Erlent

Kirkja í Amsterdam al­elda

Atli Ísleifsson skrifar
Vondelkerk er að finna miðsvæðis í Amsterdam.
Vondelkerk er að finna miðsvæðis í Amsterdam. EPA

Mikill eldur kom upp í hinni 154 ára Vondelkerk í Amsterdam í Hollandi í nótt. Eldurinn blossaði upp um miðnætti og var fljótur að dreifa sér um kirkjuna.

Hollenski fjölmiðillinn NL Times hefur eftir Femke Halsema, borgarstjóra Amsterdam, að þetta sé mikill og „skelfilegur“ eldur í þessari „mikilfenglegu“ kirkju.

Hún segir að það mikilvægasta nú sé að tryggja öryggi fólks og heimili þeirra sem búa í grennd við kirkjuna.

Vondelkerk er að finna miðsvæðis í Amsterdam, um hálfum kílómetra vestur af Rijkismuseum. Lögregla rýmdi fjölda heimila í grennd við kirkjuna og girti sömuleiðis af stórt svæði. Þá voru þeir sem búa nærri hvattir til að loka gluggum.

Smíði Vondelkerk var lokið 1880. Amsterdam Sights



Fleiri fréttir

Sjá meira


×