Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar 29. desember 2025 09:02 Varðskipin Þór og Freyja liggja við hafnarbakkan stærstan part ársins vegna rekstrarvanda, þó svo stjórnvöld hafi mokað tugmilljörðum skattfjár í rekstur varðskipanna til gæslu og björgunar. Varðskipið Þór var smíðað 2007–2011 og sett í þjónustu við Reykjavíkurhöfn árið 2011. Síðustu fjórtán ár hefur varðskipið Þór varið stærstum hluta ársins við hafnarkantinn, vannýtt, vegna rekstrarfjárskorts, skipulagsvanda og pólitísks ábyrgðarleysis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lét sér ekki segjast og samþykkti árið 2021 að kaupa nýtt (notað) varðskip vegna bilunar í Tý; viðgerð sem var ekki talin forsvaranleg. Ákvörðun um kaup á Freyju var tekin á tíma þegar rekstrarvandi Landhelgisgæslunnar var þegar þekktur, fjármögnun rekstrar ekki tryggð og önnur mikilvæg samfélagskerfi glímdu við alvarlegan skort. Að ráðast í frekari fjárfestingar án raunhæfs rekstrargrundvallar og skýrs langtímasjónarmiðs var óábyrgt og ber vitni um skort á skipulagðri stefnumótun og ábyrgri forgangsröðun. Kaup á nýju varðskipi, Freyju, voru glórulaus frá upphafi, sé litið til rekstrarvanda Landhelgisgæslunnar, heilbrigðiskerfis í rúst og annarra innviða í vanda. Það hefði, hið minnsta, verið eðlilegra að kaupa minna skip sem væri ódýrara í rekstri. Víðsvegar í heiminum eru notaðir minni og hagkvæmari varð- og björgunarbátar til sömu starfa og aðlagaðir að fjárhagslegri getu. Rekstrafyrirkomulagið, sem er viðhaft á Siglufirði við rekstur Freyju, er í besta falli galið, sé litið til hagkvæmni og meðferðar á skattfé. Það er með ólíkindum að hægt sé að réttlæta milljarðaútgjöld með því að gera skipin út í núverandi mynd, með sitthvorri áhöfn, eins og um fullt starf væri að ræða. Síðan er reynt að verja og réttlæta bullið með því að skipin séu gerð út til skiptis og öðru yfirklóri, þó svo varðskipin séu bundin við hafnabakkann stærri part ársins. Á undanförnum árum hefur Landhelgisgæslan sætt gagnrýni, meðal annars frá Ríkisendurskoðun, fyrir að fjármagnið sem hún fær nýtist ekki sem skyldi. Rekstrarkostnaður er óheyrilegur og úthald skipanna hefur verið ógagnsætt og villandi. Mönnun hefur verið ófullnægjandi; ekki er nóg af áhöfnum til að halda skipum virkum til sjóstarfa. Annað rekstrar- og skipulagslegt ójafnvægi, óljós stefna og langtímaplön, tengd mönnun, skiptingu og rekstri, eru einnig vandamál. Enginn einkarekinn aðili eða skynsamlegur fyrirtækjarekstur myndi láta þetta ábyrgðarlausa rekstrarfyrirkomulag viðgangast. Það er löngu tímabært að æðstu strumpar ríkisstofnana átti sig á sínum vitjunartíma og geti ekki setið eins og um æfistarfið sé að ræða. Stjórnvöld ábyrgðarlaus – þjóðin borgar Í stað þess að viðurkenna vandann, greina hann af festu og ráðast í raunverulegar úrbætur, hafa stjórnvöld að mestu leyti kosið að tala yfir þetta, slá málin af með almennum frösum og hunsa ástandið. En staðreyndirnar hverfa ekki: Skipin, sem áttu að vera burðarás öryggis á hafinu, eru stóran hluta ársins í höfn, í slypp eða annarri yfirhalningu og sýndarmennsku. Rekstur kerfisins er ekki í takt við fjárfestingarnar. Skattgreiðendur borga fyrir tækjakost sem nýtist ekki sem skyldi. Rekstrarkostnaður og úthald skipanna eru ógagnsæ og villandi. Á sama tíma blæðir heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og grunnþjónusta þjóðarinnar — og þá er sagt að „ekki sé til fjármagn“. Það er hins vegar til fyrir misheppnaðar, ósamræmdar og illa skipulagðar ákvarðanir í rekstri þjóðaröryggistækja. Fiskveiða- og kaupskipaflotinn er stór og öflugur og getur almennt brugðist innbyrðis við aðkallandi verkefnum sem koma upp, ásamt því að í flestum byggðarlögum eru vel útbúnir björgunarbátar til taks, með skjótum hætti, sem er lykilatriði. Stundum þarf að taka stærri hagsmuni fram yfir þá minni, ekki síst þegar litið er til þess hvers konar fjáraustur sé hægt að réttlæta. Öryggi á ekki að snúast upp í andhverfu sína. Þetta er ekki smávægilegt rekstrarvandamál. Þetta er kerfisbilun. Þetta er virðingarleysi við skattfé almennings og þetta er skömm fyrir stjórnvöld, sem ættu að gæta hagsmuna þjóðarinnar — en grafa sig í staðinn dýpra í stærri vandamál með enn óskynsamlegri ákvörðunum. Eftirlitshlutverk ríkisstofnana bera ekki síður ábyrgð á því að framangreint ástand hafi fengið að viðgangast í einn og hálfan áratug, meðan þjóðin er að blæða út. Þetta snýst ekki um að vera á móti Landhelgisgæslunni. Starfsfólk hennar vinnur mikilvægt starf — enginn dregur það í efa. Vandinn liggur ekki þar; hann liggur í stjórnun, pólitískum ákvörðunum, forgangsröðun og ábyrgðarleysi. Yfirstjórn, „silkihúfur“ Landhelgisgæslunnar, ber einnig sína ábyrgð — ekki síst fyrir að láta kaupa annað skip, sem er væntanlega mun dýrara í rekstri, á sama tíma og ekki var rekstrargrundvöllur til staðar fyrir Þór, jafnvel þótt siglt væri eftir ódýrari olíu til Færeyja. Varðskipin Týr og Ægir voru leigð Evrópusambandinu í samtals 364 daga árið 2011. Þetta er meira en tvöfaldur sá tími sem skipin voru á sjó við Ísland á vegum Landhelgisgæslunnar, og ekkert varðskip var á sjó við Ísland í fimm mánuði, frá lokum maí þar til varðskipið Þór kom til Íslands í fyrsta skipti undir lok október. Það er ljóst að núverandi rekstrarfyrirkomulag Landhelgisgæslunnar er hvorki sjálfbært né í samræmi við þá fjárfestingu sem þjóðin hefur lagt í þessi mikilvægu öryggistæki. Milljarðar króna liggja ónotaðir í skipum sem ættu að gegna lykilhlutverki í þjónustu við landsmenn, á sama tíma og önnur brýn samfélagsverkefni glíma við skort. Þjóðin er að takast á við ónýtt heilbrigðis- og vegakerfi vegna fjárskorts, með hryllilegum fórnakostnaði. Tímabært er að stjórnvöld axli skýra ábyrgð, endurmeti stefnu og öryggi, tryggi raunhæfan rekstrargrundvöll og forgangsraði þannig að fjármunir nýtist þjóðinni sem best — ekki aðeins í orði heldur í verki. Það er óásættanlegt að glórulaus fjáraustur og yfirklór haldi áfram. Ískalt mat og pólitískur kjarkur þarf að eiga sér stað í Stjórnaráði Íslands svo unnt sé að endurheimta traust, ábyrgð og raunverulegt öryggi fyrir þjóðina. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Varðskipin Þór og Freyja liggja við hafnarbakkan stærstan part ársins vegna rekstrarvanda, þó svo stjórnvöld hafi mokað tugmilljörðum skattfjár í rekstur varðskipanna til gæslu og björgunar. Varðskipið Þór var smíðað 2007–2011 og sett í þjónustu við Reykjavíkurhöfn árið 2011. Síðustu fjórtán ár hefur varðskipið Þór varið stærstum hluta ársins við hafnarkantinn, vannýtt, vegna rekstrarfjárskorts, skipulagsvanda og pólitísks ábyrgðarleysis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur lét sér ekki segjast og samþykkti árið 2021 að kaupa nýtt (notað) varðskip vegna bilunar í Tý; viðgerð sem var ekki talin forsvaranleg. Ákvörðun um kaup á Freyju var tekin á tíma þegar rekstrarvandi Landhelgisgæslunnar var þegar þekktur, fjármögnun rekstrar ekki tryggð og önnur mikilvæg samfélagskerfi glímdu við alvarlegan skort. Að ráðast í frekari fjárfestingar án raunhæfs rekstrargrundvallar og skýrs langtímasjónarmiðs var óábyrgt og ber vitni um skort á skipulagðri stefnumótun og ábyrgri forgangsröðun. Kaup á nýju varðskipi, Freyju, voru glórulaus frá upphafi, sé litið til rekstrarvanda Landhelgisgæslunnar, heilbrigðiskerfis í rúst og annarra innviða í vanda. Það hefði, hið minnsta, verið eðlilegra að kaupa minna skip sem væri ódýrara í rekstri. Víðsvegar í heiminum eru notaðir minni og hagkvæmari varð- og björgunarbátar til sömu starfa og aðlagaðir að fjárhagslegri getu. Rekstrafyrirkomulagið, sem er viðhaft á Siglufirði við rekstur Freyju, er í besta falli galið, sé litið til hagkvæmni og meðferðar á skattfé. Það er með ólíkindum að hægt sé að réttlæta milljarðaútgjöld með því að gera skipin út í núverandi mynd, með sitthvorri áhöfn, eins og um fullt starf væri að ræða. Síðan er reynt að verja og réttlæta bullið með því að skipin séu gerð út til skiptis og öðru yfirklóri, þó svo varðskipin séu bundin við hafnabakkann stærri part ársins. Á undanförnum árum hefur Landhelgisgæslan sætt gagnrýni, meðal annars frá Ríkisendurskoðun, fyrir að fjármagnið sem hún fær nýtist ekki sem skyldi. Rekstrarkostnaður er óheyrilegur og úthald skipanna hefur verið ógagnsætt og villandi. Mönnun hefur verið ófullnægjandi; ekki er nóg af áhöfnum til að halda skipum virkum til sjóstarfa. Annað rekstrar- og skipulagslegt ójafnvægi, óljós stefna og langtímaplön, tengd mönnun, skiptingu og rekstri, eru einnig vandamál. Enginn einkarekinn aðili eða skynsamlegur fyrirtækjarekstur myndi láta þetta ábyrgðarlausa rekstrarfyrirkomulag viðgangast. Það er löngu tímabært að æðstu strumpar ríkisstofnana átti sig á sínum vitjunartíma og geti ekki setið eins og um æfistarfið sé að ræða. Stjórnvöld ábyrgðarlaus – þjóðin borgar Í stað þess að viðurkenna vandann, greina hann af festu og ráðast í raunverulegar úrbætur, hafa stjórnvöld að mestu leyti kosið að tala yfir þetta, slá málin af með almennum frösum og hunsa ástandið. En staðreyndirnar hverfa ekki: Skipin, sem áttu að vera burðarás öryggis á hafinu, eru stóran hluta ársins í höfn, í slypp eða annarri yfirhalningu og sýndarmennsku. Rekstur kerfisins er ekki í takt við fjárfestingarnar. Skattgreiðendur borga fyrir tækjakost sem nýtist ekki sem skyldi. Rekstrarkostnaður og úthald skipanna eru ógagnsæ og villandi. Á sama tíma blæðir heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og grunnþjónusta þjóðarinnar — og þá er sagt að „ekki sé til fjármagn“. Það er hins vegar til fyrir misheppnaðar, ósamræmdar og illa skipulagðar ákvarðanir í rekstri þjóðaröryggistækja. Fiskveiða- og kaupskipaflotinn er stór og öflugur og getur almennt brugðist innbyrðis við aðkallandi verkefnum sem koma upp, ásamt því að í flestum byggðarlögum eru vel útbúnir björgunarbátar til taks, með skjótum hætti, sem er lykilatriði. Stundum þarf að taka stærri hagsmuni fram yfir þá minni, ekki síst þegar litið er til þess hvers konar fjáraustur sé hægt að réttlæta. Öryggi á ekki að snúast upp í andhverfu sína. Þetta er ekki smávægilegt rekstrarvandamál. Þetta er kerfisbilun. Þetta er virðingarleysi við skattfé almennings og þetta er skömm fyrir stjórnvöld, sem ættu að gæta hagsmuna þjóðarinnar — en grafa sig í staðinn dýpra í stærri vandamál með enn óskynsamlegri ákvörðunum. Eftirlitshlutverk ríkisstofnana bera ekki síður ábyrgð á því að framangreint ástand hafi fengið að viðgangast í einn og hálfan áratug, meðan þjóðin er að blæða út. Þetta snýst ekki um að vera á móti Landhelgisgæslunni. Starfsfólk hennar vinnur mikilvægt starf — enginn dregur það í efa. Vandinn liggur ekki þar; hann liggur í stjórnun, pólitískum ákvörðunum, forgangsröðun og ábyrgðarleysi. Yfirstjórn, „silkihúfur“ Landhelgisgæslunnar, ber einnig sína ábyrgð — ekki síst fyrir að láta kaupa annað skip, sem er væntanlega mun dýrara í rekstri, á sama tíma og ekki var rekstrargrundvöllur til staðar fyrir Þór, jafnvel þótt siglt væri eftir ódýrari olíu til Færeyja. Varðskipin Týr og Ægir voru leigð Evrópusambandinu í samtals 364 daga árið 2011. Þetta er meira en tvöfaldur sá tími sem skipin voru á sjó við Ísland á vegum Landhelgisgæslunnar, og ekkert varðskip var á sjó við Ísland í fimm mánuði, frá lokum maí þar til varðskipið Þór kom til Íslands í fyrsta skipti undir lok október. Það er ljóst að núverandi rekstrarfyrirkomulag Landhelgisgæslunnar er hvorki sjálfbært né í samræmi við þá fjárfestingu sem þjóðin hefur lagt í þessi mikilvægu öryggistæki. Milljarðar króna liggja ónotaðir í skipum sem ættu að gegna lykilhlutverki í þjónustu við landsmenn, á sama tíma og önnur brýn samfélagsverkefni glíma við skort. Þjóðin er að takast á við ónýtt heilbrigðis- og vegakerfi vegna fjárskorts, með hryllilegum fórnakostnaði. Tímabært er að stjórnvöld axli skýra ábyrgð, endurmeti stefnu og öryggi, tryggi raunhæfan rekstrargrundvöll og forgangsraði þannig að fjármunir nýtist þjóðinni sem best — ekki aðeins í orði heldur í verki. Það er óásættanlegt að glórulaus fjáraustur og yfirklór haldi áfram. Ískalt mat og pólitískur kjarkur þarf að eiga sér stað í Stjórnaráði Íslands svo unnt sé að endurheimta traust, ábyrgð og raunverulegt öryggi fyrir þjóðina. Höfundur er athafnamaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun