Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2025 08:00 Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar