jafnframt út á að fá keypta lóð úr borgarlandi sem er suðvestan megin á deiliskipulagsreitnum þar sem Reitir sjá fyrir sér að skipuleggja íbúðir og almenningsrými með gróðri og bekkjum og tengja þannig skipulagssvæðið við stoppistöð strætó. Dökkgrátt er núverandi byggingarmagn og ljósgrátt nýtt. Bílageymslur eru merktar með ljósbláum skálínum. Arkís Þá kemur einnig fram í greinargerð að í deiliskipulagsvinnunni verði skoðað í samráði við lóðarhafa að fækka bílastæðum á svæðinu eða flytja þau og gera svæðið sem mannvænlegast og aðgengilegt gangandi og hjólandi. Það sé forsenda fyrir sölu lóðar úr borgarlandi að vel takist til í þessu efni að mati umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. 15 milljónir í listsköpun Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðinni verði 20 prósent íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, að Félagsbústaðir hafi kauprétt á allt að fimm prósent íbúða á fyrir fram umsömdu föstu verði og að lóðarhafi skuldbindi sig til þess að leggja til 7,5 milljónir til listsköpunar. Reykjavíkurborg leggur til sömu upphæð. Þá kemur fram að miðað sé við að samþykkt deiliskipulag liggi ekki fyrir seinna en 18 mánuðum frá undirritun samkomulags og að sækja verði um byggingarleyfi innan sex mánaða frá því að deiliskipulag liggi fyrir. Reitir stefna, samkvæmt greinargerð, að því að hraða uppbyggingu á svæðinu og stefna að því að ljúka framkvæmdum innan 48 mánaða frá uppbyggingu byggingarleyfis. Dæmi um hughrif og hverfisbrag. Arkís Í greinargerð er að finna tillögu að uppbyggingu frá Arkís arkitektum. Þar kemur fram að stærð svæðisins sé alls 25.500 m² í dag og að á svæðinu séu 413 bílastæði. Þar kemur einnig fram að samkvæmt hugmyndum Reita um uppbyggingu á lóðinni stefni þau á að nýtt byggingarmagn verði 17.200 m2. Íbúðarrými verður samtals 12.500 m2 og verslun og þjónusta 3.500 m2, þá er gert ráð fyrir mathúsi/veitingastað 1.100 m2. Fjölbreytt og góð þjónusta Þar er einnig farið yfir styrkleika og veikleika svæðisins. Meðal styrkleika eru, til dæmis, að svæðið sé miðsvæðis í Grafarvogi, að þar séu góðar umferðartengingar, hverfið sé fjölmennt, það sé í nálægð við náttúru og það sé fjölbreytt og góð þjónusta þar. Meðal veikleika eru að svæðið sé skipulagt fyrir einkabíla, að það sé lítil nýting á landi, það sé ekki skjólsælt og að það séu stuttir opnunartímar verslana á svæðinu. Þar er einnig farið yfir þær breytingar sem verða gerðar á svæðinu. Reitunum er skipt í tvennt, það er reit A, það svæði sem er Spöngin í dag, og svo reit B, þar sem hjúkrunarheimilið er. Bæta á við íbúðum á báðum reitum. Á reit A er fjöldi bílastæða 413 en verður eftir breytingu 642, þar af verða 377 ofanjarðar og 265 neðanjarðar. Alls er gert ráð fyrir 125 bílastæðum fyrir íbúðir og 517 fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir 140 til 170 íbúðum ef meðalstærð þeirra er 75 til 90 fermetrar. Á reit B er gert ráð fyrir að bæta við íbúðabyggð. Íbúðirnar verði um 40 miðað við meðalstærð 75 til 90 fermetra. Loftmynd af svæðinu.Reykjavíkurborg Í tillögu Arkís segir að í auknum byggingarheimildum felist að það megi byggja tveggja til fimm hæða íbúðabyggð, viðbyggingu ofan á hús sem þegar eru og bílakjallara undir íbúðabyggð. Í nýbyggingum verði hægt að koma fyrir mathöll, samkomusal, banka eða pósthúsi og að hægt verði að bæta við þjónustukjarna fyrir eldri borgara. Hverfistorg fyrir viðburði Þá er gert ráð fyrir að húsin á svæðinu fái andlitslyftingu og þannig verði gert við framhlið þeirra, glerskyggni verði stækkað og útlit samræmt á svæðinu. Einnig er talað um að bæta umhverfið þannig að aðgengi gangandi og hjólandi verði aukið, trjám verði bætt við svæðið og hverfistorgi. Þá á einnig að breyta aðkomu að svæðinu og lýsingu. Í myndrænni lýsingu, sem má sjá að neðan, má sjá tillögur Arkís að breytingum. Þar er til dæmis lagt til að Bónusverslun verði færð um hæð og að ofan á verði þriggja hæða íbúðabyggð. Þá er lagt til að framhlið verslunar Hagkaups verði breytt og að bætt verði við hverfistorgi þar sem hægt verði að halda markaði og aðra viðburði. Dökkgrátt er núverandi byggingarmagn og ljósgrátt nýtt. Bílageymslur eru merktar með ljósbláum skálínum. Arkís Á fundi borgarráðs lagði bæði meirihluti og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram bókun varðandi málið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kom fram að þau styðji uppbygginguna en leggi þó áherslu á að skuggavarp hafi ekki neikvæð áhrif á nærliggjandi byggð. Mótmæla takmörkuðu aðgengi akandi Fulltrúarnir fagna því í bókuninni að bílastæðafjöldi samræmist fjölda íbúða en lýsa þó yfir áhyggjum af samgönguskipulagi borgarinnar fyrir svæðið og sitja hjá af þeim sökum. „Af gögnum virðist borgin áforma takmarkað aðgengi fyrir akandi að verslun og þjónustu á svæðinu. Telja fulltrúarnir mikilvægt að samgönguskipulagi verði breytt með þeim hætti að aðgengi að íbúðum, verslun og þjónustu verði gott, óháð þeim fararmáta sem fólk kann að velja sér,“ segir í bókuninni. Breyta á framhlið verslanna samkvæmt tillögu Arkís. Vísir/Vilhelm Í bókun meirihlutans kemur fram að á fundi borgarráðs hafi verið lagðir fram þrír samningar um uppbyggingu húsnæðis sem muni styðja við það forgangsmál samstarfsflokkanna að byggja upp fjölbreytt húsnæði til að mæta mikilli þörf borgarbúa fyrir öruggt og hagkvæmt húsnæði. Um er að ræða samninga um uppbyggingu við Suðurlandsbraut 56 þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði á jarðhæð, við Nauthólsveg þar sem gert er ráð fyrir lífsgæðakjarna með möguleika á leik- og grunnskóla í inngarði og í Spönginni þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð með atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Stefnt er að uppbyggingu á fimmta hundrað íbúða samtals á þessum þremur svæðum.
Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira