Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 07:38 Eldsneytisstöð Orkunnar við Laugaveg í Reykjavík. Myndin til vinstri er tekin 30. desember 2025 en sú til hægri að morgni nýársdags. Vísir/Atli Eldsneytisverð lækkaði um í kringum þrjátíu prósent þegar nýtt ár gekk í garð á miðnætti og ný lög um kílómetragjald tóku gildi. Á stöð Orkunnar við Laugaveg í Reykjavík var verð á bensíni 308,5 krónur á næstsíðasta degi nýliðins árs en lítraverðið var komið í 212 krónur í morgun. Lækkunin nemur um 31 prósentum. Að sama skapi fór verð á dísillítranum úr 314,2 krónum í 226,9 krónur sem er um 28 prósenta lækkun. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi á dögunum ný lög um kílómetragjald á ökutæki. Samhliða lögunum hafa eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni verið felld niður ásamt olíugjaldi, en kolefnisgjald að sama skapi hækkað. Viðbragða olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og lýsti Samkeppniseftirlitið þeim á dögunum sem prófsteini á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Stofnunin sagði það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis myndi samsvara að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvatti jafnframt viðskiptavini til að vera á varðbergi. Lítrinn kominn undir 200 krónur Á þeim eldneytisstöðvum Orkunnar, Atlantsolíu og ÓB þar sem boðið er upp á lægsta verðið, ef frá er talið Costco þar sem verð er jafnan lægst, kostar bensínlítrinn nú rétt rúmar 183 krónur og dísillítrinn rúmar 205 krónur. Hinu nýja kílómetragjaldi er ætlað að standa undir uppbyggingu vega þar sem eldra kerfi gæti ekki tryggt fjármögnun vegakerfisins til framtíðar. Gjaldskyld ökutæki eru bílar, bifhjól, dráttarvélar og eftirvagnar en undanskilin eru þó til dæmis ökutæki björgunarsveita. Eigendur munu þurfa að skrá kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári og er það gert í gegnum Ísland.is, en einnig verður hægt að gera það á skoðunarstöð. Gjaldið verður greitt mánaðarlega og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar á nýju ári. Gjaldið fer eftir þyngd ökutækisins en öll ökutæki undir 3500 kílóum, sem er viðmiðið fyrir hefðbundin ökuréttindi, borga sama gjald eða 6,95 krónur á hvern ekinn kílómeter. Kílómetragjald Jarðefnaeldsneyti Bensín og olía Skattar, tollar og gjöld Neytendur Tengdar fréttir Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. 30. desember 2025 11:12 Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. 23. desember 2025 22:02 „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. 23. desember 2025 13:10 Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22. desember 2025 13:49 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sjá meira
Á stöð Orkunnar við Laugaveg í Reykjavík var verð á bensíni 308,5 krónur á næstsíðasta degi nýliðins árs en lítraverðið var komið í 212 krónur í morgun. Lækkunin nemur um 31 prósentum. Að sama skapi fór verð á dísillítranum úr 314,2 krónum í 226,9 krónur sem er um 28 prósenta lækkun. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi á dögunum ný lög um kílómetragjald á ökutæki. Samhliða lögunum hafa eldsneytisgjöld og vörugjöld á bensíni verið felld niður ásamt olíugjaldi, en kolefnisgjald að sama skapi hækkað. Viðbragða olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og lýsti Samkeppniseftirlitið þeim á dögunum sem prófsteini á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Stofnunin sagði það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis myndi samsvara að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvatti jafnframt viðskiptavini til að vera á varðbergi. Lítrinn kominn undir 200 krónur Á þeim eldneytisstöðvum Orkunnar, Atlantsolíu og ÓB þar sem boðið er upp á lægsta verðið, ef frá er talið Costco þar sem verð er jafnan lægst, kostar bensínlítrinn nú rétt rúmar 183 krónur og dísillítrinn rúmar 205 krónur. Hinu nýja kílómetragjaldi er ætlað að standa undir uppbyggingu vega þar sem eldra kerfi gæti ekki tryggt fjármögnun vegakerfisins til framtíðar. Gjaldskyld ökutæki eru bílar, bifhjól, dráttarvélar og eftirvagnar en undanskilin eru þó til dæmis ökutæki björgunarsveita. Eigendur munu þurfa að skrá kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári og er það gert í gegnum Ísland.is, en einnig verður hægt að gera það á skoðunarstöð. Gjaldið verður greitt mánaðarlega og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar á nýju ári. Gjaldið fer eftir þyngd ökutækisins en öll ökutæki undir 3500 kílóum, sem er viðmiðið fyrir hefðbundin ökuréttindi, borga sama gjald eða 6,95 krónur á hvern ekinn kílómeter.
Kílómetragjald Jarðefnaeldsneyti Bensín og olía Skattar, tollar og gjöld Neytendur Tengdar fréttir Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. 30. desember 2025 11:12 Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. 23. desember 2025 22:02 „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. 23. desember 2025 13:10 Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22. desember 2025 13:49 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sjá meira
Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. 30. desember 2025 11:12
Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. 23. desember 2025 22:02
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. 23. desember 2025 13:10
Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Viðbrögð olíufélaganna við breytingum á bifreiðagjöldum um áramótin eru prófsteinn á samkeppni á eldsneytismarkaðnum. Þetta segir Samkeppniseftirlitið sem segir það algera lágmarkskröfu að lækkun eldsneytis samsvari að fullu lækkun hinna opinberu gjalda og hvetur viðskiptavini til að vera á varðbergi. 22. desember 2025 13:49