Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 1. janúar 2026 11:00 Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt. Og um leið metið hvort eigi að halda börnum inni í leikskólanum, hvort þurfi að fella niður æfingu eða hvort það er ráðlagt að fara út að hreyfa sig. Íbúaráð Breiðholts tók málin í sínar hendur Að mæla gæði loftsins í fjölmennasta hverfi borgarinnar hefur verið í vinnslu hjá mér og íbúaráði Breiðholts frá því að íþróttamannvirki ÍR risu sameinuðust á einum stað í Mjóddinni. Ráðið samþykkti einróma tillögu fyrir rúmu ári síðan að koma fyrir loftgæðamæli í hverfinu til að vakta hverfið eftir langt hlé. Mjóddin er umvafinn þungum stofnbrautum, ný byggð hefur bæst við Mjóddina, umferð hefur aukist og íbúum mun halda áfram að fjölga. Íbúaráðið vann í þágu hverfis og hagsmuna íbúa. Það er dýrmætt fyrir fólk í stjórnmálum að gera gagn. Áhrif svifryks á líkamann Svifryk er ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Samræmd söfnun gagna skiptir miklu máli en samhliða er mikilvægt að halda utan um fjölda skipta sem stjórnendur í leik- og grunnskólum, frístund og jafnvel hjá íþróttafélögum taka ákvörðun um að halda börnum inni eða fella niður æfingar. Loftgæði = lífsgæði Hreint loft eru lífsgæði, en því miður alls ekki sjálfsagður hlutur. Það er mikilvægt að varðveita þau gæði til næstu kynslóða. Þannig að börnin okkar og komandi kynslóðir búi og lifi við sömu og helst betri lífsgæði og mín kynslóð. Til þess þarf pólitískt hugrekki. Við verðum að standa með umhverfinu, með viðkvæmum hópum, með komandi kynslóðum. Með aukinni umferð og fleiri bílum verður að vakta loftgæðin í eystri byggðum borgarinnar, sérstaklega þar sem íþróttasvæði og fjölmenn byggð eru nálægt þungum stofnbrautum. En ekki síður leita leiða til að draga úr umferð, minnka notkun nagladekkja og greiða fyrir almenningssamgöngum. Hvet öll áhugasöm að fylgjast með loftgæðamælinum í Breiðholti í vetur. Mikilvægur áfangi og ég er stolt af því að hafa ásamt öðru fulltrúum í íbúaráðinu komið þeim á. En það þarf að gera betur. Það skiptir máli fyrir hverfið að hafa sterka rödd í borgarstjórn, tryggja Breiðhylting í borgarstjórn. Og það skiptir líka máli fyrir hin hverfin í borginni. Breiðholt getur líka verið fyrirmynd. Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður íbúaráðs Breiðholts, íbúi í Breiðholti og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Loftgæði Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt. Og um leið metið hvort eigi að halda börnum inni í leikskólanum, hvort þurfi að fella niður æfingu eða hvort það er ráðlagt að fara út að hreyfa sig. Íbúaráð Breiðholts tók málin í sínar hendur Að mæla gæði loftsins í fjölmennasta hverfi borgarinnar hefur verið í vinnslu hjá mér og íbúaráði Breiðholts frá því að íþróttamannvirki ÍR risu sameinuðust á einum stað í Mjóddinni. Ráðið samþykkti einróma tillögu fyrir rúmu ári síðan að koma fyrir loftgæðamæli í hverfinu til að vakta hverfið eftir langt hlé. Mjóddin er umvafinn þungum stofnbrautum, ný byggð hefur bæst við Mjóddina, umferð hefur aukist og íbúum mun halda áfram að fjölga. Íbúaráðið vann í þágu hverfis og hagsmuna íbúa. Það er dýrmætt fyrir fólk í stjórnmálum að gera gagn. Áhrif svifryks á líkamann Svifryk er ekki bara heilsuspillandi fyrir lungu, hjarta og æðar heldur ferðast agnirnar í gegnum blóðrásina, út um allan líkamann. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir svifryki getur valdið bólgum í höfði, leitt til sjúkdóma eins og Alzheimer og elliglapa, efnin berast í gegnum fylgju til fósturs og geta haft áhrif á þroska barna og valdið öndunarfærasjúkdómum. Börn eru sérlega viðkvæm fyrir svifryki og eru útsettari en fullorðnir, en 2-4 sinnum meira magn agna finnast í öndunarfærum barna miðað við fullorðna. Okkur ber rík skylda til að vernda heilsu barna, svifryksmengun getur hamlað þroska þeirra og haft ýmsar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér. Samræmd söfnun gagna skiptir miklu máli en samhliða er mikilvægt að halda utan um fjölda skipta sem stjórnendur í leik- og grunnskólum, frístund og jafnvel hjá íþróttafélögum taka ákvörðun um að halda börnum inni eða fella niður æfingar. Loftgæði = lífsgæði Hreint loft eru lífsgæði, en því miður alls ekki sjálfsagður hlutur. Það er mikilvægt að varðveita þau gæði til næstu kynslóða. Þannig að börnin okkar og komandi kynslóðir búi og lifi við sömu og helst betri lífsgæði og mín kynslóð. Til þess þarf pólitískt hugrekki. Við verðum að standa með umhverfinu, með viðkvæmum hópum, með komandi kynslóðum. Með aukinni umferð og fleiri bílum verður að vakta loftgæðin í eystri byggðum borgarinnar, sérstaklega þar sem íþróttasvæði og fjölmenn byggð eru nálægt þungum stofnbrautum. En ekki síður leita leiða til að draga úr umferð, minnka notkun nagladekkja og greiða fyrir almenningssamgöngum. Hvet öll áhugasöm að fylgjast með loftgæðamælinum í Breiðholti í vetur. Mikilvægur áfangi og ég er stolt af því að hafa ásamt öðru fulltrúum í íbúaráðinu komið þeim á. En það þarf að gera betur. Það skiptir máli fyrir hverfið að hafa sterka rödd í borgarstjórn, tryggja Breiðhylting í borgarstjórn. Og það skiptir líka máli fyrir hin hverfin í borginni. Breiðholt getur líka verið fyrirmynd. Höfundur er varaborgarfulltrúi, fv. formaður íbúaráðs Breiðholts, íbúi í Breiðholti og sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 24.janúar næstkomandi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun