Enski boltinn

Sjáðu frá­bært sam­spil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin hefur skorað sjö mörk í síðustu sex leikjum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni.
Dominic Calvert-Lewin hefur skorað sjö mörk í síðustu sex leikjum Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. getty/Stu Forster

Átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Dominic Calvert-Lewin heldur áfram að skora fyrir Leeds United á meðan fyrsta mark Archies Gray fyrir Tottenham reyndist gulls ígildi.

Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð þegar Leeds gerði 1-1 jafntefli við Sunderland í nýliðaslag á Ljósvangi.

Simon Adingra kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Calvert-Lewin jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. Mark Calverts-Lewin kom eftir frábæra sókn Leeds þar sem allir ellefu leikmenn liðsins snertu boltann.

Eftir að hafa ekki skorað í fyrstu 59 leikjum sínum fyrir Tottenham gerði Gray eina mark liðsins þegar það sótti Crystal Palace heim á Selhurst Park. Lokatölur 0-1, Spurs í vil.

Hinn nítján ára Gray skoraði markið sem réði úrslitum þremur mínútum fyrir hálfleik. Hann kom boltann þá í netið af stuttu færi með höfðinu eftir að Richarlison skallaði boltann til hans eftir hornspyrnu.

Lukkudísirnar voru ekki á blandi Richarlisons í gær en tvö mörk voru dæmd af Brassanum.

Mörkin þrjú úr ensku úrvalsdeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Gray hetja Tottenham

Tottenham vann 1-0 útisigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni síðdegis. Skotinn ungi Archie Gray var hetja gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×