Innlent

Lög­regla lokaði Smá­ríkinu og Nýju vínbúðinni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Starfsmönnum var þó sagt að heimsendingar væru í himnalagi.
Starfsmönnum var þó sagt að heimsendingar væru í himnalagi. Vísir/Samsett

Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.

Á heimasíðu Smáríkisins, netverslunar með áfengi á höfuðborgarsvæðinu, kemur fram að síðdegis í dag hafi lögregla lokað afhendingarstöðum fyrirtækisins.

Þetta skilti blasir við tilvonandi viðskiptavinum á heimasíðu Smáríkisins.Skjáskot

Sömuleiðis kemur fram í tilkynningu frá lögreglu að tvö fyrirtæki hafi verið sektuð fyrir að afhenda áfengi í leyfisleysi. 

Starfsmaður Nýju vínbúðarinnar segir að lögregla hafi sömuleiðis bankað upp á hjá þeim í Hamraborginni. Lögreglan lokaði afhendingarstöðinni og sagði það vera vegna þess að í dag væri hátíðisdagur. Afhendingarstaðurinn var opinn í gær, á jóladag.

Fyrirtækinu var hins vegar ekki gert að hætta starfsemi heldur sagði lögregla að það mætti keyra sendingar heim en að enginn mætti sækja vörur sínar í starfstöð fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×