Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2025 15:50 Dominic Calvert-Lewin halda engin bönd þessa dagana. getty/Stu Forster Sunderland og Leeds United skildu jöfn, 1-1, í nýliðaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Dominic Calvert-Lewin heldur áfram að skora fyrir Leeds. Þetta var fimmti leikur Leeds í röð án þess að tapa. Liðið er í 16. sæti deildarinnar með tuttugu stig, sjö stigum frá fallsæti. Sunderland hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum, Ljósvangi, á tímabilinu. Liðið er í 7. sæti með 28 stig. Simon Adingra kom Sunderland yfir með laglegu marki á 28. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Calvert-Lewin metin þegar hann rak smiðshöggið á góða sókn Leeds. Allir ellefu leikmenn liðsins snertu boltann í aðdraganda marksins. Calvert-Lewin hefur nú skorað í sex leikjum í röð, alls sjö mörk. Hann er fyrsti leikmaður Leeds sem skorar í sex leikjum í efstu deild síðan John McCole afrekaði það tímabilið 1959-60. 6 - Dominic Calvert-Lewin is the first Leeds United player to score in six top-flight games in a row since John McCole in the 1959-60 campaign. Clinical. pic.twitter.com/nIL3u5XYhn— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2025 Næstu leikir beggja liða eru á nýársdag. Sunderland tekur þá á móti Manchester City á meðan Leeds United sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Enski boltinn Leeds United Sunderland AFC
Sunderland og Leeds United skildu jöfn, 1-1, í nýliðaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Dominic Calvert-Lewin heldur áfram að skora fyrir Leeds. Þetta var fimmti leikur Leeds í röð án þess að tapa. Liðið er í 16. sæti deildarinnar með tuttugu stig, sjö stigum frá fallsæti. Sunderland hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum, Ljósvangi, á tímabilinu. Liðið er í 7. sæti með 28 stig. Simon Adingra kom Sunderland yfir með laglegu marki á 28. mínútu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Calvert-Lewin metin þegar hann rak smiðshöggið á góða sókn Leeds. Allir ellefu leikmenn liðsins snertu boltann í aðdraganda marksins. Calvert-Lewin hefur nú skorað í sex leikjum í röð, alls sjö mörk. Hann er fyrsti leikmaður Leeds sem skorar í sex leikjum í efstu deild síðan John McCole afrekaði það tímabilið 1959-60. 6 - Dominic Calvert-Lewin is the first Leeds United player to score in six top-flight games in a row since John McCole in the 1959-60 campaign. Clinical. pic.twitter.com/nIL3u5XYhn— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2025 Næstu leikir beggja liða eru á nýársdag. Sunderland tekur þá á móti Manchester City á meðan Leeds United sækir Englandsmeistara Liverpool heim.