Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 26. desember 2025 16:00 Það er staðreynd að meira en helmingur af öllum athugasemdum, svörum og póstum á samfélagsmiðlum í dag er sjálfvirk smíð úr höndum gervigreindarkerfa. Hátt í 3/4 af myndunum sem þú sérð og hratt vaxandi hluti myndbanda einnig. Þau eru farin að tala við þig með sama hætti og hver annar notandi, án þess að þú greinir mun. Þetta er því mjög falskur raunveruleiki sem þú ert að upplifa, þó hann kunni að virðast sífellt raunverulegri. Mikið af þessu gerviefni er notað sem áróður og til fjársvika, en hluti einnig sem skemmtiefni eða jafnvel tilraun til að vera gagnlegt. Klárum loks frásögnina af hinu dularfulla hvarfi („Fólkið sem hverfur...“ og „Var ég ekki nógu mikils virði?“). Spólað til baka Fyrr á árinu var ég að gantast í Fb spjalli við vin minn og komu þar m.a. kreditkort við sögu. Spjallinu lauk og að flissi loknu gaf ég því ekki frekari gaum. Í skýjuðu gagnaveri Facebook heyrðist þó skömmu síðar áberandi hátt „klonk!“ og á gólfið datt óþarflega þungt plastegg, varla stærra en konfektmoli. Samviskusamur starfsmaður hljóp til, greip eggið og opnaði. Innihaldið var lítill bréfmiði, sem á stóð: Abbabbabb! Starfsmaðurinn vissi hvað þetta þýddi og kallaði samstundis að stjórnborðinu: „Loka fyrir notanda 1490517 !“ Tölvupóstur barst öðru skýjuðu gagnaveri, sem leiddi til þess að símtækið mitt sagði: „bank!“. Bankið var kunnuglegt, svo frekar en að fara til dyra, greip ég símtækið og gjóaði augum að umræddum tölvupósti. Aðgerðartilkynning frá Facebook? Sjálfsagt eitthvað svindl. Við nánari athugun mættu mér þó luktar dyr og á þeim handskrifaður miði, illlæsilegur en virtist staðfesta innihald tölvupóstsins. Mér var boðið að ýta á takka ef ég væri ósammála. Við tók samfélagsleg fjarvera þar til einn daginn: lokun aflétt. Rafmagnsstóllinn Orsökin kom aldrei fram, en við enduropnun var beðist afsökunar. Ég var víst hafður fyrir rangri sök af sjálfvirku kerfi. Rafmagnsstóllinn óvart settur í gang, en „Úbbs!“ bara mistök, slökkt á honum nokkrum vikum síðar. Næstu mánuði endurtók sagan sig 4-5 sinnum, þar til nú síðast kom ekkert „Úbbs!“. Ég ýtti á sama takka og vanalega. Sá breytir stöðunni bakvið tjöldin úr "sjálfvirk lokun" í "endurskoða" og hverfur svo. Skilaboð á skjánum staðfesta beiðnina. Nokkrum vikum síðar fékk ég tölvupóst: Endurskoðunarbeiðni ókláruð. Líkt og aldrei hafi verið ýtt á takkann, þó hann sé horfinn og tíminn að renna út. Þetta reyndist þekkt vandamál, en án úrlausnar og því ekkert framundan nema áframhaldandi lokun. Rétt að koma því á framfæri að það er ekki bannað að ræða um kreditkort. Það getur þó myndað hluta af mynstri sem kerfið telur líklegra að tilheyri svikahröppum, frekar en notandanum. Gervigreindin vinnur útfrá líkindum. Kunni hún ekki að lesa rétt í aðstæður, skilar hún röngum niðurstöðum. Leik lokið Upplýsingaflæði samfélagsmiðla getur verið mjög gagnlegt, jafnvel nauðsynlegt. Með tímanum getur það þó gefið fólki mjög skakka sýn á raunveruleikann, jafnvel brenglað tilfinninga- og félagsþroska. Rannsóknir, líka hjá Meta, virðast sýna að geðheilsa hins almenna notanda batnar við minni notkun á samfélagsmiðlum. Uppistaðan af efni samfélagsmiðla er jú í vaxandi mæli auglýsingar, upplýsingaóreiða og svikatilraunir. Það sem eftir situr eru afmæliskveðjur og "fúli kallinn" að röfla í bergmálshellinum sínum. Þessi sem rangtúlkar öll viðbrögð sem valideringu á sínum ranghugmyndum. Er það ekki nærri lagi? Hver hvarf? Frá sjónarhorni minna vina má segja að ég hafi horfið, líkt og tugir til hundruðir þúsunda annarra víða um heim. Tengingar mínar rofnuðu við marga vini, ættingja og skemmtilega hópa sem ég mun sakna. Hvarfið sem ég upplifði sterkast var þó allt nöldrið. Allt fólkið sem skiptist á að gera lítið úr hvert öðru, fullt af hroka, kvartandi yfir minnstu hlutum sama hvort þeir skipta máli eður ei. Skyndilega upplifi ég sama og ekkert kvabb, kvart, röfl og nöldur. Það bara... hvarf. Einn daginn birtist ég kannski aftur. Hver og einn þarf auðvitað bara að meta sjálfur hvort hann fái meira jákvætt eða neikvætt úr veru á samfélagsmiðlum. Sífelldi nöldurkliðurinn innanum auglýsingarnar er lúmskt lýjandi en auðvelt að verða samdauna honum. Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að meira en helmingur af öllum athugasemdum, svörum og póstum á samfélagsmiðlum í dag er sjálfvirk smíð úr höndum gervigreindarkerfa. Hátt í 3/4 af myndunum sem þú sérð og hratt vaxandi hluti myndbanda einnig. Þau eru farin að tala við þig með sama hætti og hver annar notandi, án þess að þú greinir mun. Þetta er því mjög falskur raunveruleiki sem þú ert að upplifa, þó hann kunni að virðast sífellt raunverulegri. Mikið af þessu gerviefni er notað sem áróður og til fjársvika, en hluti einnig sem skemmtiefni eða jafnvel tilraun til að vera gagnlegt. Klárum loks frásögnina af hinu dularfulla hvarfi („Fólkið sem hverfur...“ og „Var ég ekki nógu mikils virði?“). Spólað til baka Fyrr á árinu var ég að gantast í Fb spjalli við vin minn og komu þar m.a. kreditkort við sögu. Spjallinu lauk og að flissi loknu gaf ég því ekki frekari gaum. Í skýjuðu gagnaveri Facebook heyrðist þó skömmu síðar áberandi hátt „klonk!“ og á gólfið datt óþarflega þungt plastegg, varla stærra en konfektmoli. Samviskusamur starfsmaður hljóp til, greip eggið og opnaði. Innihaldið var lítill bréfmiði, sem á stóð: Abbabbabb! Starfsmaðurinn vissi hvað þetta þýddi og kallaði samstundis að stjórnborðinu: „Loka fyrir notanda 1490517 !“ Tölvupóstur barst öðru skýjuðu gagnaveri, sem leiddi til þess að símtækið mitt sagði: „bank!“. Bankið var kunnuglegt, svo frekar en að fara til dyra, greip ég símtækið og gjóaði augum að umræddum tölvupósti. Aðgerðartilkynning frá Facebook? Sjálfsagt eitthvað svindl. Við nánari athugun mættu mér þó luktar dyr og á þeim handskrifaður miði, illlæsilegur en virtist staðfesta innihald tölvupóstsins. Mér var boðið að ýta á takka ef ég væri ósammála. Við tók samfélagsleg fjarvera þar til einn daginn: lokun aflétt. Rafmagnsstóllinn Orsökin kom aldrei fram, en við enduropnun var beðist afsökunar. Ég var víst hafður fyrir rangri sök af sjálfvirku kerfi. Rafmagnsstóllinn óvart settur í gang, en „Úbbs!“ bara mistök, slökkt á honum nokkrum vikum síðar. Næstu mánuði endurtók sagan sig 4-5 sinnum, þar til nú síðast kom ekkert „Úbbs!“. Ég ýtti á sama takka og vanalega. Sá breytir stöðunni bakvið tjöldin úr "sjálfvirk lokun" í "endurskoða" og hverfur svo. Skilaboð á skjánum staðfesta beiðnina. Nokkrum vikum síðar fékk ég tölvupóst: Endurskoðunarbeiðni ókláruð. Líkt og aldrei hafi verið ýtt á takkann, þó hann sé horfinn og tíminn að renna út. Þetta reyndist þekkt vandamál, en án úrlausnar og því ekkert framundan nema áframhaldandi lokun. Rétt að koma því á framfæri að það er ekki bannað að ræða um kreditkort. Það getur þó myndað hluta af mynstri sem kerfið telur líklegra að tilheyri svikahröppum, frekar en notandanum. Gervigreindin vinnur útfrá líkindum. Kunni hún ekki að lesa rétt í aðstæður, skilar hún röngum niðurstöðum. Leik lokið Upplýsingaflæði samfélagsmiðla getur verið mjög gagnlegt, jafnvel nauðsynlegt. Með tímanum getur það þó gefið fólki mjög skakka sýn á raunveruleikann, jafnvel brenglað tilfinninga- og félagsþroska. Rannsóknir, líka hjá Meta, virðast sýna að geðheilsa hins almenna notanda batnar við minni notkun á samfélagsmiðlum. Uppistaðan af efni samfélagsmiðla er jú í vaxandi mæli auglýsingar, upplýsingaóreiða og svikatilraunir. Það sem eftir situr eru afmæliskveðjur og "fúli kallinn" að röfla í bergmálshellinum sínum. Þessi sem rangtúlkar öll viðbrögð sem valideringu á sínum ranghugmyndum. Er það ekki nærri lagi? Hver hvarf? Frá sjónarhorni minna vina má segja að ég hafi horfið, líkt og tugir til hundruðir þúsunda annarra víða um heim. Tengingar mínar rofnuðu við marga vini, ættingja og skemmtilega hópa sem ég mun sakna. Hvarfið sem ég upplifði sterkast var þó allt nöldrið. Allt fólkið sem skiptist á að gera lítið úr hvert öðru, fullt af hroka, kvartandi yfir minnstu hlutum sama hvort þeir skipta máli eður ei. Skyndilega upplifi ég sama og ekkert kvabb, kvart, röfl og nöldur. Það bara... hvarf. Einn daginn birtist ég kannski aftur. Hver og einn þarf auðvitað bara að meta sjálfur hvort hann fái meira jákvætt eða neikvætt úr veru á samfélagsmiðlum. Sífelldi nöldurkliðurinn innanum auglýsingarnar er lúmskt lýjandi en auðvelt að verða samdauna honum. Höfundur er tölvunarfræðingur, menntaður í – en ekki af – gervigreind.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun